Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 9
 DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 9 Drógu togbát til hafnar Björgvtnarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjarg- ar, Hannes Þ. Hafstein, fór til aðstoðar við 150 tonna togbát sem var vélarvana 24 sjómílur suðaustur af Sandgerði í gærmorgun. Báturinn var búinn að vera vélarvana frá því í fyrrinótt en í gærmorgun bað hann aðstoðar björgunarskips til að láta draga sig til hafnar. Norðvestan bræla var á þessum slóðum og reikn- uðu björgunarsveitarmenn um borð í Hannesi að tog- báturinn yrði dreginn til hafnar í Grindavík og komu bátarnir þar inn síðdegis. Aðstoðarmaöur borgarstjórans Fauk í fertugsafmælinu Eirikur Hjálmarsson Tók á móti gestum á heimili sínu á meðan borgarstjórinn sagði afsér. Eiríkur Hjálmarsson, aðstoðar- maður borgarstjórans í Reykjavík, sér fram á að missa starf sitt þegar Þórólfur Árnason lætur af embætti í lok mánaðarins. Á sama tíma og Þórólfur borgarstjóri tilkynnti af- sögn sína í beinni sjónvarpsút- sendingu á sjöunda tímanum í gærkvöldi var Eiríkur Hjálmarsson að taka á móti gestum í fertugsaf- mæli sínu sem haldið var hátíðlegt á heimili hans á Reynimel. Eiríkur var ófáanlegur til að tjá sig um brotthvarf vmnuveitanda síns úr embætti í gærkvöldi enda í mörg horn á líta í veislunni. Gestir streymdu að í skugga atvinnumiss- is afmælisbarnsins. Eiríkur Hjálmarsson er marg- reyndur íjölmiðlamaður og þekkt- ur bæði út útvarpi og sjónvarpi þegar hann tók við sem aðstoðar- maður Þórólfs Árnasonar fyrir hálfu öðru ári. Ríkislögreglustjóri rannsakar brot stjórnenda olíufélaganna á samkeppnislögum og bókhaldslögum. Þingmaður spyr dóms- málaráðherra hvort Rikislögreglustjóri eigi að fá meiri pen- ing til að flýta rannsókninni. Löggan rannsakar meint bnkhaldsbrot olíufursta Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar hvort forstjór- ar olíufélaganna og aðrir lykilstarfsmenn hafi brotið bókhalds- lög með háttsemi sinni í olíusamráðinu. Þetta hefur komið fram í yfirheyrslum yfir mönnunum. Haraldur Johannessen Efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar hvort stjórnendur oiíufé- laganna hafi brotið bókhaldslög. Samkvæmt heimildum DV eru meint brot mannanna tal in brjóta í bága við 10. grein samkeppnislaga. Þar erbyggt á því sem fram kemur í rann- sókn Samkeppnisstofnunar. En að auki er skoðað hvort mennirnir hafi brotið af sér samkvæmt 37. grein bókhalds laga. Þar er talað um refsiverða starfsemi sem telst meiri háttar brot gegn lögum. Þar segir meðal annars að það sé lög- brot ef maður: „rangfærir bókhald eða bókhalds- gögn, býr til gögn sem ekki eiga sér stoð í ' viðskiptum við aðra aðila, vantelur . tekjur kerfis- sm?' T bundið eða , hagar bók-. ' haldi með ( f öðrum hætti ' þannig að, rgefi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjár- muna.“ Jón H. Snorrason yfirmaður efna- hagsbrotadeildarinnar sagði í Fréttablaðinu í gær að rannsókn á stjórnendum olíufélaganna sé í full- um gangi. Þeir sem hafa verið til rannsóknar, segjast ekki hafa orðið varir við rannsóknina mánuðum saman. Jóhanna Sigurðardóttir hefur spurt Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra á alþingi hvort hann sé tilbúinn að beita sér fyrir því að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra fái meira fjármagn og mann- afla til að hægt sé að flýta rannsókn á þætti einstaklinga í verðsamráði olíufélaganna. Svars er að vænta frá Birni innan tíðar. Björn Bjarnason SpurðuráAlþingi hvort hann vilji beita sér fyrir meira fjármagni tii oiíurannsóknarinnar. Fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur Verð á ólöglegum fíkniefnum er mun hærra hérlendis en í viðmiðun- arlöndunum. Þetta kemur fram í svari Bjöms Bjarnasonar dóms- málaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingis- manns Samfylkingarinnar. Hér á landi kostar gramm af hassi 1.900 krónur, en það kostar aðeins 400 krónur í Bretlandi, 800 krónur í Danmörku og 800 til 1000 krónur í Svíþjóð. Líkt og með verð á áfengi og tóbaki em það einungis Norðmenn sem komast með tærnar þar sem fs- lendingar hafa hælana. Athygli vek- ur að verð á e-töflu í Bretiandi er sambærilegt við verð á bjórglasi á ís- landi, eða 700 krónur. Hérlendis