Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 38
augljóst af jarðfræSikönnun, að langar eyður eru í
segulsögunni þar sem hin lengri hlé urðu á eldgos-
um. Meðallengd eins segulsviðs, milli tveggja umpól-
ana, verður þvi mun styttri en 2 milljónir ára og lik-
legt að hún fari ekki verulega fram úr Yi milljón ára.
Þótt saga segulsviðsins hér á tertiertimanum sé ekki
óslitin, er hún þó án samanburðar sú ýtarlegasta sem
til er og ekki er mér kunnugt um, að i nokkru öðru
landi spenni eldgosasaga þess tima yfir eins mörg
segulskeið og hér. Er því sérstök ástæða til að
segulsagan sé könnuð hér sem allra rækilegast.
Rannsókn okkar Þorbjörns hefur verið fólgin í
tvennu, annars vegar kortlagningu jarðlaganna og að-
greiningu í segulflokka, hins vegar sérmælingu á segul-
mögnun sýnishorna á tilraunastofu. Ef litið er á 2. eða
3. mynd, sést, að kraftlínurnar eru mjög brattar i
námunda við skautin. Hér á landi er halli þeirra milli
70° og 80° og í hverju hrauni liggur segulásinn þvi
hérumbil upp og niður. Sé um rétta pólun jarðsviðsins
að ræða, snýr suðurpóll hraunsins upp, annars niður.
í hvora áttina hann snýr er nú auðvelt að ganga úr
skug'ga um á hverjum stað með því að nota litinn
kompás. Þannig var þá hægt að aðgreina „rétt“ og
„öfug“ berglög, skipa þeim i flokka og ákvarða mótin
milli flokkanna. Með mikilli könnun er loks rakin út-
breiðsla hvers flokks og þannig gert kort yfir út-
breiðslu hinna ýmsu jarðlaga. Liggur nú fyrir svona
kort yfir jarðlögin frá Mosfellssveit um Borgarfjörð
til Steingrimsfjarðar, en á þeirri leið kemur maður
i eldri og eldri lög, og með þvi eru tengd i eina heild
yngri og eldri lög, fenginn þverskurður gegnum jarð-
myndanir landsins. Á Austurlandi hefur verið gerður
þverskurður frá Gerpi til Fljótsdals og Jökuldals en
hann er ófullgerður. Jafnframt hefur útbreiðsla yngri
segulflokkanna verið rakin um mikinn hluta landsins.
Fornar gróðurleifar, surtarbrandur, finnast víða
milli basaltlaganna og margir nýir fundarstaðir hafa
(36)