Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 94
umbætur gerðar á suudlauginni. Hafin var bygging
félagsheimilis á Barðaströnd.
Unnið var að byggingu verzlunarhúss i Saurbæ í
Dalasýslu. í Stykkishólmi var hafin bygging heima-
vistarhúss barna- og miðskólans og bókhlöðuhúss yfir
héraðsbókasafnið. Allmörg íbúðarhús voru byggð i
Grafarnesi i Grundarfirði, og unnið var að byggingu
verbúðahúss þar. í Borgarnesi var unnið að smíð
tveggja frystihúsa, sláturhúss og verzlunarliúss. Póst-
og símahúsinu í Borgarnesi var að mestu lokið, svo
og kirkjusmíðinni þar. Unnið var að byggingu verka-
mannabústaða í Borgarnesi. Margvíslggar fram-
kvæmdir voru á Akranesi. Unnið var af kappi að
sementsverksmiðjunni. Hafin var bygging gagnfræða-
skólahúss á Akranesi. Hraðfrystihús Heimaskaga
h.f. á Akranesi var endurbyggt. Hafin var bygging
póst- og símahúss á Akranesi. Hin nýja Hallgrims-
kirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var vígð með
viðhöfn 28. júlí. Gamla kirkjan i Saurbæ var flutt i
heilu lagi að Vindáshlið í Kjós og varð þar kirkja
K. F. U. K.
Flugveliir til sjúkraflugs voru gerðir víða um land.
Víða var unnið að liafnargerð, t. d. i stórum stil á
Akranesi. Talsvert var um framkvæmdir í simamáliun.
Lokið var stækkun sjálfvirku simstöðvarinnar í
Bvík, og var símanúmerum þar breytt um sumarið.
Símar voru lagðir á allmarga sveitabæi, t. d. alla
bæi i Grímsey. — Mikið var unnið að vegagerð viða
um land. Unnið var að I>rengslavegi milli Hellisheiðar-
vegar og Ölfuss, veginum frá Arnarfirði til Barða-
strandar og Siglufjarðarvegi fyrir Stráka. Vegalagn-
ingu fyrir Tjörnes var að mestu lokið. Viða var unnið
að brúasmíð. Umferð hófst um brúna á Hvítá hjá Iðu,
en framkvæmdum við hana var þó ekki lokið. Umferð
hófst einnig um brúna á Jökulsá i Axarfirði hjá Ás-
byrgi. Ný brú var gerð á Norðurá i Mýrasýslu hjá
Glitsstöðum, og Norðurá í Skagafirði var brúuð hjá
(92)