Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 27
Segulmagn jarðar
og annarra himinhnatta.
Inngangsorð.
Sú þekking er œði-forn, aS til séu steinar þeirrar
náttúru, að þeir kjósi sér ákveðna stefnu, ef þeir
geta snúizt frjálst, eins og t. d. ef þeir eru látnir
fijóta á spýtu í kyrru vatni. Slikir steinar voru nefndir
segulsteinar eða leiðarsteinar, en nú eru þeir eink-
um þekktir i formi segulnálar. ÞaS er almenn þekk-
ing, að.segulnál heldur vissri stefnu á hverjum stað
á jörðinni og visar víðast hvar nokkurn veginn norð-
ur—suður. Ástæðan er einnig vel þekkt, en hún er
sú, að jörðin sem heild er segulmögnuð og togar í
nálina með vissri stefnu á liverjum stað.
Visindin liafa um aldaraðir kannað segulmagn jarð-
ar og þannig dregið upp æ nákvæmari mynd af því.
Könnunin hefur í fyrsta lagi verið í þvi fólgin, að gera
allsherjar kort yfir stefnu nálarinnar eða frávik
hennar frá réttu, landfræöilegu norðri, þ. e. kort yfir
misvisunina (deklination). Hefur þetta mikla hag-
nýta þýðingu vegna samgangna á sjó og nú einnig í
lofti. í öðru lagi var unnið að sams konar korti yfir
halla nálarinnar (inklination). Kompásnál er ekki
nema að hálfu leyti frjáls segull, henni er haldið í
láréttum fleti. Nál, sem er algerlega frjáls, hallast
einnig og það þvi meir sem nær dregur tveimur svo
til gagnstæðum stöðum á jörðinni, segulskautunum.
Nyrðra segulskautið er nyrzt í Ameríku á 76° n. br.
og 102° v. lengdar miðað við árið 1945 og þannig
örlítið fjær íslandi en landfræðilegi póilinn. Syðra
segulskautið er á suðurpólslandinu vestan við Ross-
(25)