Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 30
í. mynd.
bergtegunda. Þannig er jafnan nokkuð af járni í formi
seguljárns í basalti, eða blýgrýti og grágrýti, en úr
slíku bergi er ísland byggt aS langmestu leyti. Vafa-
laust er meginmagn jarSskorpunnar af seguljárni
einmitt bundiS i basalti. SeguljárniS hefur þann sér-
stæSa eiginleika aS vera segulmagnaS, en þaS lýsir
sér i því, aS tvö stykki úr þessu efni verka meS krafti
hvort á annaS, sem gætir þótt nokkurt bil sé á milli.
AnnaS járnsamband, brúnjárnsteinn (hematit), er
einnig segulmagnaS og svo er, þótt i minni mæli sé,
um fleiri járn- og nikkelsambönd. Og raunar eru miklu
fleiri málmsambönd segulmögnuS, en mjög miklu
veikara en járniS og einungis járnsamböndin hafa
þýSingu í sambandi viS segulmagn jarSar.
Einfaldasta formiS á segulmögnuSum hlut er stöng
og verSur hún hér kölluS einfaldur segull. Endarnir
heita norSur- og suSurpóll og er einfaldast aS þekkja
þá í sundur meS því aS athuga, hvor endinn leitar
norSur (norSurpóllinn) þegar segullinn er frjáls aS
snúast. Segulnál er einfaldur segull.
(28)