Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 Fréttir DV Unglingar ósáttirvið líkamann Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir rannsóknir sýna að bæði stúlk- ur og drengir séu ósátt við líkams- byggingu sína. „Stúlkur vilja vera grennri og drengir stærri. Margar stúlkur iðka ekki íþróttir sér til ánægju, heldur til að grenna sig og drengir drekka meira áfengi og verða oftar fyrir ofbeldi en stúlkur," sagði ráðherrann í ræðu á Norðurlandaþingi í gær. „Það verður að beina sjónum að mikilvægi kyn- ferðis, til að markmiðinu um aukna vellíðan og heil- brigði verði náð." Sendiherra hitti Sjeik Stefán Skjaldarson, sendiherra í Osló, hefur afhent hans hátign Sjeik Jaber al-Ahmed al Jaber A1 Sabah, emír af Kúveit, trún- aðarbréf sem sendiherra ís- lands í Kúveit. Með þessu er stigið stórt skref í sam- skiptum landanna tveggja. Kúveit er tæplega einn fimmti af stærð íslands og liggur að Persaflóa. Ríkið varð heimsfrægt þegar her- ir Saddams Hussein réðust inn í landið árið 1990. Á fundi Stefáns með Sjeikn- um kynnú hann framboð íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2009 til 2010 og reifaði hug- myndir um frekari viðskipti landanna í milli. Milljarður í grunnskóla Byggingarnefnd Grunn- skóla Isafjarðar gerir tillögu að ffamkvæmdum við skól- ann fyrir rúmar eitt þúsund milljónir króna. Tillögur nefndarinnar eru unnar frá hugmyndum arkitektanna Einars Ólafssonar og Arnar Þórs Halldórssonar sem unnu hugmyndasamkeppni á árinu 2002. Arkitektamir treystu sér hins vegar ekki úl að vinna útfærslu á hug- myndinni saman og hafa gert með sér samkomulag um að Einar ljúki verkinu. Bæði er gert ráð fyrir nýb- yggingum og endurnýjun eldra húsnæðis. Líkmennirnir þrír, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malak- auskas, hlutu allir þyngstu mögulegu refsingu fyrir dómi í gær. Aðeins einn þeirra, Grétar, var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og var hann sleginn vegna niðurstöðunnar. Þremenningarnir ætla allir að áfrýja. Líkmaöurinn sem talaöi undnast hámanksnefsinnu „Ég mun áfrýja þessu, það er ekki spurning," sagði Grétar Sigurðarson við blaðamann nokkrum sekúndum eftir að dómur féll í málinu. Grétar og hinir tveir sakborningarnir fengu allir tveggja og hálfs árs dóm fyxir innflutning á rúmum tvö hundruð grömmum af amfetamíni, fyrir að hafa ekki komið Vaidasi til hjálpar í neyð og fyrir slæma meðferð á líki Vaidasar. Grétar var auðsjáanlega sleginn vegna niðurstöðunnar. Kvaðst hafa verið bjartsýnn á að fá vægari dóm þar sem hann hefði sýnt samvinnu við lögreglu. Grétar Sigurðarson gekk í gegnum þvögu fjölmiðlamanna inn í lokað herbergi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar réðu Grétar og verjandi hans, Brynjar Níelsson, ráðum sínum. Að því loknu gekk Grétar út og auðséð var að niðurstaðan í þessu umtalað- asta sakamáli seinni ára tók á hann. Samvinna borgar sig ekki „Ég er ekki sáúur og skil satt best að segja ekki hvemig er hægt að kom- ast að þessari niðurstöðu," sagði Grétar í samtali við DV seinnipartinn í gær. Hann segist fullviss um að sú mikla athygli sem málið fékk á sínum ú'ma og meðan á umfjöllun um það stóð fýrir dómi hafi haft áhrif til þyngingar. „Það er alveg greinilegt á þessu," sagði hann. Grétar segir það vonbrigði að dómunnn hafi ekki tekið tillit til þess að hann hafi sýnt lögreglu samvinnu og að eigin sögn gert það sem í hans valdi stóð til að aðstoða lögreglu eftir að hann var handtekinn. „Hjá öllum siðmenntuðum þjóð- um er það talið mönnum til tekna að aðstoða lögreglu og veita samvinnu. Ég skil ekki hvers vegna dómunnn tekur ekki tillit til þess, eins þess að ég hef alla tíð neitað að eiga þáú í þess- um fflcniefnainnflutningi. Þarna er verið að senda mönnum þau skila- boð að það hafi lítið upp á sig að sýna samvinnu við lögreglu, öðruvísi get ég ekki skilið þetta," segir Grétar. Saga Lyga-Jónasar tóm þvæla f dómsorði telst fullsannað að þre- menningarnir beri allir jafna ábyrgð „Ég get bara ekki sætt mig við þessa niður- stöðu þó svo ég geri mér fyllilega grein fyr- ir því að menn þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna." á ákæruliðunum þremur. Frásögn Jónasar Inga