Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Síða 84
Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbókinni
upplýsingar um mannalát og tilgreina fullt nafn,
heimilisfang, stétt, fæðingar- og dánarár og -dag. Ut-
anáskriftin er Árbók íslands, Öldugötu 25, Rvík.
Náttúra landsins. Aðfaranótt 14. jan. olli fárviðri
tjóni i Önundarfirði, einkum á Vífilsmýrum, en þar
fuku útihús. Víðar á landinu varð tjón af ofviðri um
sama leyti. Aðfaranótt 17. jan. olli stórviðri tjóni á
Vestfjörðum og víðar.
18. jan. varð stórtjón af stormi og sjógangi á Flat-
eyri og Suðureyri. Þá olli og sjávargangur tjóni á
Álftanesi og í Barðastrandarsýslu, á Snæfellsnesi, og
víðar urðu spjöll á vegum og öðrum mannvirkjum.
Aðfaranótt 19. des. var mikill veðurofsi og fannkoma
á Norðurlandi. Flæddi þá sjór inn i mörg hús á Akur-
eyri, aðallega á Oddeyri. Á Svalbarðseyri urðu einnig
skemindir í veðrinu. Á aðfangadag jóla olli ofviðri
aftur tjóni við Eyjafjörð, einkum í Krossanesi.
24. marz fundust jarðskálftakippir á Suðvesturlandi.
9. des. fannst snarpur jarðskjálftakippur á Ólafsfirði
og Dalvik.
Hlaup kom í Súlu í september.
Rúmlega 100 marsvín voru rekin á land i Ytri-
Njarðvik 15. júlí. Lifandi leðurblaka fannst í Selvogi
og önnur í Vestmannaeyjum. 7. apríl veiddist 49 punda
lax við Grímsey.
Mikið var unnið að ýmiss konar náttúrurannsóknum.
íslenzkir visindamenn tóku á ýmsan hátt þátt i jarð-
eðlisfræðirannsóknum, en alþjóðlegt jarðeðlisfræðiár
hófst 1. júlí. Margir erlendir visindamenn störfuðu
við náttúrurannsóknir á íslandi. Nýr stórvirkur jarð-
bor var keyptur til landsins. Gefið var út jarðfræði-
kort af nágrenni Reykjavikur, og hafði Tómas
Tryggvason jarðfræðingur aðallega unnið að þvi.
Jurtasteingervingar frá einu af hlýviðrisskeiðum ís-
aldar fundust i Svínafellsfjalli í Öræfum. Út kom
mikið rit eftir Ólaf Jónsson uin snjóflóð og skriðuföll
(82)