Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Qupperneq 64
MYRKVAR 1988
Sólmyrkvar
1. Almyrkvi á sólu 17.-18. mars. Sést í Indónesíu og á Filippseyjum.
2. Hringmyrkvi á sólu 11. september. Sést á Indlandshafi.
Tunglmyrkvar
1. Deildarmyrkvi á tungli 3. mars. Sést ekki hér á landi.
2. Deildarmyrkvi á tungli 27. ágúst. Sést ekki hér á landi.
Stjörnumyrkvar
Stjörnumyrkvi verður þegar tungl gengur fyrir stjörnu frá jörðu séð.
Hverfur þá stjarnan bak við austurrönd tungls, en kemur aftur í ljós
við vesturröndina. Ef stjarnan er ekki sérlega björt, sést fyrirbærið
aðeins í sjónauka.
í töflunni hér að neðan eru upplýsingar um alla helstu stjörnu-
myrkva sem sjást munu hér á landi á þessu ári. Tímarnir, sem gefnir
eru upp á tíunda hluta úr mínútu, eru reiknaðir fyrir Reykjavík.
Annars staðar á landinu getur munað nokkrum mínútum. Nöfn stjarn-
anna eru ýmist dregin af latneskum heitum stjörnumerkja eða númeri í
stjörnuskrá. Þannig merkir x Taur stjörnuna Kf (grískur bókstafur) í
stjörnumerkinu Taurus (Nautið), en ZC vísar til stjörnuskrárinnar
Zodiacal Catalogue. Með birtu er átt við birtustig stjörnunnar. í
aftasta dálki er sýnt hvort stjarnan er að hverfa (H) eða birtast (B) og
hvar á tunglröndinni það gerist. Tölumar merkja gráður sem reiknast
frá norðurpunkti tunglskífunnar (næst pólstjörnunni) til austurs. 0° er
nyrst á skífunni, 90° austast, 180° syðst og 270° vestast.
Á þessu ári verða óvenju margir stjörnumyrkvar. Ástæðan er sú, að
tunglið skyggir margsinnis á Sjöstirnið frá fslandi séð. Þetta gerist 27.
janúar, 24. febrúar, 18. aprfl, 6. ágúst, 27. október og 20. desember.
Dags. Kl. Stjarna Birta Staða Dags. Kl. Stjarna Birta Staða
1.1. 06 08,1 X Taur 5,5 H 85 27.1. 19 25,9 ZC553 6,8 H 32
2.1. 19 58,5 136 Taur 4,5 H 130 27.1. 19 56,0 ZC 557 6,6 H 39
6.1. 02 44,3 Y Canc 4,7 B 287 27.1. 20 05,1 28 Taur 5,2 H 97
7.1. 06 50,9 8 Leon 5,9 B 291 27.1. 20 08,6 27 Taur 3,8 H 118
22.1. 17 56,9 ZC 3461 6,4 H 79 27.1. 20 20,5 T1 Taur 3,0 B 247
22.1. 19 10,1 ZC 3465 6,5 H 60 27.1. 20 21,0 ZC562 6,6 H 47
25.1. 18 36,8 ZC297 6,8 H 76 29.1. 04 19,1 ZC746 6,8 H 34
26.1. 21 25,0 47 Arie 5,8 H 62 29.1. 18 18,5 ZC840 6,5 H 123
27.1. 18 09,4 17 Taur 3,8 H 17 30.1. 02 03,6 ZC885 5,6 H 85
27.1. 18 30,7 23 Taur 4,2 H 85 30.1. 06 39,0 ZC909 6,1 H 132
27.1. 19 06,5 24 Taur 6,3 H 68 6.2. 00 43,4 83 Leon 6,2 B 251
27.1. 19 09,9 t) Taur 3,0 H 73 6.2. 01 33,6 t Leon 5,2 B 261
(62)