Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 41
III. Vesturfærsla aukasviðanna og frumorsök
segulsviðsins.
Þegar nákvæm kort af segulsviði jarðar eru athug-
uð, sést að sviðið víkur víða nokkuð frá hinu reglu-
lega sviði segulmagnaðrar kúlu. Það má kljúfa það
i höfuðsvið, kúlusviðið, og óreglulegt aukasvið. Ef
gerð eru kort yfir aukasviðið, verða þau áþekk veður-
kortum, þar sem skiptast á há- og lágþrýstisvæði.
Veðurkort skipta sífellt um svip, lægðirnar og hæð-
irnar færast til. En hið sama hefur nú komið í ljós
um hæðir og lægðir í aukasviðinu. Þegar kort eru borin
saman með áratuga millibili, sést að heildarmyndin
siglir hægt vestur eða sem svarar nokkrum lengdar-
gráðum á áratug. Eins og fyrr var sagt, er hins vegar
vitað, að upptök sviðsins eru inni i jörðinni og vestur-
flutningur aukasviðsins ber þvi með sér, að upprun-
ans er að leita í einhvers konar hringstraumi i fljót-
andi kjarna jarðar. Hér er þá komið að frumorsök
segulsviðsins í heild. Hún getur ekki legið í segul-
mögnuðum föstum efnum, til þess er hitinn of hár,
jafnvel á tiltölulega litlu dýpi í jörðinni, og auk þess
yrði færsla aukasviðsins ekki skýrð þannig. Hvernig
rafstraumar í fastri jörðinni ættu að viðhaldast gegn-
um jarðaldir væri og mjög dularfullt. Upprunans
verður að leita i samverkan hvirfla í rafleiðandi
vökva og rafstrauma, þannig að vökvastraumarnir
standi í sambandi við möndulsnúning jarðar og þar
sé uppruni orkunnar, en vökvastraumarnir valdi aftur
og viðhaldi rafstraumum sem gefa segulsvið.
Slík mynd hefði þótt æði kynleg og fjarstæðukennd
fyrir 12—15 árum, en á síðustu árum hefur hún
orðið eðlileg og skiljanleg og stoðir runnið undir
hana úr öðrum áttum. Það er nú orðið ljóst, að teng-
ing vökva- og rafstrauma í leiðandi efni felur i sér
merkilega möguleika og hefur hér risið upp sér-
stök grein eðlisfræði, sem á erlendum málum er
(39)