Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Síða 88
íslendinga til útlanda, og voru farnar allmargar hóp-
ferðir. Um 200 íslendingar sóttu æskulýðsmót i
Moskvu í júlí og ágúst. A annað hundrað íslenzkir
skátar sóttu skátamót í Bretlandi í ágúst. 50 íslend-
ingar fóru á trúmálamót í Bandarikjunum i ágúst.
íslenzkir stúdentar gerðust aðilar að ferðaþjónustu
stúdenta á Norðurlöndum. — Allmargir erlendir
ferðamenn komu til íslands. 18 Vestur-íslendingar
komu í hópferð heim um sumarið. 50 brezk sjóliðs-
foringjaefni dvöldust í fimm vikur við Langjökul og
iðkuðu fjallgöngur. — Flugfélag íslands keypti tvær
nýjar farþegaflugvélar af Vickers-Viscountgerð, og
komu þær til landsins 2. maí. Hlutu þær nöfnin Gull-
faxi og Hrímfaxi. Flugvélar Flugfélags íslands fóru
margar ferðir til Grænlands um sumarið. Björn Páls-
son flaug í maí í sjúkraflugvél sinni til Grænlands
og sótti veika konu. Alls flutti Björn 155 sjúklinga í
flugvél sinni á árinu. Ráðstefna flugmálastjóra lívrópu
var haldin í Rvík um mánaðamótin júli—ágúst. —
Askja, nýtt flutningaskip Eimskipafélags Reykjavikur,
kom til landsins i ágúst. Varðskipið Albert, sem jafn-
framt er björgunarskip Norðurlands, var afhent land-
helgisgæzlunni 17. ág. Brúarfoss var seldur til Líberíu.
Stöðumælar fyrir bíla voru teknir í nofkun i Rvík.
Slysfarir og slysavarnir. Alls fórst 41 íslendingur
af slysförum á árinu (árið áður 46). Af þeim drukkn-
uðu 15, en 9 fórust í umferðarslysum. 66 mönnum
var bjargað úr sjávarháska hér við land. Með nýjum
lögum um skipaeftirlit voru öll islenzk þilfarsskip
skylduð til að hafa gúmmíbjörgunarbáta. 3. jan. fórst
togarinn Goðanes frá Neskaupstað við Færeyjar. Var
23 af áhöfninni bjargað, en skipstjórinn fórst. Aðfara-
nótt 24. febr. strandaði norskur togari á Meðallands-
fjöru. Áhöfninni, 25 mönnum, var bjargað. 30. marz
strandaði belgiskur togari á Meðallandsfjöru, og varð
þar einnig mannbjörg. Aðfaranótt 28. sept. strandaði
dýpkunarskipið Bergfoss við Grímsey, en áhöfn-
(86)