Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 112
Þessir menn eiga nú sæti í Menntamálaráði:
Helgi Sæmundsson, ritstjóri, formaður; Kristján
Benediktsson, kennari, varaformaður; Birgir Kjaran,
forstjóri, ritari; Magnús Kjartansson, ritstjóri og
Vilhjálmur Þ. Gislason, útvarpsstjóri.
Framkvæmdastjóri Menningarsjóðs og Mennta-
málaráðs er Gils Guðmundsson, rithöfundur.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins.
Bókaútgáfa hefur verið eitthvert viðamesta starf
Menntamáraráðs og Menningarsjóðs. Fyrstu árin gaf
bókadeild sjóðsins einungis út bækur, sem seldar voru
í lausasölu. Voru á árunum 1929—1939 gefin út rúm-
lega 20 rit, fræðibækur og skáldrit. En árið 1940
varð gagngerð breyting á útgáfunni. Þá hóf Mennta-
málaráð samstarf við Þjóðvinafélagið, og hefur síðan
verið rekin umfangsmikil bókaútgáfa undir nafninu:
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Hafa menn getað gerzt félagar í bókaútgáfunni fyrir
mjög lágt félagsgjald, og fengið fyrir árgjaldið 5—6
bækur.
Jafnframt njóta félagsmenn þeirra mikilvægu
hlunninda, að þeir fá um 20% afslátt af verði allra
aukabóka forlagsins. Eru þessi hlunninda mjög mikil-
væg nú, þegar forlagið gefur út margar og veiga-
miklar bækur til sölu á frjálsum markaði.
1 ár fá félagsmenn 6 bækur fyrir árgjald sitt, sam-
tals um 1300 bls. Árgjaldið er nú kr. 150.00 fyrir bæk-
urnar óbundnar, en kr. 250.00 i bandi. Er það lægra
bókaverð en nokkur önnur bókaútgáfa býður við-
skiptamönnum sínum. Á almennum bókamarkaði yrði
verð bóka þessara allt að því þrefalt hærra. Hið lága
(110)