Ragnarssonar, sem einn hefur neitað öllum ákærulið- um, er ekki talin trúanleg og er sagt um hana í dómi að hún sé svo „frál- eit að engu tali tekur", eins og það er orðað. Telur dómurinn einsýnt að þre- menningunum hafi átt að vera ljóst að stuttu fyrir dauða gg Vaidasar hefðu þeir átt að ;i taka af honum ráðin og færa hann til læknis. » Þessu er Grétar ekki 'SBgfl sammála. „Ég sagði bæði í skýrslum hjá lögreglu og fýrir dómi að ástæðan fýrir því að manninum var ekki komið á sjiikra- hús var sú að ÆM hann staðhæfði að ekkert óvenjulegt r væri á ferð, jgj hann hefði oft lent í þessu áður," segir Svekktur og sár Crétar Siguröarson var fjarri þvísáttur viö niðurstööu héraösdóms Igær. Hann sagði niðurstööuna vonbrigöi og reyntyrði að fá vægari refsingu fyrir Hæstarétti. Grétar sem vísar því alfarið á bug að hann hafi vitað að Vaidas væri í lífshættu. Erfiðir mánuðir Grétar segir næst á dagskrá hjá sér að takast á við málið fyrir Hæsta- réúi. Þremenningarnir munu að öll- um líkindum ekki hefja afplánun refsingar súax enda ljóst á orðum lögmanna Jónasar og Tómasar að áfrýjað verður í málinu. Grétar segir fjölskyldu sína hafa verið undir- búna fyrir það versta - það hafi gerst. Mánuðirnir frá því málið komst í hámæli hafi verið erfiðir. „Auðvitað hefði maður viljað klára þetta núna, þetta er búinn að vera erfiður tími fyrir alla sem að þessu máli koma. Ég hafði undir- búið fjölskylduna mína fyrir að svona gæú farið þó svo ég hefði nú ekki viljað trúa því sjálfur. Ég get bara ekíd sætt mig við þessa niður- stöðu þó svo ég geri mér fyllilega grein fyrir því að menn þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna," sagði Grétar að lokum. helgi@dv.is Fengu allir sama dóm Grétar, Tómas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson fengu allir tveggja og hálfs árs fangelsis- dóm í héraðsdómi f gær. Dómnum þótti sannað að aðild þeirra þriggja værijöfn. Á sólpalli í janúar Fjölmiðlar hafa gjörsamlega brugðist hlutverki sínu að undan- förnu. Velt sér upp úr alkunnu sam- ráði olíufélaganna, tilvistarkreppu R-listans og fýrirsjáanlegu gosi í Vatnajökli sem engin sá nema fugl- inn fljúgandi og Ómar Ragnarsson. Á meðan er haldin hér á landi loftslagsráðstefna þar sem fram kemur að hugmyndir manna um hlýnandi loftslag hafi verið viúaust reiknaðar. Hitafarsbreytingarnar sem áttu að taka þúsund ár bresta nú á innan 300 ára. Og það eru aðeins þrír mannsaldrar miðað við meðalaldur landsmanna í dag. Svarthöfða skilst að eftir þrjú hundruð ár verði kominn hundrað stiga hiú í Grafarvogi og því alls ekki líft. Hitasúgið hækkar ört þannig að eftir tuttugu ár má gera ráð fyrir að hitastigið í janúar verði 26 gráður í Reykjavík. Svarhöfði lítur björtum augum til elliáranna. Að geta þá setið á sólpall- unum á aðventunni með pina colada og sleikt sólina í takt við jóla- lögin. Eytt efri árunum l£kt og á Kanaríeyjum án þess að þurfa að fara að heiman. Hver sá sem fæddist um miðja síðustu öld bjóst ekki við þessari þróun mála um fermingu. í garran- um í Lækjargötu í febrúar þegar litið var til sumarsins með eftirvæntingu þess þjakaða sem vill ekkert annað en lausn frá næðingnum. Hvern gat grunað þau umskipti sem nú eru boðuð á loftslagsráðstefnunni í Reykjavík? Svarthöfði hefur ráðið smiði til að stækka hjá sér sólpallinn. Færa hann yfir alla grasflötina og koma fyrir hengirúmum í öllum hornum. Þar verður gott að liggja vetrardaga langa þegar árin færast yfir og flytja sig svo inn þegar vorar. Svarthöfði er líka búinn að panta sér loftkælingu í öll herbergi; tæki sem verða keyrð á fullu fr á fardögum og fram yfir versl- unarmannahelgi. Afkomendurnir verða svo að stikna smám saman eftir því sem árin h'ða en þá verður Svarthöfði löngu dauður. Svarthöföi Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað dgætt," segir Þorsteinn Þorgeirsson, nýráðinn skrifstofustjóri efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins.„Þaö leggst mjög vel ímig að takast á við ný og spennandi verkefni. Þar mun ég meðal annars taka þátt í að undirbúa fjárlögin og meta áhrifþeirra á efnahagslífið. Þetta er einmitt sá vettvangur sem ég vil beitamérá."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.