Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Síða 89
inni, fjórum mönnum, var bjargað. Þar gengu feðg-
arnir ÓIi Bjarnason og Óli Ólason vel frain i því
að bjarga skipbrotsmönnunum. Komu þeir þeim upp
einstigi í bröttu bjargi um nótt. 19. nóv. fórst vél-
skipið Sæfinnur i Hornafjarðarósi, en mannbjörg varð.
Ýmis frækileg björgunarafrek voru unnin. 14. febr.
bjargaði Jóhannes Jónsson, vélstjóri frá Rvík, manni
frá drukknun í höfninni í Brimum í Þýzkalandi. Fékk
hann þýzk heiðurslaun fyrir þetta afrek. 29. marz
bjargaði Magnús Jónsson tveimur drengjum frá
drukknun í Reykjavíkurtjörn.
Stjórnarfar. Forseti íslands og frú hans heimsóttu
í júlí Snæfellsnessýslu, Dalasýslu og Austur-Barða-
strandarsýslu. — Stjórn Hermanns Jónassonar sat
að völdum allt árið. Meðal laga, sem samþykkt voru
á Alþingi, var ný bankalöggjöf, lög um húsnæðis-
málastofnun, um byggingarsjóð ríkisins, um stóreigna-
skatt, uin jöfn laun karia og kvenna fyrir sömu störf,
um skipaeftirlit, um Vísindasjóð og Menningarsjóð,
um Háskóla íslands, um skemmtanaskatt og þjóðleik-
hús.
Tónlistarhátíð. íslenzk tónlistarhátið var valdin i
Rvík i apríl.
Útvegur. Enn bagaði skortur á innlendu vinnuafli
útgerðina, og fjöldi færeyskra sjómanna var ráðinn
á togara og vélbáta. Afli á vetrarvertíðinni var frem-
ur rýr, og afli togara um hastið var einnig frem-
ur lélegur. Togararnir stunduðu mjög þorsk- og karfa-
veiðar við Grænland.
Heildarafli var 43C.300 tonn (árið áður 443.700).
Freðfiskur var 179.900 tonn (árið áður 164.400), salt-
fiskur 77.700 tonn (árið áður 100.800), harðfiskur
34.500 tonn (árið áður 47.600), ísfiskur 17.300 tonn
(árið áður 18.300), niðursoðinn fiskur 133 tonn (árið
áður 163).
Síldarafli var alls 117.500 tonn (árið áður 100.500).
234 skip tóku þátt í sumarsíldveiðum (árið áður 187).
(87)