Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 110
1956 1957
Lausaskuldir ............. — — 91 476 89 466
Geymt fé ................. — — 63 220 77 605
Samtals þús. kr. 446 510 477 033
Aths. Sumar tölurnar eru ekki lokatölur og geta
því breytzt eitthvað enn.
Menntamálaráð Islands 30 ára.
Menntamálaráð íslands var stofnað með lögum 12.
april 1928 og Menningarsjóður 7. maí sama ár. Bæði
þessi nýmæli voru borin fram á alþingi af Jónasi
Jónssyni, þáverandi menntamálaráðherra.
Samkvæmt lögunum um Menntamálaráð skyldi að-
alverkefni þess vera stjórn Menningarsjóðs, úthlutun
listamannalauna, kaup á listaverkum i Listasafn rík-
isins og úthlutun námsstyrkja til íslenzkra náms-
manna erlendis. — Menntamálaráð skipuðu 5 menn,
kosnir hlutbundnum kosningum á Alþingi.
Hlutverk Menningarsjóðs skyldi vera þetta:
1. Að stvðja að almennri menningu i landinu.
2. Að styðja að rannsóknum á náttúru íslands.
3. Að styðja að þróun þjóðlegrar listar.
Til Menningarsjóðs skyldu falla allar tekjur af ólög-
legum innflutningi áfengis og sektir fyrir brot á
áfengislöggjöfinni. Heildartekjum sjóðsins var, sam-
kvæmt lögunum, skipt i þrjá jafna hluta: Þriðjungi
skyldi varið til að gefa út alþýðlegar fræðibækur og
úrvalsskáldrit, öðrum hluta til að kosta vísindalegar
rannsóknir á náttúru landsins og hinum þriðja til að
kaupa listaverk handa ríkinu.
Við þessa löggjöf hafa Menntamálaráð og Menn-
ingarsjóður búið í nær óbreyttri mynd þar til á árinu
1957, er hvortveggja lögin voru endurskoðuð að
(108)