Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Page 129
var í Hollandi í september. Unglingalandsliðið náði þriðja sæti á
Norðurlandamóti, sem haldið var í Slagelse í Danmörku í marz.
Bílarall. Jón Ragnarsson varð íslandsmeistari ökumanna og
Rúnar Jónsson aðstoðarökumannaíbílaralIi.Þeiróku saman áFord
Escort og tryggðu sér sigur á síðasta ralli ársins, Norðdekkrallinu,
sem haldið var í október. í Ljómarallinu, sem haldið var í sept-
ember, sigruðu Þórhallur Kristjánsson og Gunnlaugur Rögnvalds-
son.
Blak. Þróttur varð íslands- og bikarmeistari í karlaflokki en
íþróttafélag stúdenta (ÍS) í kvennaflokki. - Norðurlandamót var
haldið í Kópavogi í maí og er það öflugasta blakmót, sem haldið
hefur verið á íslandi. Svíar sigruðu, en íslendingar lentu í fimmta
sæti. íslenzk sveit varð í 2. sæti í sex landa keppni, sem haldin var
í Belfast um mánaðamótin maí-júní.
Borðtennis. Meistaramót íslands fór fram í Reykjavík í apríl. I
einliðaleik varð Tómas Guðjónsson (KR) íslandsmeistari í karla-
flokki, en Sigrún Bjamadóttir (UMSB) í kvennaflokki. í tvfliðaleik
karla sigruðu Tómas Guðjónsson og Tómas Sölvason (KR), í
tvfliðaleik kvenna Sigrún Bjamadóttir og Kristín Njálsdóttir
(UMSB), en í tvenndarkeppni Sigrún og Stefán Konráðssson
(Stjömunni). - KR sigraði í flokkakeppni, sem haldin var í marz.
Flugleiðamót var haldið í Reykjavík í lok nóvember með þátttöku
erlendra borðtennismanna. S víinn Ulf Carlsson sigraði í einliðaleik
karla.
Bridds. Íslandsmót í sveitakeppni var haldið í Iok marz og
sigraði sveit Samvinnuferða. Sveit Steen Schou frá Danmörku
sigraði á briddshátíð Flugleiða, sem haldin var í janúar. Sveit Jóns
Hjaltasonar varð í öðm sæti. - Bjöm Theódórsson var endurkjörinn
forseti Briddssambands íslands.
Fimleikar. íslandsmót var haldið seint í marz. Davíð Ingason
(Ármanni) sigraði í karlaflokki og Hanna Lóa Friðjónsdóttir
(Gerplu) í kvennaflokki. - Flokkakeppni var haldin í janúar og
sigraði Ármann í karlaflokki en Björkíkvennaflokki.-Islendingar
og Skotar háðu landskeppni í febrúar og sigmðu Skotar bæði í
karla- og kvennaflokki. Mjótt var þó á munum, einkum í
kvennaflokki. íslenzkt kvennalið tók þátt í móti í Belgíu í apríl og
sigraði.
(127)