Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Qupperneq 110
endur niðri við sjó á fsafirði; lá hann fram á stamp
eða kerald, sem hann var að Iosa eða hreinsa,
í sjón var Pétur afar einkennilegur maður. Hefi eg
aldrei séð nokkurn íslending jafnlikan svertingja sem
hann var, að andlitsskapnaði, að öðru leyti en þvi, að
nefið var hátt með liði á, en hann var hrafnsvartur
á brún og brá, hárið líkast hrokknu lambskinni og
vaxið niður á enniö, augun voru dökkgrá og í með-
allagi stór, varirnar ákaflega þykkar og framstand-
andi, hörundsliturinn dimmur. Á hæð var hann tæp-
ast meðalmaður, siginaxla og sívalur um herðar og
allur fremur óálitlegur, enda var hann sjaldnast vel
til fara, fremur en aðrir, er ganga að óþokkalegri
vinnu; þó var hann aldrei rifinn, og á sunnudögum
var hann kembdur og þveginn.
Pétur var óheimskur maður og svo vandaður til
orðs og æðis sem framast mátti vera, heimtaði lítið
fyrir sjálfan sig, en var fús á að leggja á sig ómök
og erfiði fyrir aðra. Mér fannst hann merkur heið-
ursmaður. Theodúra Thoroddsen.
Skrítlur.
(Teknar saman hvaðanæva).
Stórgróðamaður (á striðstímunum): »Svei-svei, ligg-
ur þá ekki fimm-króna-seðill hérna innan um pening-
ana!«
Slúlka (mætir karli á förnum vegi og ræðir við
hann): »Hvað segið þér? Er faðir yðar á lífi, þér sem
eruð svona gamall? Hvað er hann þá gamail?«
Karlinn: »Ja, það veit eg ekki, en eitthvað er hann
vist eldri en eg«.
(106)