Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Qupperneq 32
lag getur þó verið til
glöggvunar
Ef hinn segulmagn-
aði hlutur er hafður
af annarri lögun,
breytist mynd kraft-
línanna nokkuð. Sé
hluturinn t. d. kúlu-
laga, verður hún eins
og sýnt er á 2.
mynd. Hér sést aft-
ur hvernig kraftlin-
urnar ganga milli
tveggja gagnstæðra
svæða á yfirborðinu.
Sú könnun á halla
segulnálar og misvísun á ýmsum stöðum á jörð-
unni, sem áður var nefnd, leiðir i ljós, hvernig
kraftlínurnar stefna í segulsviði jarðar, og liðin er
nú hálf fjórða öld síðan enski iæknirinn Gilbert
komst að þeirri niðurstöðu, þótt kortlagning sviðs-
ins næði þá skammt, að i höfuðdráttum væri segul-
svið jarðar (sjá 3. mynd) eins og svið við yfir-
borð segulmagnaðrar kúlu. Jörðin er sem sé einn stór
segull og það virtist, eftir niðurstöðum Gilberts,
mega skýra þetta með því að gera ráð fyrir, að segul-
járni væri jafndreift um jörðina. Siðar reyndist þessi
skýring þó alls ónóg, þótt hún á sinum tima væri
mikið framfaraspor, því að þá var álitið, að segulnál-
inni væri stjórnað af Pólstjörnunni.
Af 18. og 19. aldar mönnum, sem koma mikið við
sögu segulrannsókna, verður að nefna hinn mikla
þýzka stærðfræðing Gauss, en hann lagði stærðfræði-
legan grundvöll að strangvisindalegri rannsókn á
segulsviðinu og sýndi fram á, að orsaka sviðsins væri
að leita í jörðinni sjálfri, en ekki utan hennar. Og
loks verður að geta hins nýja viðhorfs, sem opnaðist
(30)