Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 114
Maðurinn: »Hvað sagði læknirinn við þig?«
Konan: »Hann bað um að mega sjá tungana í mér«.
Maðurinn: »0g hvað sagði hann þá?«
Konan: »Að tungan væri ofreynd«.
Maðurinn: »Pessi læknir veit, hvað hann syngur.
Eg ráðlegg þér líka að hvíla hana dálítið«.
A. : sSkammastu aldrei við konnna þina?«
B. : »Nei. Pegar við erum ósátt, segi eg henni aö
þegja, en svo verð eg að þegja«.
Hann (mjög ástfanginn): »Eg get aldrei fengið mig
fullsaddan af að horfa á þig«.
Hún: »Við skulum fara að eta. Eg er líka svöng«.
Unnustan: »Elsku Jón. Þú etur ekki neitt«.
Unnustinn: »Ástin mín. Eg missi matarlystina við
að horfa á þig«.
Húsmóðir (við vinnukonu): »Pér hatið ekki þvegið
gluggana að utanverðu«.
Vinnukonan: »Nei. Pað hefi eg ekki gert. Eg er ekki
ráðin til útiverka*.
Anna: »Er það ekki skrílið? — Eg get ekki sofið,
þegar eg drekk kaffi«,
Ólína: »En eg get ekki drukkið kaffi, þegar eg sef«.
Hún: »Á meðan við vorum trúlofuð, sagðir þú oft,
að þú vildið láta lífið fyrir mig«.
Hann: »Góða mín. Nú væri það mesta fjarstæða.
Pá yrðirðu ekkja«.
A : »Pegar eg kom tii Vesturheims, átti eg ekki
annað en skyrtuna, sem eg var í. En nú á eg miljón*.
B.: »Eg er alveg hissa. Til hvers notið þér allar
þessar skyrtur?«
(110)