Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Side 33
1820, er danski eðlis-
fræ'ðingurinn Örsted
gerði þá grundvallar-
uppgötvun, að segulsvið
mætti framkalla með
rafstraumi og án segul-
magnaðra hluta. Nánar
tiltekið er segulsvið
kringum þráð, sem raf-
straumur fer eftir, og
eru kraftlínurnar liring-
ar kringum þráðinn. Ef horft er í endann á þræð-
inum í stefnu straumsins, er stefna kraftlinanna
sólarsinnis. Sé nú þráðurinn gerður hringlaga, sést
með nokkurri athugun, að kraftlinurnar ganga inn
gegnum hringinn öðrum megin og út hinum megin,
sjá 4. mynd. Og ef þráðurinn er gerður gormlaga,
sem svarar til margra hringja i röð, fæst segulsvið,
sem er ágæt eftirlíking af sviði einfalds seguls.
Af þessu má ljóst vera, að ef rafstraumur rynni
eftir jörðinni frá austri til vesturs, mundi hann
framkalla segulsvið, sem mjög gæti likzt segulsviði
jarðar, og það er þá til athugunar, hvort þarna sé
að leita skýringar á því. Jafnframt vaknar spurningin
hvort allt segulmagn sé ekki að uppruna til hægt að
rekja til rafstrauma. Ekki þyrfti annað en hugsa sér
einhvers konar hringstrauma rafmagns í frumögnum
efnanna til að skýra hinar smæstu seguleiningar.
Hér verður þetta ekki rakið frekar og látið nægja
að taka fram, að segulmögnuð efni eru án efa gerð
úr urmul smásegla, sem hver er skapaður af einu
mólekúli. Það er þegar ásar smáseglanna eru í stór-
um dráttum samsíða að hluturinn er segulmagnaður
i heild. Sé hins vegar alger ruglingur á stefnu smá-
seglanna, sýnir hluturinn sem heild enga segul-
mögnun. Slíkan rugling er hægt að framkalla i segul-
mögnuðum lilut með þvi að hita hann að vissu marki.
(31)