Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Qupperneq 48
eyrarhreppi í Strandas.). Sauðfé fór fjölgandi i land-
inu. Við slátrun var kjötmagn um 8.300 tonn (árið
áður 7.800). — Um eitt hundrað hross voru seld til
Þýzkalands. Mjólkurframleiðsla jókst um 11,7%.
Mjólkurbú Flóamanna hóf framleiðslu margra nýrra
ostategunda.
Leyft var að skjóta 600 hreindýr.
Fryst dilkakjöt var flutt út fyrir 18,6 millj. kr.
(árið áður 18 millj. kr.), gærur fyrir 17,9 millj. kr.
(árið áður 30,2 millj. kr.), ull fyrir 13,7 millj. kr. (ár-
ið áður 18,4 millj. kr.), garnir fyrir 2,3 millj. kr. (árið
áður 2,8 millj. kr.), skinn og húðir fyrir 1,3 millj. kr.
(árið áður 1,2 millj. kr.), loðskinn fyrir 0,7 millj. kr.
(árið áður 0,6 millj. kr.).
Búnaðarþing var haldið i Rvík í febrúar og marz.
Aðalfundur stéttarsambands bænda var haldinn í
Hlégarði í Mosfellssveit í sept. 12 búfræðingar útskrif-
uðust frá Hólum, en 22 frá Hvanneyri og 10 úr fram-
haldsdeild þar. 7 útskrifuðust úr Garðyrkjuskóla rik-
isins á Reykjum í Ölfusi. Héraðsráðunautum var
fjölgað úr 18 í 24.
Embætti. Embættaveitingar: 17. jan. var Hannes
Jónsson skipaður sendiráðsritari við sendiráð íslands
i London. 1. apríl var Ólafur Halldórsson skipaður
héraðslæknir i Súðavikurhéraði. 5. apríl var Haraldur
Guðmundsson skipaður ambassador íslands i Noregi
(afhenti skilríki sín 29. mai). 5. april var Árni Siemsen
skipaður aðalræðismaður íslands í Hamborg og ná-
grenni. 14. maí var dr. Þorkell Jóhannesson kjörinn
rektor Háskóla íslands frá 15. sept. 1957 til 15. sept.
1960. 31. mai voru þessir menn kjörnir í Mennta-
málaráð: Helgi Sæmundsson (form.), Birgir Kjaran,
Haukur Snorrason, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur
Þ. Gislason. 31. maí voru þessir menn kjörnir i Þing-
vallanefnd: Emil Jónsson, Hermann Jónasson og
Sigurður Bjarnason. 31. mai voru þessir menn kjörnir
í húsnæðismálastjórn: Eggert Þorsteinsson, Hannes
(46)