Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 50
dr. Snorri Hallgrímsson skipaður formaður stjórnar
Vísindasjóðs, en Þorbjörn Sigurgeirsson varafor-
maður. í júlí var Stefán Aðalsteinsson ráðinn sér-
frœðingur í búfjárrækt við búnaðardeild Atvinnu-
deildar Háskóla íslands. 4. júlí var Tómas Jónsson
ráðinn borgarlögmaður í Rvík, Gunnlaugur Pétursson
borgarritari og Páll I.índal varaborgarritari og skrif-
stofustjóri borgarstjóra. 26. júlí var Þórhallur B.
Ólafsson skipaður héraðslæknir i Búðardalshéraði.
1 ágúst var Jónatan Hallvarðsson kjörinn forseti
Hæstaréttar frá 1. sept. 1957 til 1. sept. 1958. 9. ág.
var Stefán Jóh. Stefánsson skipaður ambassador Is-
lands í Danmörku (afhenti skilriki sin 10. okt.). 29.
ág. var dr. Halldór Halldórsson skipaður prófessor
í íslenzku nútímamáli og hagnýtri islenzkukennslu
við heimspekideild Háskóla ísl. 29. ág. var dr.
Matthías Jónasson skipaður prófessor í uppeldisfræð-
um við heimspekideild Háskóla ísl. 29. ág. var Þor-
björn Sigurgeirsson skipaður prófessor i eðlisfræði }
við verkfræðideild Háskóla ísl. 1. sept. voru þessir
menn skipaðir skólastjórar: Elínborg Gunnarsdóttir
við heimavistarskólann á Torfastöðum í Vopnafirði,
Gunnar Guðmundsson við Kársnesskóla í Kópavogi,
Ólafur H. Kristjánsson við héraðsskólann á Reykjum
í Hrútafirði, Pálmi Ólason við barnaskóla Þórshafnar
og Ragnar Georgsson við gagnfræðaskólann við Rétt-
arholtsveg i Rvík. 3. sept. voru þessir menn skipaðir
í dýraverndunarnefnd: Páll A. Pálsson (form.), Sig-
urður Hlíðar, Steingrímur Steinþórsson, Þorsteinn
Einarsson og Þór Guðjónsson. 17. sept. var Grímur
Jónsson skipaður héraðslæknir i Laugaráshéraði. 18.
sept. var Jón Iíjartansson skipaður forstjóri Áfengis-
verzlunar rikisins. 10. okt. var Emil Jónsson kjör-
inn forseti sameinaðs Alþingis. 11. okt. var dr. ívar
Daníelsson skipaður dósent í lyfjafræði við lækna-
deild Háskóla ísl. 6. nóv. var Jóhann Salberg Guð-
mundsson skipaður sýslumaður i Skagafjarðarsýslu
(48)