Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 36
á þeim tíma, er eldstæðið var síðast notað. Slíkar
mælingar hefur Frakkinn Thellier stundað um áratugi
og hefur þannig getað rakið hægfara breytingar sviðs-
ins um sunnanverða Evrópu um 2 áraþúsundir aftur i
tímann. Rannsókn á segulmagni í hraunum á sér
nokkuð langa sögu. Mælt var t. d. í Etnuhraunum
fyrir um aldarfjórðungi, en það er fyrst á allra síð-
ustu árum, að veruleg alvara komst i það starf. Hér
á landi reið Hollendingurinn Hospers á vaðið og reit
um doktorsritgerð sína. Síðan hafa þeir Þorbjörn
Sigurgeirsson og Ari Brynjólfsson mælt segulmagn
hrauna frá siðari áraþúsundum. Aldur sumra hinna
yngri er þekktur af sögulegum heimildum og sum
hinna eldri hafa verið aldursgreind eftir þeim jurta-
leifum, er þau hvila á (kolefnisaðferðin). Þessar
mælingar sýna, að segulásinn hefur aldrei á þessu
tímabili vikið langt frá snúningsás jarðar. Ef nógu
mörg aldursgreind hraun fást hér, er hugsanlegt að
niðurstöðurnar megi nota til að finna aldur annarra
hrauna.
Þá er næst að snúa sér að enn eldri hraunum. Grá-
grýtið, sem Reykjavík stendur á, er hraun, sem runnu
áður en síðari jökulskeið gengu yfir og má telja þau
nokkur hundruð þúsund ára gömul, og þannig má
rekja sig til eldri og eldri hraunlaga, þótt stundum
sé með verulegum gloppum, allt til elztu berglaga
sem við finnum hér á landi, en það er basaltið, belta-
fjöllin, á Vestur- og Austurlandi. Þau hraun runnu
snemma á tertiertíma, eða fyrir allt að 50 milljón ár-
um, eftir þvi sem forngróðurrannsóknir siðari ára
benda til.
Hospers mældi hér nokkuð af hraunum frá ísöld,
svo og eldri hraun, og undanfarin 5 ár höfum við
Þorbjörn Sigurgeirsson stundað slikar rannsóknir.
Það hefur komið í ljós, að segulmagnið hefur haldizt
vel í hraununum, og einkum í botnlögum þeirra,
gjalli og brenndum sandsteini.
(34)