Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 14
74 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004
Fréttir DV
Hundur sem talar
Hundur sem talar er til í Rússlandi en Yula, tveggja ára Staffordshire terri-
er, getur sagt nafn eiganda síns og beðið um kvöldmatinn sinn. Vladimar Lyu-
baev sagði í viðtali við dagblaðið Komsomolskaya Pravda að Yola hefði byrjað
að kalla kon sína mömmu fyrir ári síðan. „Hún sagði „mat-
mamma" þegar konan mín var nærri en „matur
Roma“ þegar sonur minn var heima,“ er haft eftir
Valdimar. Hann bendir á að erfitt sé að bera fram
bókstafinn r í rússnesku en Yola er ekki í vandræðum
með það. Til að sannreyna að Vladimar segði satt
ræddi blaðamaður á vegum blaðsins við Yolu og
staðfesti að um sannleika væri að ræða.
Yola kynni að tala.
Við það sér að tylla á tá
Eitthvað má hér úti sjá,
oft það Keli hyggur.
Wð það sér að tylla á tá
traustan fróðleik þiggur
Hann heitir Þorkell Ágúst, kallaður Keli, og
heldur sig jafnan innan dyra. Hann fær þó
stundum smá nasasjón, í orðsins fyllstu merk-
ingu, af lífinu úti í hinum stóra heimi með því að
stinga trýninu út um bréfalúguna á útihurð
heimilis síns við Njálsgötuna. Keli er í miklu dá-
læti á heimilinu og sinnir
sínu hlutverki sem heimilis-
köttur af miklum
sóma. Eigandi hans,
Helgi Ásgeirsson, seg-
ir hann vita hvenær
blaðberinn komi, en
þá bíður Keli átekta
og tekur á móti blöð-
unum. Vísuna samdi
Bjarni Valgeir Guð-
jónsson, en hann tók
þessa mynd af hinum
fróðleiksfúsa Kela.
Bergljót Davíðsdóttir
skrifarum dýrin
sin og annarra á
miðvikudögum í DV.
HAUSTTILBOÐ
Full búð af nýjum vörum fyrir hunda,
ketti og önnur gæludýr.
30% afsl. af öllum vörum
Mán. föstd. 10-18, laugard. 10-16, sun 12- 16.
Tokyo, Hjallahrauni 4. Hfj. S. 565 8444
Slysagot og
ábyrgð eigenda
Talsverð umræða hefurverið um
svokölluð slysagot og ábyrgð eig-
enda á þeim. Þá hefur mikið verið
rætt um hvolpa sem þannig eru
bornir í heiminn, hvort eigi að selja
þá, hversu mikið þeir eigi að kosta
og þá alúð sem lögð er í uppeldið.
Nú vita allir sem standa í ræktun
að það er mikil vinna ala upp
hvolpa og ef vel á að vera er þetta
sólarhringsvinna, í það minnsta
fyrst um sinn. Kostnaðurinn er um-
talsverður og þegar allt er talið er
hæpið að ræktendur beri mikið úr
býtum. Allir sem vilja kalla sig al-
vöru ræktendureru meira eða
minna heima yfir tíkum sínum og
geta tæplega stundað vinnu á
meðan. Menn eru heppnir ef þeir
koma út á sléttu, og er þá vinnu-
tap reiknað með. Því ættu þeir sem
para hunda sína að hugsa sig vel
um áður en ákvörðun er tekin.
I viðtali hér að ofan við Sigurð
Má Sigmarsson kemur skýrt fram
hve lánsamur hann var að fá hvolp
frá manneskju sem sinnti hvolpum
sínum af kostgæfni.til að búa þá
sem best undir lífið.Á hinn bóginn
ætti fólk ekki að leika sér að því að
para hunda af óskyldum tegund-
um. Það er nefnilega ekki leikur að
ala upp hvolpa sem enginn vill síð-
an eiga og þvælast því á milli
manna.Oft vegna þess að þeir
hafa ekki fengið það uppeldi, alúð
og umhyggju sem hvolpar þarfnast
til að verða að góðum hundum.
Þetta er ábyrgð sem allir ættu að
íhuga mjög vel áður en ákvörðun
er tekin. Slysagot geta alltaf komið
fyrir en þá ættu þeir sem að þeim
standa að taka Brynju Tomer sér til
fyrirmyndar. Hún skilar hvolpunum
sínum frá sér rétt eins og ábyrgur
ræktandi sem selur þá fullu verði.
Hún gerir það ekki peninganna
vegna heldur hvolpanna vegna.
Það er nefnlega þyngra en tárum
tekur þegarfólk leikur sér að því að
para tíkur sínar og nennir síðan
ekki eða hefurekki þekkingu til að
ala hvolpana svo vel sé.
Begga segir
ö
Sigurður Már Sigmarsson á Akranesi ákvað að fá sér boxer-blending í stað þess að
kaupa hann hreinræktaðan, þegar hann varð þess áskynja hvað eigandinn, Brynja
Tomer, lagði mikla alúð í uppeldið. Hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun.
