Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Síða 101
ÁRFERÐI
Árið 1986 var talið gott ár. Hitafar var að vísu undir meðaltali,
en veturinn var snjóléttur og sumarið sólríkt, einkum í júní á
Norður- og Austurlandi og í júlí á Suður- og Vesturlandi. Haustið
var hins vegar kalt, og vetur lagðist nokkuð snemma að, einkum á
Norðurlandi. Mestur hiti, sem mældist á árinu, var á Vopnafirði 28.
júní, en þá mældust þar 25,9 stig. Mestur kuldi varð á Staðarhóli í
Aðaldal 2. desember, -24,1 stig
I Reykjavík var meðalhiti ársins 4,1 stig, sem er0,9 stigum undir
nieðaltali áranna 1931-1960. Sólskinsstundir í Reykjavík voru
1387,0, sem er um 140 stundum meira en í meðalári. Urkoma í
Reykjavík varð 814 mm, sem er 101 % af meðalúrkomu. Mestur hiti
í Reykjavík á árinu mældist 26. júlí, 18,2 stig, en kaldast varð 2.
desember, en þá mældist 11,1 stigs frost í bænum.
Á Akureyri var meðalhiti ársins 3,2 stig, sem er 0,7 stigum undir
meðaltali áranna 1931-1960. Sólskinsstundir á Akureyri voru
1132,3, sem er um 170 stundum meira en í meðalári. Úrkoma á
Akureyri var 496 mm, sem er 105% af meðalúrkomu. Mestur hiti
á Akureyri á árinu mældist 27. júní, 24,0 stig, en kaldast varð 2.
desember, en þá mældist þar 18,5 stiga frost.
I janúarv ar úrkomusamt um allt land og lengstum frostlaust fyrri
hluta mánaðarins sunnanlands. Síðari hluta mánaðarins var
kaldara, en ekki mikið frost. - Febrúarwai mjög snjóléttur um allt
land og á Akureyri var nálega engin úrkoma eða 1 mm allan
mánuðinn. - í marz gerðist úrkomusamara og aðfaranótt hins 18.
setti niður í Reykjavík mesta snjó vetrarins. Varð snjódýptin 30 cm,
sem er þriðja mesta snjódýpt í Reykjavík í marz, síðan mælingar
hófust. Þrátt fyrir þennan marzsnjó taldist veturinn í Reykjavík
hinn snjóléttasti síðan 1978. - í apríl var hiti og úrkoma nálægt
meðaltali um allt land, en í maí kólnaði með norðaustan átt. Var
meðalhitinn í maí á Akureyri meira en tveimur stigum undir
meðaltali. - Júní var mjög drungalegur sunnanlands, en fyrir
norðan var sólríkt og mjög hlýtt síðari hluta mánaðarins. V arð þessi
júní hinn hlýjasti á Akureyri síðan 1960. - í júlítók sólin síðan að
skína á Reykvíkinga og varð mánuðurinn hinn sólríkasti þar síðan
1974. Þó að sólin skini syðra varð ekki mjög hlýtt, enda norðlægar
(99)