Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Fréttehf. Útgefandl: GunnarSmárí Egilsson Rltstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, slmi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýslng- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Kennara- eamband Isiands 1. HvaðerKÍ? 2. Hvar er það til húsa? 3. Hver er formaður KÍ? 4. En varaformaður? 5. Hvenær tók það til starfa? Svör neðst á síðunni Uppreisn Katalína 63-62 f.Kr. Á timum lýöveldsins fóru tveir konsúlar I senn meö æðsta fram- kvæmdavaldiö I Róm. Lucius Sergi- us Katalina geröi einarþrjár til- raunir til aö ná kosningu til emb- ættisins og tapaði kosningunni I þriöja sinn 63 árum fyrir okkar tlmatal. Hann leitaöi til óánægöra manna I öllum stéttum alla leið til Etrúrfu og hugöist gera uppreisn meö þeirra hjálp og vina sinna I Rómaborg. Marcus Tullius Cicero konsúll fékk fréttir affyrir- hugaöri upp- reisn og afhjúpaöi áætlanir Kata- Ifna f öldungaráðinu. Katalína flúði þá úr borginni til norðurs en samsærismenn hans héldu starf- inu áfram I Róm. I desemberbyrjun 63 árum f.Kr. voru þeir dæmdir til dauöa og teknir afllfi án dóms og laga en sllkt taldi Rómaveldi ekki löglegt. Hersveitir héldu noröur á eftir KataUna og féll hann í orustu I byrjun janúar, 62 árum fyrir okkar tlmatal. Stríðið Frílans Málið Orð þetta er haft um lausa- mennsku, lausamann eða jafnvel lausráðinn mann. Algengast er þó að tala um sjálfstætt starfandi mann. Þetta er enskusletta en í ensku miöaldamáli var lance notað um lensuna, aðal- vopn riddarans. Þeir sýndu leikni sfna á burtreiðum með þvíað beina fáki sínum og lensu hvergegn öðrum, sá sem felldi aðvífandi riddara með lensu sinni eða burt- stöng taldist sigurvegari. Þeir riddarar sem ekki áttu vísan húsbónda en seldu þjónustu sina hæstbjóð- anda voru freelance. Svörvifispumingum: 1. Sameiginlegt stéttarfélag kennara, skólatjórnenda og námsráðgjafa í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum að undanskildum stjórnendum framhalds- skóla. 2. Gamla Kennaraskólanum við Lauf- ásveg. 3. Eiríkur Jónsson. 4. Elna Katrín Jónsdóttir. 5.1. janúar 2000. Fjöldamorð í Falluja Fjöldamorð Bandaríkjahers í Falluja eru hafin. Þar eru nú um 200.000 óbreyttir borgarar. Til þess að frelsa þá undan 1.500-2.000 skæruliðum, mun bandaríski herinn drepa um 20.000 óbreytta borgara til viðbótar þebn 100.000, sem hann hefur áður drepið í loftárásum og öðrum fjöldamorðum í frak. Ekkert af þessu fólki hefur gert Banda- ríkjunum neitt til miska, ekki einu sinni stjóm Saddam Hussein. Bandaríski herinn er í krossferð gegn trúarbrögðum, sem em bandarískum trúarofstækismönnum ekki að skapi. Þetta em viðurstyggileg mann- dráp, sem ráðamenn fslands styðja með ráðum og dáð. Frá og með loftárásinni á Dresden fyrir sex áratugum við lok síðari heimsstyrjaldar- innar hafa breytzt hlutföll fallinna í styrjöld- um. í gamla daga vom óbreyttir borgarar helmingur faliinna. Síðan B andaríkj amenn komust tii áhrifa í heiminum hefur hlutfali óbreyttra borgara meðal fallinna farið upp í 90%. Svo var í Víetnam og svo er núna í Irak. Bandaríkjamenn og raunar margir íslendingar, sérstaklega fréttamenn, telja loftárásir á borgir og