Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 47
í Hvammi í Landsveit. 29. sept. brann nótageymsla
sildarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, og varð þar
mikið tjón. 6. okt. brann hraðfrystistöð Keflavikur.
14. okt. brann bærinn á Læk i Holtum. 24. okt.
brenndu vandræðamenn úr Reykjavik bæinn og úti-
húsin á Svartagili í Þingvallasveit. 4. nóv. stór-
skemmdist íbúðarhúsið í Þjórsártúni í Holtum af eldi.
13. nóv. skemmdist fiskiðjuver í Hafnarfirði af eldi,
og sama dag stórskemmdist íbúðarhús þar i bænum
í eldsvoða. 23. nóv. brann húsið Elliði á Seltjarnar-
nesi. 9. des. skemmdist þakpappaverksiniðja i Silfur-
túni í Garðahreppi af eldi. 9. des. urðu miklar
skemmdir af eldi á íbúðarhúsi í Skerjafirði í Rvík.
A jólanóttina brann húsið nr. 28 við Þingholtsstræti
í Rvík (gamia lagaskóla- og hússtjórnarskólahúsið).
Á gamlársdag brann bærinn á Draghálsi i Svinadal í
Borgarfirði.
Búnaður. Grasspretta var góð víðast hvar á land-
inu. Heyfengur var yfirleitt góður, nema á Norð-
austurlandi. Um 150 bændur komu sér upp tækjum til
súgþurrkunar. Fluttar voru til landsins nýjar gerðir
véla til votheysgerðar.
Miltið kvað að ræktunarframkvæmdum. Unnið var
að tólf nýbýlahverfum. Unnið var að sandgræðslu i
stóruin stil á Hólssandi í N-Þing. og sömuleiðis á
Skógasandi og Sólheimasandi og á Stjórnarsandi á
Síðu. Að skógrækt var mikið unnið og gróðursettur
fjöldi trjáplantna. Kartöfluuppskera var áætluð um
100.000 tunnur. Á Varmá var ræktuð kartafla, sem var
1150 grömm að þyngd. Kornrækt gekk vel. Ber spruttu
víðast hvar illa.
Mæðiveiki kom i október upp i Laxárdal í Dala-
sýslu, og var öllu fé slátrað á þremur bæjum þar.
Um 13.000 liflöinb voru flutt á svæði þau í Dalasýslu
og Strandasýslu, sem voru fjárlaus árinu áður (Fells-
strönd, Klofningshrepp, Skarðsströnd og Saurbæ í
Dalas. og í Bæjarhrepp og á nokkra bæi i Óspaks-
(45)