kostar e-taflan 2500 krónur. Þá greiða íslenskir eiturlyfjaneytendur 11 þúsund fyrir kókaín, en breskir 6 þúsund, norskir 1.200 og danskir 500 til 1.200 krónur. í svari Björns til Jóhönnu kemur fram að hörð löggæsla er ekki eina ástæðan fyrir háu fíkniefnaverði hér á landi. „Ekki [er] hægt að fullyrða að öflug löggæsla, eða aðrar ráðstaf- anir stjórnvalda gegn íikniefiiavand- anum, sé helsta orsökin fyrir háu verði fíkniefna hér á landi. Líklegt er að hátt verð hér á landi stafi af sam- spili fjarlægðar íslenska markaðar- ins frá öðrum löndum og öflugrar löggæslu." Þá kemur frarn að fíkniefnaverð hafi staðið í stað hér á landi á meðan það fer lækkandi erlendis. Talið er að fíkniefnaneysla sé almennt að aukast í heiminum. Jóhanna Sigurðardóttir Spurði dóms- mátaráðherra út lfikniefnamarkaðinn. Fíkniefni mun dýrari hér en í viðmiðunarlöndum Fyrrveradi markaðsstjóri Olís kallaði neytendur fífl Thomas segir sig úr stjórn Símans Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, hefur sagt sig úr stjóm Símans. Ástæðan er aðild hans að verðsamráði oh'ufélaganna. Thomas vék reyndar tfmabundið úr stjórn Símans þegar samráðið var til rannsóknar, en tók sætið aftur. Thomas er frægur meðal þjóðar- innar fyrir orð sín „fólk er fífl!!!!" sem hann skrifaði í tölvupósti til Sigurðar Kr. Sigurðssonar, sölustjóra Skelj- ungs, þegar þeir sammæltust um að hækka verð á bensínbrúsum hjá Oh's úr 150 í 300 krónur, svo það yrði jafn- hátt og hjá Skeljungi. Sjálfur sagðist hann í samtali við DV líklega hafa vitnað í plötu rokkhljómsveitarinnar Botnleðju sem ber nafnið Fólk er fi'fl. Thomas hefur beðist afsökunar á þessum orðum sínum og segir að það Biðst afsökunar Thomas segist hafa breytt um stjórnunarhætti. myndi ekki hvarfla að honum að segja svona í dag. Hann hefur skýrt hegðun sína og starfsfélaga sinna hjá olíufélögunum þannig að þeir hafi komið inn í sérstakt umhverfi sem hefð var fyrir. Auk þess hafi Sam- keppnisstofnun leyft samrekstur bensínstöðva með þegjandi sam- þykki sfnu. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstartil kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlun- um í Reykjavík. Sóltún - Ármannsreitur. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sóltúns- Ármanns- reits sem afmarkast af Sóltúni, Hátúni, Miðtúni og Nóatúni. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir hækkun hjúkrunarheimilis að Sóltúni 2 um eina hæð og fjögurra hæða nýbyggingu fyrir hjúkrunartengda þjónustu að Sóltúni 4, ásamt einnar hæðar viðbyggingu sem tengja mun saman Sóltún 2 (núverandi hjúkrunarheimili) og Sóltún 4 (nýbyggingu). Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að byggður verði skóli og leikskóli við íþróttahús Glímufélagsins Ármanns, og húsið nýtt sem íþróttahús fyrir skólana. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að hús Ármanns verði rifið og að á austan- verðum reitnum megi reisa tveggja hæða fræðslustofnun og tvö fjögurra til sjö hæða fjölbýlishús. Bílastæði verða að hluta neðanjarðar. Á miðju svæðinu sunnarlega á helg- unarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur verður almennings- garður þar sem gert verður ráð fyrir boltavöllum og göngustígum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Grafarholt - Klausturstígur. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Grafarholti, Klausturstíg, svæði sem afmarkast af Reynisvatnsvegi til norðurs, Andrésbrunni til suðurs og austurs og Jóns- geisla til vesturs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að reisa megi allt að 200 leiguíbúðir, fyrir námsmenn, í fjölbýli á einni lóð. Bygging- arnar mynda umgjörð um sameiginlegt torg og leiksvæði. Austast á svæðinu utan lóðarmarka er nú trjálundur. Lundurinn verður varðveittur sem opið svæði og trjágróðri viðhaldið. Sunnan ibúðalóðar er skipulagt dvalarsvæði með trjágróðri. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15, frá 10. nóvember til og með 22. desember 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skrif- lega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulags- fulltrúa) eigi síðar en 22. desember 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 10. nóvember 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.