Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Qupperneq 56
Finnskar íþróttakonur héldu námskeið fyrir is-
lenzkar íþróttakonur um sumarið. Aldarafmælis
íþróttakennslu í íslenzkum skólum var minnzt í april
með hátiðahöldum og sýningum víða um land. Árs-
þing í. S. í. var háð á Akureyri í júli, og var Bene-
dikt G. Waage endurkjörinn forseti.
Skák var stunduð af miklum áhuga. í janúar lauk
skákmóti i Hastings, og var Friðrik Ólafsson þar í
þriðja sæti. í marz háðu þeir Friðrik Ólafsson og
Hermann Pilnik skákeinvígi í Rvík, og vann Friðrik
4% :3Yj. Skákmenn úr bílstjórafélaginu Hreyfli í Rvík
tóku þátt í skákmóti norrænna sporvagnastjóra í Hel-
sinki í mai og sigruðu alla andstæðinga sina. Heims-
meistaraskákmót stúdenta var háð i Rvík í júlí, og var
þátttaka mikil. íslenzkir skákmenn tóku þátt í skák-
móti Norðurlanda í Helsinki i ágúst. Skákmót var
haldið i Rvík í sept., og kepptu þar auk íslenzkra
skákmanna meistararnir Benkö, Pilnik og Stáhlberg.
Friðrik Ólafsson keppti á svæðakeppnismóti í Hol-
landi i okt.—nóv., og varð annar i röðinni. t desember
tók Friðrik þátt í skákmóti í Dallas i Texas. — ís-
lendingar tók þátt i Evrópumeistaramóti í bridge i
Vínarborg í ágúst.
Kristniboð. Hjónin Benedikt Jasonarson og Margrét
Hróbjartsdóttir tóku í ágúst til starfa í íslenzku
kristniboðsstöðinni i Konsó i Abessiníu. Ólafur Ólafs-
son kristniboði heimsótti kristniboðsstöðina um
haustið.
Mannalát Aðalbjörn Kristjánss. bóndi, Miðgerði,
Höfðahverfi, 28. nóv., f. 30. sept. ’85. Aðalheiður
Gíslad., Rvík, 10. jan., f. 14. júni ’85. Aðalsteinn Að-
alsteinss. fyrrv. skipstj., Þingeyri, 1. febr., f. 18.
júni ’78. Aðalsteinn Dýrmundsson. bóndi, Stóru-Borg,
V-Hún., 26. inarz, f. 7. okt. ’86. Aðalsteinn Teitss. (frá
Víðidalstungu) skólastj., Sandgerði, 14. jan., f. 20. febr.
’09. Agatha Guðmundsd. húsfr., Rvik, 25. nóv., f. 24.
febr. ’73. Agnar Kofoed-Hansen fyrrv. skógræktarstj.,
(54)