Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Qupperneq 98
kjöt (til Bretlands), söltu'ð matarhrogn (aðall. til
Svíþjóðar), fryst hrogn (til Bretlands), skip (til
Líberíu), niðursoðinn fiskur (einkum til Tékkó-
slóvakiu og Finnlands), söltuð beituhrogn (til Frakk-
lands), rækjur og humar (aðall. til Bandaríkjanna
og Austur-Þýzkalands), köfnunarefnisáburður (til
Spánar), garnir (aðall. til Finniands og Vestur-Þýzka-
lands), gamlir málmar (einkum til Belgíu), skinn og
húðir (einkum til Vestur-Þýzkalands), söltuð fiskroð
(til Bandaríkjanna og Kanada) og loðskinn (mest til
Vestur-Þýzkalands).
Með nýrri bankalöggjöf var Landsbankanum skipt
í viðskiptabanka og seðlabanka og Útvegsbankinn
gerður að rikisbanka. — Haldnar voru vörusýningar,
m. a. var tékknesk, austurþýzk og rúmensk vöru-
sýning haldin í Rvik í júli. — Visitala framfærslu-
kostnaðar var 186 í ársbyrjun, en 191 í árslok.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun eru
bráðabirgðatölur, er kunna að breytast litið eitt, þegar
endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.]
Vinnumarkaður. Minna kvað að vinnu á vegum varn-
arliðsins en undanfarin ár, en hún jókst þó nokkuð sið-
ustu mánuði árins. Um 1400 Færeyingar unnu á ís-
lenzkum fiskiskipum og fiskvinnslustöðvum. Allmargt
Þjóðverja vann einnig hér á landi, einkum kvenfólk.
Talsvert var um verkföll á árinu. Verkfall flug-
manna hófst 5. febr. og stóð til 12. febr. Verkfall há-
seta á kaupskipaflotanum hófst 19. febr. og stóð til
17. marz. Prentaraverkfall hófst 1. júní, en þvi lauk
sama dag. Verkfall bakarasveina hófst 1. júni og
stóð til 9. sept. 16. júní hófst verkfall yfirmanna á
kaupskipaflotanum, og lauk þvi 1. ágúst. í ágúst kom
til vinnustöðvunar við flutninga til virkjunarinnar
við Efra-Sog, aðallega vegna deilu milli vörubílstjóra-
fél. Þróttar í Rvík og vörubilstjórafél. Mjölnis í Árnes-
sýslu. Lauk þeirri deilu ekki fyrr en í september.
(96)