Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Side 120
mánuði hélt alþjóðlega Norðurheimskautsráðið fund í Reykjavík.
Finnska skáldið Hannu Mákelá kom til Islands í september og las
upp úr verkum sínum. I sama mánuði héldu Evrópusamtök einka-
ritara fund í Reykjavík. I lok september hélt menningarmálanefnd
Norðurlandaráðs fund í Reykjavík, og um sömu mundir var haldin
norræn ráðstefna kennara í fiskiðnaði.
Leiðtogafundurinn. Hinn 29. september barst Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra fyrirspum um, hvort Islendingar vildu
taka að sér að halda fund með þeim Ronald Reagan, forseta
Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna.
Skyldi fundurinn verða 11. og 12. október. Islendingar tóku þetta
verkefni að sér, og hófst strax umfangsmikill undirbúningur. Fólst
hann einkum í því að útvega nægilegt húsrými og sjá um þarfir
fréttamanna. Mikið var velt vöngum yfir fundarstað leiðtoganna,
og var að lokum ákveðið, að hann skyldi vera í Höfða, móttökuhúsi
Reykjavíkurborgar. Ronald Reagan kom til Islands að kvöldi 9.
október, en Gorbachev og Raisa, kona hans, komu skömmu eftir
hádegi hins 10. Forseti íslands og forsætisráðherra tóku á móti
Reagan á Keflavíkurflugvelli, en vegna þingsetningar sama dag
gátu þau ekki tekið á móti Gorbachevhjónunum á flugvellinum.
Það gerði Matthías A. Mathiesen utanríkisráðherra. Gorbachev
flutti óvænt stutta ræðu við komuna til Islands. Báðir þjóðarleiðtog-
arnir fóru hvor í sínu lagi í stuttar heimsóknir að Bessastöðum hinn
10. október. Raisa Gorbacheva fór í kynnisferðir um Reykjavík og
nágrenni í boði Eddu Guðmundsdóttur. Reagan fór af landi brott að
kvöldi hins 12. október, en áður hafði hann ávarpað vamarliðs-
menn á Keflavíkurflugvelli. Gorbachev kvaddi Island um hádegi
daginn eftir.
Mikill fjöldi erlendra blaða- og sjónvarpsmanna sótti leiðtoga-
fund stórveldanna. Er talið, að þeir hafi jafnvel verið á öðru
þúsundi. Meðal þeirra má nefna Peter Jennings, fréttastjóra ABC,
og Nicholas Daniloff frá U.S. News & World Report, en hann hafði
skömmu áður verið í haldi í Moskvu. Nokkur hópur bandarískra
gyðinga kom til Islands vegna fundarins, og söngkonan Joan Baez
hélt hér tónleika. Meðan á fundinum stóð, voru rússnesku skipin
Georg Ots og Baltica í Reykjavíkurhöfn, og þar lá einnig norska
skipið Borlette, en það var notað sem almennt hótel. - John Tobe,
(118)