Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Page 130
Frjálsíþróttir. íslandsmót innanhúss var haldið í Reykjavík í
febrúar. Bezta afrek mótsins vann Hjörtur Gíslason (KR), en hann
jafnaði metið í 50 m grindahlaupi, 6,7. - Víðavangshlaup ÍR var
haldið í 71. sinn á sumardaginn fyrsta. Jón Diðriksson (UMSB)
sigraði í karlaflokki og Martha Ernstsdóttir (Ármanni) í
kvennaflokki. - Islenzkir frjálsíþróttamenn kepptu að venju á
ýmsum mótum erlendis og náðu oft góðum árangri. í apnl setti íris
Grönfeldt met í spjótkasti á móti í Florida, 59,12 m. í maí setti
Ragnheiður Ólafsdóttir nýtt met í 3.000 m hlaupi, 9:09,81 og í júní
setti Oddný Ámadóttir (ÍR) met í 400 m hlaupi, 54,34, á móti í
Nyköping í Svíþjóð. - ÍR sigraði í bikarkeppni FRÍ í 15. sinn í röð.
Keppnin var mjög spennandi að þessu sinni, og réðust úrslit ekki
fyrr en í síðustu grein, sem var 1.000 m boðhlaup kvenna. S veit KR
þurfti aðeins að komast í mark til þess að félagið sigraði í keppninni,
en svo fór, að hún var dæmd úr leik. ÍR hlaut 133,5 stig, UMSK
131,5 stig og KR 131,0 stig. Bezta afrek mótsins var spjótkast
Sigurðar Einarssonar (Ármanni), 77,32. - Reykjavíkurmaraþon
var haldið 24. ágúst, og voru keppendur fleiri en nokkru sinni fyrr.
Frakkinn Chaibi sigraði í karlaflokki, 2:20,30, og Carol Macario frá
Bretlandi í kvennaflokki, 2:58,09. í maraþonhlaupinu kepptu um
90 karlar og 10 konur. - Einar Vilhjálmsson, Sigurður Einarsson,
Helga Halldórsdóttir og Iris Grönfeldt kepptu fyrir hönd íslendinga
á Evrópumeistaramótinu, sem haldið var í Stuttgart í lok ágúst.
Árangur þeirra var slakur. - Ársþing Frjálsíþróttasambandsins var
haldið í lok nóvember. Par var Ágúst Ásgeirsson kosinn formaður.
Glíma. Bikarglíma GLI var haldin í Reykjavík í febrúar og
sigraði Ólafur Haukur Ólafsson (KR) í annað sinn í röð. í marz var
landsflokkaglíman háð og þar sigraði Eyþór Pétursson úr Mývatns-
sveit í þyngsta flokki. Islandsglíman var glímd í apríl og sigraði
Ólafur Haukur Ólafsson. Hann hélt því Grettisbeltinu, sem hann
hafði unnið árið áður.
Golf. Islandsmótið var haldið á Hólmsvelli í Leiru í byrjun
ágúst. Úlfar Jónsson (GK) varð fslandsmeistari í karlaflokki og
Steinunn Sæmundsdóttir (GR) í kvennaflokki. Úlfar var aðeins 17
ára gamall og yngsti Islandsmeistari í golfi frá upphafi. -
Evrópumeistaramót félagsliða var haldið á Spáni í nóvember.