Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Síða 28
hafið og er ckki nákvsemlega gagnstætt norðurskaut-
inu (68° s. br., 146° a. lengdar). í nánd við segul-
skautin verður nálin ónothæf sem áttaviti vegna hins
mikla halla.
Þá er að nefna kortlagningu á styrkleika segul-
magnsins, en styrkleikinn er sá kraftur, eða réttara
sagt kraftvægi, sem til þess þarf að halda frjálsri nál
þvert á eðlilega stefnu hennar.
Svona mælingar eru auðvitað ekkert áhlaupaverk og
þróunin á þessu sviði hefur i aldaraðir gengið mjög
hægt. Sú mynd, sem loks hefur fengizt, er og árangur
af miklu samstarfi fjölda þjóða. Hver hefur mælt sinn
skika en auk þess hafa verið gerðir út leiðangrar
hvað eftir annað. Ósegulmögnuð skip voru byggð
(þ. e. úr tré og kopar) til að mæla segulmagnið á
heimshöfunum og þá hafa heimskautaleiðangrar lagt
sinn skerf. Ferð Amundsens á Göja 1903—05, er hann
fann skipgenga norðvesturleið norðan Ameríku,
hafði einnig það markmið að staðsetja nyrðra segul-
skautið, og þannig mætti lengi telja.
En jafnframt þessu kortlagningastarfi, hafa viða
verið reistar sérstakar stöðvar, þar sem hin nákvæm-
ustu tæki voru notuð til að kanna og fylgjast með
breytingum, sem stöðugt eru að gerast i segulmagn-
inu á hverjum stað. Slík stöð hefur ekki verið starf-
rækt hér á landi þar til nú, að henni var komið á
laggirnar af prófessor Þorbirni Sigurgeirssyni, í sam-
bandi við hið alþjóðlega jarðeðlisfræðiár. Hefur
stöðin vcigamiklu hlutverki að gegna, þar sem hún
fyllir stóra eyðu, sem annars var i neti mælastöðv-
anna á Norður-Atlantshafi, og auk þess mun hún eina
stöðin, sem liggur í Norðurljósabeltinu, þar sem
segultruflanir. eru tíðar.
Þegar litið er yfir hina löngu sögu rannsóknanna
á segulmagni jarðar, en hún hófst fyrir 1600, fer vart
hjá því, að manni þykir hún daufleg. Á yfirborðinu
gerist ekki annað en það, að inn á segulkort, sem
(26)