Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Qupperneq 106
Pegar á dynur Ragnarökkur,
og rangláta mæöir hefnd og pin,
máske Hallgrímur komi klökkur
og krjúpi par fram með reipin mín,
hafandi Jón á herðuin sér,
aö heyra þann dóm, sem birtur er.
Á þeirn árum var það alltitt að hagyrðingar kvæðu
bæjarimu. Vissi eg, að Jónas kvað bæjarímu um
bændur á Suógarströnd. Heíi cg hér að framan til-
fært visu þá, er hann kvað um sig sjálfan; kann eg
fáar aðrar, skal að eins geta þess, að ríman náði
yfir landbændur eina, ekki til eyjabændanna. Segir
höfundur, er býlin á ströndinni eru upp talin:
Ekki fer eg út á sjó,
ótta ber í hyggjuþró,
þar sem eru um stökkuisstó
steinar, sker og sundin mjó.
Á þúsund ára hátiöinni 1874 orti Jónas langt kvæði,
Fyrir nokkurum árum var kvæði þetta birt á prenti
i blaði eða tímariti hér i Reykjavik, eg man ekki
hvar. Hafði bóndi vestan af Skógarströnd sent það
til birtingar. Annað veit eg ekki til að prentað hafi
verið af ljóðum hans, veit ekki heldur, hvað orðið
hefir um það, sem hann að líkindum hefir látið eftir
sig í handritum.
Jónas var vel meðalmaður að hæð, en orðinn lot-
inn í herðum og stirður í hreifingum, er eg kynntist
houum, andlitið smágert og ekki ófrítf, augun tinnu-
dökk og gáfuleg, en honum var gjarnara að líta þeim
út undan sér heldur en horfast i augu við þá, er
hann átti tal við. Erfið ævikjör gerðu honum ókleift
að ávaxta það pund, sem hann hafði í vöggugjöf
þegið. Theodóra Thoroddsen.
4. Pétur landslioriiaslrkill.
Pað var laust eftir 1870 á sprengikvöld, að við ung-
viðin á Breiðabóistað á Skógarströnd sátum kringum
(102)