bæi, þar sem flugmenn sjá ekki fórnardýr söi, ekíd vera stríðsglæpi. Bandaríkjamenn neita raunar að fall- ast á það sjónarmið, að nokkrar stríðs- aðgerðir þeirra geti verið stríðsglæpir. Blaðamenn Vesturlanda hafa ger- samlega bmgðist skyldum sínum gagn- vart blóðbaðinu í frak. Þeir stóðu sig vel í Bosníu og Kosovo, en núna tala þeir bara og skrifa eins og ekki sé til neinn almenningur í frak. Þeir skrifa alls ekki neitt um bömin, sem reyna að fela sig fyrir bandarískum sprengjum. fslenzkum fréttamönnum og blaða- mönnum kemur greinilega ekkert við, hvemig dagiegt lff gengur fyrir sig í Falluja. Þeb skrifa ekki mn hetjudáðir manna, sem reyna að koma slösuðum bömum á spítala. Gegnum Reuter og Associated Press lepja þeir veruleikafirring- una upp úr stríðsglæpamönnum. „We will win the hearts and minds of Falluja by ridding the city of isurgents. We’re doing that by patrolling the streets and kiiling the enemy." Þessi ummæli her- manns segja allt sem segja þarf um firring- una, sem íslenzku starfsliði fjölmiðla hefur gersamlega mistekizt að koma á framfæri. Eftir nokkra mánuði verður innfang fjöldamorðanna í Falluja orðið ljóst og þá verður líka Ijóst, að þau leiða ekki til fækk- unar andófsmanna í írak. Smám saman er þjóðin að rísa upp gegn drápsglöðu her- námsliði og leppstjórn þess, sem lýtur for- ustu fjads Allavi, gamals njósnara fyrir Bandaríkin. Skelfilegt er, að fjöldamorðin í írak skuli studd með vfija forsætis- og utanríkisráð- herra fslands og með háværri þögn blaða- manna, sem heyra ekki óp bamanna í sprengjurústunum. Jónas Kristjánsson Fyrst og fremst það síðan niðurstaðan. Leist mörg- um vel á hann. Hann var ekki yfir- máta pólitískur og leit á borgina sem stórfyrirtæki sem þyrfti að reka vel. Þetta virtist hugnast borgarbúum vel en alltaf hékk olíudraugurinn yfir honum. Það var síðan olíumálið og starfið sem hann sinnti hjá Essó sem felldi borgarstjórann. Hann tók við 1. febrúar 2003 en hættir í lok nóvember. Við birtum hér nokkrar svipmyndir af ferli borgarstjórans sem tilkynntí afsögn sína eftir aðeins 549 daga í embætti. JÆJA, ÞÁ ER HANN FARINN. Aldrei hefur vinsælli maður sagt af sér embætti á íslandi. Splunkuný könn- un sýnir að 77 prósent borgarbúa hafi verið ánægð með störf hins gengna borgarstjóra. Samt fannst helmingi borgarbúa að Þórólfur ætti að segja af sér. Þrautagöngunni þar sem Þórólfur reyndi að sannfæra borgarbúa um að hann ætti að sitja áfram þrátt fyrir andstöðu margra við það, er lokið. Hann fær þó að sitja til mánaðamóta og þá tekur næsti borgarstjóri við. NWURSTAÐAN í GÆR SÝNIR að það sem mestu máli skipti var ekki endi- lega hvernig Þórólfur hafði hagað sér í gamla starfinu, heldur hvort hann nyti trausts samstarfsmanna sinna í borgarstjórn. Greinilega þótti einhverjum að hann hefði ekki kom- ið fullkomlega hreint fram þegar hann gerði samstarfsfólkinu grein fyrir því hver hans þáttur hefði raun- verulega verið í samráði olíufélag- anna. ÞEGAR INGIBJÖRG SÓLRÚN Gísla- dóttir þurfti að hætta sem borgar- stjóri var mikið rætt um arftak- ann. Á ein- hverjum leynifundin- um stakk Hall- dór Ásgrímsson upp á Þórólfi og varð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.