Frekar góöan blending en illa
aliiui hreinrœktaðan hund
Dýraríkið Akureyri<
15% AFSLATTUR
af hundaþurrfóðri
Ekkert fiskimjöl
Engin rotvarnarefni
Minna hárlos
CDyraltjiis
^AlIt fyrir gæludýrið...
Dvergshöfða 25
110 Reykjavik
S: 567 7477
„Það er mikil ánægja á heimilinu
og allt gengur út á þennan litla hvolp
þessa dagana," segir Sigurður Már
Sigmarsson sjúkraflutningamaður á
Akranesi en hann og kona hans, Mar-
grét Ragna Kristinsdóttir, tóku að sér
líúnn hvolp í síðustu viku.
Hvolpinn fengu þau hjá
hundakonunni Brynju Tomer, en
Boxer-tíkin hennar gaut fyrir rúmum
tveimur mánuðum fimm hvolpum.
Um slysagot var að ræða en faðirinn
er Golden og Border Collie. „Hvolp-
amir eru óskaplega fallegir og þegar
við fréttum af þeim kom strax til
greina að taka einn þeirra. Reyndar
langaði mig í hreinræktaðan Boxer
og hafði skoðað nokkra, en þeir
komu ekki til greina. Mér finnst
nefnilega skipta svo miklu máli
hvernig hugsað er um hvolpa fyrstu
vikurnar í lifi þeirra. Ég fór til að
Vonar bíður betra líf
Systumar Hulda og Telma Sig-
urðardætur með Nemo og Uglu
Heimiiisfólkið er alsælt með Uglu.
Önnur systranna var hrædd við
hunda áöuren Ugla kom en hefur
nú komist yfir þá hræðslu.
Þessi yndislega kisa var
skýrð Von þegar hún kom I
Kattholt en þangað kom
hún nær dauða en lífi frá
Stekk á Kjalarnesi. Eins og
menn muna var mikið
fjallað um kisur kattakon-
unnarsvokölluðu sem voru
yfirgefnar í bil við húsið,
matarlausar og allslausar.
Von var kettlingafull þegar
hún fannst en kettlingarnir dóu allir.
Hún hefur lengi barist við veikindi og
oft verið tvísýnt um hana.
En Kattholtsfók var ekki á
því að að gefast upp. Hún
hefurheldur betur bragg-
ast og var tekin úr sam-
bandi í gær. Nú er hún á
leið á gott heimili þar sem
hún verður innikisa. Við
skulum bara vona að hún
muni sofa á silkipúða og
borði rækjur og kavíar I
hvertmál. Hún á það vístskilið eftir
allar hrakningarnar.
Reiðhöll Gusts, Kópavogi.
Allt sem að viðkemur hundum...
Frábær fjölskylduskemmtun.
Opið 12.00-17.00
www.hvuttadagar.net
'érAgrian
Dýravernd
mynda að Dalsmynni og það fannst
mér ömurlegt. Að sjá þennan litla
ræfil koma út úr dimmu búri og
verða rangeygðan af birtunni sem
hann aldrei fær að njóta. Ég fór líka
og skoðaði Boxerhvolpa sem aldir
voru í fjáhúsum en það segir sig
sjálft að svona hvolpar verða aldrei
góðir hunda. Og það er ekki þeim
að kenna," segir
Sigurður sem
bætir við að
hvolpar Brynju
hafi verið ein-
staklega vel umhverfisþjálfaðir og
aldir upp af mikilli ást og alúð. Það
hafi gert útslagið og frekar hafi
hann viljað blendinga frá Brynju en
hreinræktaðn Boxer úr gotum eins
og hann lýsti. „Litla stýrið heitir
Ugla Tomer Snúðsdóttir. Hún er
dálítið þver og ákveðin en einkar
Allt í hund og kött Þau leika sér
mikið saman og eru góðir vinir en
eiga til að ögra hvort öðru eins og
hundum og köttum sæmir.
skemmtileg. Við hjónin
skiptumst á að vera í fríi til að vera
heima hjá henni fyrstu dagana og
látum hana aldrei vera eina heima.
Við æfum hana smátt og smátt og
höfum keypt fyrir hana búr í þeim
tilgangi. Hún er að byrja að venjast
því og fer inn í það annað slagið og
leggur sig.“ Á heimilinu er einnig
fimm mánaða kettlingur og þau
Ugla og hann eru þegar orðnir mik-
ir vinir. Sigurður segir þau þó ögra
hvort öðru talsvert. „Mér finnst
mjög mikilvægt ef maður tekur að
sér hvolp að það sér gert af ábyrgð.
Við hjónin gerum það og þetta er
mikil vinna en skilar sér margfalt til
baka,“ segir hann alsæll með litla
heimilismeðliminn.
Kid s 54L
fiskabúrasett
með: loki,ljósi,
hreinsara og
hitara.
k kr.13.851.-
'
iKi
Dýraríkið Grensásvegi s: 5686668
20
november
HVUTTADAGAR