Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 97
ríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Sovétsambandinu,
Póllandi, Tékkóslóvakíu, Austur- og Vestur-Þýzkalandi
o. fl. löndum), trjávörur (aðallega frá Finnlandi,
Sovétsambandinu og Noregi), bílar (einkum frá Banda-
ríkjunum, Sovétsambandinu og Vestur-Þýzkalandi),
kornvörur (mest frá Bandarikjunum), pappírsvörur
(mest frá Finnlandi), sykurvörur (mest frá Kúbu
og Brasiliu), ávextir (einkum frá Bandaríkjunum),
kaffi (aöallega frá Brasilíu), gúmmívörur (einkum frá
Italíu og Tékkóslóvakíu), skófatnaður (einkum frá
Tékkóslóvakíu og Spáni) og vísindaáhöld og mæli-
tæki (einkum frá Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi og
Bandarikjunum).
Af útflutningsvörum var freðfiskur mikilvægastur.
Hann var mest seldur til Sovétsambandsins, en einnig
til Bandaríkjanna, Tékkóslóvakíu, Austur-Þýzkalands
o. fl. landa. Aðrar mikilvægar útflutningsvörur voru
óverkaður saltfiskur (mest til Portúgals, en einnig til
ítalíu, Grikklands, Danmerkur, Bretlands o. fl. landa),
saltsíld (aðailega til Sovétsambandsins, Finnlands og
Svíþjóðar), harðfiskur (langmest til Nigeríu, en einnig
dálítið til Bretlands, Italiu o. fl. landa), fiskmjöl
(til Vestur-Þýzkalands, Bretlands, Sviþjóðar o. fl. 1.),
þurrkaður saltfiskur (aðallega til Spánar, Brasiliu og
Iíúbu), þorskalýsi (til Vestur-Þýzkalands, Noregs,
Finnlands, Póllands, Bandarikjanna o. fl. 1.), isfiskur
til Bretlands og Vestur- og Austur-Þýzkalands), sildar-
lýsi (til Bretlands, Vestur-Þýzkalands, Noregs o. fl. 1.),
síldarmjöl (einkum til Hollands, Bretlands og Vestur-
Þýzkalands), fryst kindakjöt (aðallega til Bretlands,
Sviþjóðar og Vestur-Þýzkalands), gærur aðall. til Vest-
ur-Þýzkalands, Finnlands og Svíþjóðar), freðsíld (til
Tékkóslóvakíu, Póilands og Austur-Þýzkalands), ull
(til Bandaríkjanna), karfamjöl (til Vestur-Þýzkalands,
Tékkóslóvakíu o. fl. 1.), hvallýsi (til Svíþjóðar, Vestur-
Þýzkalands og Hollands), söltuð þunnildi (til Italíu),
karfalýsi (mest til Vestur-Þýzkalands), fryst hval-
(95)