Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2004, Blaðsíða 23
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 23 „Það er búið að senda boðskort á alla þá sem tilnefndir eru til verð- launa ...enég býst ekki við því að meirihluti þessa fólks muni láta sjásig." Lúxussýning Popptíví í kvöld ætlar sjónvarpsstöðin Popptíví að bjóða áhorfendum sínum í bíó á myndina Bad Santa. Að sjálf- sögðu er um að ræða lúxussýningu þar sem allt verður til alls en boðið er þó háð því að fólk sendi sms í síma 1909 með skilaboðun- um PTV LUXUX. Síðan er það náttúrlega ekki nema brot af þeim sem senda inn sem vinnur en hver er svo sem að spá í það? Myndin Bad Santa fjallar um jólasvein sem djammar og dettur í það eins og versti íslend- ingur og það er ofurtöffarinn Billy Bob Thornton sem fer með hlutverk sveinka að þessu sinni. Myndin þykir vera með þeim fyndnari sem sýndar verða þessi jólin. Hljómar oq Olafur Haukur Tvö afflaggskipum Zonet útgáfu elliföarbitilsins Óttars Felix hafa nú sent frá sér nýjarplötur. Þetta eru hljómsveitin Hljómar frá Keflavik og snillingur- inn Ólafur Haukur sem hefur sent frá sér plötuna Allt i góöu. Hljómar komu saman i fyrra eftir langt hlé og gerðu plötu og léku á tónleikum viö ágxtis- viðtökur eldri borgara og sami þjóðfélagshópur mun eflaust taka vel i nýju plötuna sem og verk Ólafs Hauks þótt hún sé sögö vera fyrir alla aldurshópa i fréttatilkynn- ingu. Ásamt Ólafi koma fram á plötu hans lista- menn á borö viö Eggert Þorleifsson, Heiða, Björn Jör- undur, KK, Halldór Gylfason, Regina Ósk og síðast en ekki sístJón Ólafsson sem jafnframt stjórnar upptökum. Sannarlega eitthvað fyr- j ir alla ald- urshópa. Pað er búið að senda boöskort á alla þá sem tilnefndir eru til verðlauna. Því verður svo fylgt eftir meö nokkrum símtölum til að ítreka þetta en ég býst .,< ekki við því að meirihluti þessa fólks muni láta sjá sig í kvöld, “ segir Sigur- jón Kjartansson, annar helmingur Tvíhöfða. I kvöld verður Gullkindin af- hentí fyrsta skipti en þar er það versta á sviði menningar og lista á árinu 2004 verðlaunað af sérstakri akademíu auk þess sem almenningi gafst kostur á að hafa áhrif á úrslitin.„Þó svo að þetta fólk muni ekki allt mæta á svæöið er ekki þar með sagt að þarna verði ekki -_vj» nóg af„celebs". Það er búið að fá góða menn til liðs við okkur \‘- 1 þannig að það verða eintóm „celeb" sem veita verðlaunin," segir Sigurjón en hátíðin mun fara fram í Leikhúskjallaranum í "feiH kvöld. Fjöldi fólks hefur verið tilnefnt til verðlaunanna og í kvöld mun svo koma í Ijós hver hreppir verðlunin í hverjum flokki fyrir sig. Að vísu hefur þegar verið gefiö upp að Egill Eðvarðsson muni hljóta sérstök heiðursverðlaun en annað verður óráðið þangað til i kvöld. Þegar Sigurjón er spuröur hvort Gullkindin sé verðlaunahátíð sem sé komin til að vera segir hann svo vera. „Engin spurning, þetta verður árlegur viðburöur héðan l frá. Fólk er HL gjarnt á að verðlauna þá sem eru að gera vel en þeir sem eru að gera Újh Éi§, slæma hluti mega ekki /flKfl Mk gleymast," segir Sigurjón. ÍWfr Tilnefningar til Gullkindarinnar 2004 Fótboltakonur í Express Annað tölublað af Iceland Express Inflight Magazine er nú komið út en blaðinu er dreift frítt í flugvélum flugfélagsins. Það er Snæfríð- ur Ingadóttir sem ritstýrir blaðinu og nú á öðru tímariti hef- ur blaðið þegar verið stækkað úr 68 síðum í 96 þar sem það fékk mjög góðar við- tökur flugfar- þega. Reyndar þurfti að marg- prenta blaðið þar sem farþeg- ar voru duglegir að taka blaðið með sér að flugi loknu. í nýjasta tölublaðinu má finna viðtöl við eiginkonur nokkurra atvinnuknattspyrnumanna auk ítar- legs efnis um „heimsborgirnar" þrjár; Reykjavík, Kaupmannahöfn og London. Versta sjónvarpsauglýsingin: Landsbankinn - 70 prósent launa þinna Sjóvá-Almennar - Ég veit alveg hvað ég ætla að gera við peningana Sumarmót Bylgjunnar Nissan - Ótrúlega auðvelt að kaupa Nissan Fiskbuðin Vör Svartasta vonin - Líklegastur til aö gera lélegt á næsta ári: Friðrik Þór Friðriksson Villi Naglbítur Hannes Hólmsteinn Gissurarson Björn Jörundur Friðbjörnsson Simmi og Jói Versti sjónvarpsþátturinn: Landsins snjallasti (Skjár einn) Auglýsingahlé með Simma og Jóa (Stöð 2) Island í bitið (Stöð 2) Laugardagskvöld með Gísla Marteini (RÚV) Brúðkaupsþátturinn Já (Skjár einn) Versti sjónvarpsmaðurinn: Simmi og Jói (Idol, Auglýsingahlé, Stöð 2) Þórey Vilhjálmsdóttir (Island i dag, Stöð 2) Heimir Karlsson (fsland í bítið, Stöð 2) Jónatan Garðarsson (Mósaík, RÚV) Eiríkur (Kvöldljós, Omega) Stjörnuhrap ársins: Kalli Bjarni Einar Ágúst Siv Friðleifsdóttir Versta bíómyndin: Kaldaljós Næsland Opinberun Hannesar Versta platan: Kalli Bjarni - Kalli Bjarni Ríkið - Seljum allt Paparnir - Leyndarmál frægðarinnar Brúðarbandið - Meira Quarashi - Gurella disco Versta bókin: Pikköpplínur með Kalla Lú 101 furðufrétt með Sveppa og Simma Herra Alheimur - Hallgrímur Helgason Versta lagiö: Ást - Ragnheiður Gröndal Sólstrandargæi - Papar og FM957 all stars Við lifum aðeins einu sinni - Kalli Bjarni Heiðurskindin: Egill Eðvarðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.