Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Side 25
síðari af hœð hans yfir jðrð, eða af fjarlægð hans frá jarðmiðju, sem kemur í sama
stað niður. Að ðbreyttu efnisraagni hlutarins vex heildarorkan með hæð brautar-
innar. Viðnám loftsins dregur úr beildarorkunni, og brautin lækkar. Við það vex
hraðinn, eins og tafiun sýnir, um leið vex hreyfiorkan, en staðorkan minnkar meira
en því nemur.
Nú stendur yfir svonefnt „jarðeðlisfræðiár“, er að vísu tekur yfir 3 misseri, frá
miðju sl. ári til loka þessa árs, og hafa með nokkrum hætti verið samtök milli flestra
þjóða, þ. á m. íslendinga, um margvíslegar rannsóknir. Gervitunglin hafa verið talin
vísindalegt tillag hlutaðeigandi þjóða til þessara rannsókna, og hafa þau í því skyni
verið búin ýmsum sjálfvirkum mælitækjum og sendistöðvum. Auk verkefnis þess,
er áður var getið, má nefna rannsóknir á geimgeislum, útfjólubláum geislum sólar
og á þéttleika loftsteina.
Markið hcfur þó vcrið sett hærra en þetta. Ekki er með öllu ólíklegt, að geim-
flaug hafi verið send til tunglsins áður en árið 1959 er á enda, og að menn héðan
af jörð eigi eftir að stíga þur niður fæti áður en langt um líður. Og jafnvel geimferðir
til annarra reikistjarna sólkerfis vors kunna að vera að færast af draumórastiginu.
LOFTIÐ HÁTT YFIR JÖRÐU
Hér eru skráðar f töflu nokkrar nýjustu upplýsingar um þéttleika lofts og hita-
fitig f mikilli hæð. Sem eining þéttleikans er notaður þéttleiki lofts við yfirborð jarðar
við 0° C og meðalþrýsting. (Til skýringar: 10** þýðir Vi*o»* 10_**=Vio#oo* °* 8* frv**
bvo að t. d. 1,9x10-»—1,9 xVifioooooo* með 7 núll f nefnaranum).
Tölur þær, er svara til hæðanna 250—400 km,
Hæð Þéttleiki Hiti eru fundnar út frá loftviðnámi því, sem Sputnik
km °C mætti.
20 7,2 x 10-> —60 Til að kanna Joftið í miklu meiri hæð er talin
40 4,2 x 10-8 —10 nothæf aðferð, sem byggist á því, að eldingar geta
60 2,7 x 10-4 —20 valdið riðstraumura, sem berast eftir kraftlínum
80 1,8x10-» —70 eegulsviðs jarðar milli fjarlægra staða, og nær þá
100 1,9x10-» —60 straumbrautin á kafla langt frá jörð. Með hliðsjón
150 5,1 X 10-10 + 600 af hraða þessara strauma er áætlaður þéttleiki raf-
200 1,1 xio-10 + 800 lilaðinna agna (elektróna) í mikilli hæð. Samkvæmt
250 9,3x10-“ því eru í rúmsentimetra hverjum nokkur þúsimd
300 4,6x10-“ elektróna í 6000—12000 km hæð, en nokkur hundr-
350 2,8 x 10-“ uð í 25000—30000 km hæð. Séu ekki til á þessum
400 1,8 x 10-“ stöðum aðrar agnir en elektrónur, verður þá þétt- leiki loftsins um 10_tl og 10-**. I*ó að þetta sýnist
lágar tölur, er þetta samt miklu meiri þéttleiki en menn höfðu búizt við.
(23)