Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Page 98
Breytingar í almanakinu (frh.)
Mælikvarða á birtu reikistjarna hefur líka verið breytt af svipuðum
ástaeðum. í alþjóðlegum almanökum var til skamms tíma fylgt þeirri
hefð að meta birtu reikistjarna með hliðsjón af athugunum sem gerðar
voru á síðustu öld, og var þá farið eftir gömlu stigakerfi. Síðan 1984
hefur verið tekin upp nútímalegri aðferð og birtan metin eftir röfunar-
ljósmælingum í V-bylgjusviðinu. Þessi breyting var innleidd í íslands-
almanakið árið 1986 og hefur það í för með sér að reikistjörnurnar
teljast nú allar bjartari en áður. Munurinn nemur um 0,1 birtustigi
fyrir Merkúríus, 0,4 stigum fyrir Venus, 0,2 fyrir Mars, 0,5 stigum fyrir
Júpíter og 0,2 stigum fyrir Satúrnus. Til dæmis um áhrifin af breyt-
ingunni má nefna það að Venus taldist áður geta náð birtustiginu —4,4
þegar hún var björtust, en nú telst hún geta náð stiginu -4,7.
UM HEIMILDIR OG ÚTREIKNING ALMANAKSINS
Upplýsingar almanaksins um gang himintungla á þessu ári byggjast
fyrst og fremst á gögnum frá bandarísku almanaksskrifstofunni
(Nautical Almanac Office, U.S. Naval Observatory), en einnig hefur
verið stuðst við gögn frá frönsku hnattfræðistofnuninni (Bureau des
Longitudes), bresku almanaksskrifstofunni (H.M. Nautical Almanac
Office, Royal Greenwich Observatory) og stærðfræðingnum Jean
Meeus í Belgíu. Útreikningar voru að mestu leyti unnir með tölvum
Reiknistofnunar og Raunvísindastofnunar Háskólans. Flóðtöflurnar
voru reiknaðar í haffræðistofnuninni (Institute of Oceanographic
Sciences) í Birkenhead fyrir milligöngu Sjómælinga íslands. Veður-
stofan lét vinsamlega í té gögn til grundvallar fróðleiknum á bls. 80-
81. Segulkortið á bls. 75 var teiknað á Raunvísindastofnun eftir
mælingum í segulmælingastöð stofnunarinnar og víðar. Yfirlitið um
ríki heimsins á bls. 88-91 var samið með hliðsjón af skýrslum sem
Hagstofa Islands lét í té og fengnar voru frá Sameinuðu þjóðunum.
Um íslenskun landfræðinafna var haft samráð við Baldur Jónsson
prófessor, formann íslenskrar málnefndar, en að hluta til var stuðst við
orðalykil að Iandfræðiheitum sem Árni Böðvarsson cand. mag. lánaði
í handriti. Þarna er þó margt álitamál og erfitt að koma við föstum
reglum. Tímakortið á bls. 92 var teiknað eftir upplýsingum úr mörgum
áttum. Svanberg K. Jakobsson aðstoðaði við teikningar og lestur
prófarka.
HÁTÍÐISDAGAR Á NÆSTU ÁRUM
Ár Páskar Sumard.fyrsti Uppstign. Hvítasunna Fríd. versl.
1989 26. mars 20. apríl 4. maí 14. maí 7. ágúst
1990 15. apríl 19. aprfl 24. maí 3. júní 6. ágúst
Eftirprentun úr almanaki þessu án skriflegrar heimildar
er stranglega bönnuð
(96)