Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Side 134
Helsinki í nóvember og unnu þrír íslendingar þar til brons-
verðlauna. Peir voru Atli Erlendsson, Ami Einarsson og Jónína
Olsen.
Knattspyma. Fram varð Islandsmeistari í knattspymu utanhúss
í karlaflokki og hlaut 38 stig. Valsmenn voru í öðm sæti með 38 stig
eins og Framarar en með lakari markatölu, en Akumesingar í hinu
þriðja með 30 stig. Breiðablik og Vestmanneyingar féllu í 2. deild.
Völsungur frá Húsavík sigraði í 2. deild og fluttist í 1. deild ásamt
KA. Petta verður í fyrsta sinn, sem Völsungar Ieika í 1. deild. -II-
deild kvenna sigmðu Valsstúlkur og unnu það fágæta afrek að
vinna alla 12 leiki sína. Þær hlutu því 36 stig. Breiðablik var í öðru
sæti með 30 stig. Haukar féllu í 2. deild, enda hlutu þeir ekkert stig;
Stjaman sigraði í 2. deild og fluttist í 1. deild ásamt KA. - I
knattspymu innanhúss sigraði KR í karlaflokki og Breiðablik í
kvennaflokki. - Akumesingar sigmðu í bikarkeppni karla, en þeir
unnu Fram í úrslitaleiknum 2-1. I bikarkeppni kvenna sigraði
Valur, en félagið vann Breiðablik í úrslitaleiknum 2-0. - Guð-
mundurTorfason varð markakóngur í l.deild og skoraði 19 mörk.
Með því jafnaði hann markamet Péturs Péturssonar.
Fyrstu Iandsleikir ársins vom háðir í ferð A-landsliðsins suður
að Persaflóa í marz. Leikið var tvisvar gegn Bahrein, og töpuðu
Islendingar fyrri leiknum 1-2 (Halldór Askelsson), en unnu hinn 2-
0 (Halldór og Guðmundur Steinsson). Pá léku íslendingar gegn
Kuwait og töpuðu 0-1. í lok maí var haldið mót í Reykjavík í tilefni
af afmæli borgarinnar. Þar kepptu írar og Tékkar auk íslendinga.
Svo fór, að Irar sigmðu á mótinu, en Islendingar urðu neðstir,
töpuðu báðum leikjum sínum 1-2. Amór Guðjohnsen skoraði gegn
Imm en Guðmundur Steinsson gegn Tékkum. I september léku
Islendingar gegn tveimur af beztu landsliðum Evrópu og fóm báðir
leikimir fram í Reykjavík. Fyrst kom jafntefli gegn Frökkum 0-0 og
síðan annað jafntefli l-l(Amór Guðjohnsen) gegn Sovétmönnum.
Verr gekk gegn Austur-Þjóðverjum í Karl Marx Stadt í október, en
sá leikur tapaðist 0-2. Þrír síðasttöldu leikimir vom allir í
Evrópukeppni landsliða. -Landslið íslands 21 árs og yngri lék fyrst
tvo leiki í Qatar, vann annan 1-0, en hinn varð jafntefli 0-0. Þá lék
liðið tvo leiki í Evrópukeppni og tapaði báðum, 0-2 fyrir Finnum í
Kemi og 0-4 fyrir Tékkum á Akureyri. - Drengjalandsliðið keppti
(132)
j