Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 32
258.000- Frjáls í fjölskylduferðum með AVIS / útlöndum AVIS bilar i 170 löndum og stöðum um víða veröld Kynntu þér AVIS tilboðin á fjölskyldubílaleigubílum, stórum eða litlum áður en þú ferð í sólarlandaferðina með alla fjölskylduna. Pantaðu AVIS bílinn sjálfur á netinu www.avis.is og sjáðu kostnaðinn strax. Þú getur líka pantað bíl með einu símtal í síma 591 4000. AVIS Knarrarvogi 2 • 104 Reykjavík • sími 591 4000 AVIS Sfið gerum betur wvnisorf Ingibjörg Reynisdóttir Rekurbens- ínstöð Atlantsolíu í Kópavogi þarsem hefur verið biðröð síðustu daga. visir ...UMALLT! Bjöm heimsótti forstjóra í dómsal SKAFTAHLÍÐ24, 705 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISS0SÖÖ0 Það brá mörgum í brún í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, í miðjum vitnaleiðslum, þegar hurð dómsalarins opnaðist skyndilega og inn sté Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra. í fylgdarliði ráðherra var meðal annarra aðstoðarmaðurinn Þorsteinn Davíðsson Odssonar. Verið var að flytja mál gegn Gunnari Erni Kristjánssyni, forstjóra SÍF, sem er að sök að hafa í sínu sem endur- skoðandi ingasjóðs skrifað athuga semdalaust upp á sjóðsins meðan Lárus Halldórsson framkvæmdastjóri dró sér rúmar 70 milljónir af sjóðsfélögum. Mátti heyra saumnál detta í saln- um þegar Björn gekk inn og þurfti í raun að endurtaka spumingu sem verjandi Gunnars hafði lagt fyrir vitnið. Sat Björn um stund og virti fyrir sér störf réttarins uns hann hélt á brott. Mun heimsókn Björns vera liður í vísitasíu hans sem dóms- málaráðherra í stofnan- ir ráðuneytisins. Björn og Gunnar Hittust óvænt í dóm- sal i gærþegar Björn visiteraði Héraðs- dóm Reykjavíkur dsamt fríðu föruneyti. Kenndu Ögmundi kurteisi Dætur Össurar Skarphéðinssonar formanns Samfylkingarinnar áttu ýmislegt ósagt við Ögmund Jónasson eftir utandagskrárumræðu um kenn- araverkfallið í gær. Ögmundur kallaði ítrekað frammí þegar Þorgerður Katrín menntamálaráðherra var að íjalla um verkfallið. Ögmundur lét heyra harkalega í sér, eins og hans er von og vísa. Össur var með dætur sín- ar í vinnunni þar sem þær em í verk- falli. Eftir umræðuna vildu þær ræða við Ögmund og fylgdi Össur þeim til hans. Stelp- umar sögðu Ögmundi að það væri til siðs að rétta upp hönd þegar menn vildu tala. Það hefðu þær lært skólanum. Ögmundur tók gagnrýnina til greina en sagði stelpunum að stundum þyrftu menn að brýna raustina til að í þeim heyrðist. Össur og dæturnar Þær sögðu Ögmundi að rétta upp hönd frekar en að kaila frammí. „Það er búið að vera vitlaust að gera hérna síðustu daga,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir, rekstrarstjóri bensfnstöðvar Atlantsolíu í Kópavogi. Ingibjörg segir fjölda viðskiptavinanna hafa margfaldast á síðustu tveimur vikum. „Það em stöðugt 10-12 bílar hér í röð að taka bensín. Svona er það allan daginn. Það hefur verið gott rennirí síðan Atlantsolía byrjaði hér en ekkert í líkingu við þetta," segir Ingibjörg, sem hefur rekið stöðina í átta ár. Áður var hún með dælur frá Skeljungi en Atlantsoha setti síðan upp sínar dælur. Samskiptin við Skeljung hafi verið góð þótt viðskiptin hafi margfaldast eftir að þeir hættu. Ingibjörgu hefur sjaldan þótt eins gaman í vinnunni enda finnur hún fyrir mikilh jákvæðni í garð Atlantsolíu. „Fólk er mjög jákvætt og ákveðið í að styðja Atlantsolíu. Það lætur í ljós mikla reiði í garð hinna olíufélaganna. Það virðast allir hafa mikla þörf fyrir að tjá sig um þessi mál. Menn em mikið að ræða þessi mál úti á meðan þeir dæla. Það er óneitanlega mikið stuð í vinnunni núna,“ segir Ingibjörg sem hefur unnið á bens- ínstöðvum nánast frá því hún man eftir sér. „Ég er frá Patreksfirði og er búin að vinna á bensínstöð frá því ég var unglingur." Ingibjörg hefur meðfram störfum sínum á bensínstöðinni stundað nám. Hún er nú að læra að verða lyfjatæknir en segist ekki ætla að breyta bensínstöðinni í apótek þegar hún útskrifast. „Það er ágætt að vera með einhverja menntun. Held þessu áfram á meðan það er svona gaman," segir Ingibjörg. Hún segir við- skiptavinina koma alls staðar að til þess að kaupa hjá sér bensín. „Það er kona sem kemur hingað einu sinni í viku úr Mosfehsbæ. Hún hafði aldrei dælt sjálf á bflinn sinn fyrr hún byrjaði að koma hingað. Svo er maður sem kemur reglulega úr Borgarfirði til þess að taka bensín," segir Ingi- björg, lyfjatæknir og bensínkona í Kópavogi. FERÐALEIKURINN ER Á VISIR.IS - TAKTU ÞÁTT! gætir unnið Kaupmannahafnar London ATLANTSOLíA • Ólafur Ólafsson, fyrr- verandi landlæknir og ehin oddvita eldri borg- ara, er sfður en svo sestur í helgan stein þótt hann sé kominn á eftirlaunaaldur. Nú er landlæknirinn gamfi í fuUu fjöri í Reykjanesbæ þar sem hann starfar á heilsugæslunni og lækn- ar jöfnum höndum kvefpestir og inflúensur... • Sjónvarpsstjaman Sirrý mun í kvöld ræða við Guðmund Sesar Magnússon, fómar- lamb og baráttumann gegn handrukkurum. Eiginkona og dóttir Guðmundar Sesars munu einnig koma fram í þættinum Fólk. Nokkurs ótta gætti á Skjá einum um að hand- rukkarar óvinveittir Sesari myndu reyna að tmfla útsendingu Skjás eins og rætt var um að fá verði til að gætahússins... Ég myndi fara yfir Atlantshafið! TONASTOBm Skipholfi SOd Rcykjuvik, altni 552 1185 Áhlaup á bensínstöð Einn ekur iðulega úr Borgarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.