Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Page 174
sýning, gerð kvikmynd og gefín út bókin Söguþræðir símans
eftir Heimi Porleifsson.
I. október: 140 ár voru liðin frá því að Hinn lærði skóli í Reykjavík
tók til starfa í brekkunni austan við Lækinn.
4. október: Haldið var upp á 75 ára afmæli Háskóla íslands. A
hátíðasamkomu voru 20 menn sæmdir heiðursdoktorstitli.
Gefín var út bók um byggingarsögu Háskólans og tekinn í
notkun nýr fáni hans.
10. október: Rauðamelskirkja varð 100 ára.
29. október: Raftækjaverksm. Hafnarfjarðar (RAFHA) varð 50
ára.
31. október: Dagblaðið Pjóðviljinn varð 50 ára. Gefíð var út
afmælisrit eftir Ama Bergmann ritstjóra.
6. nóvember: Dómkirkjan í Reykjavík varð 190 ára.
17. nóvember: Haraldur Böðvarsson og Co. á Akranesi varð 80 ára.
26. nóvember: 150 ár voru liðin frá 1. bæjarstjómarfundi í Reykja-
vík. Gefin vom út tvö rit af þessu tilefni: Saga bæjarstjómar-
innar eftir Pál Líndal og bæjar- og borgarfulltrúatal eftir sama
mann og Torfa Jónsson.
II. desember: Lögmannafélag Islands varð 75 ára. Það hét áður
Málflutningsmannafélag íslands, en hefur heitið Lögmanna-
félag Islands frá 1944. Unnið er að útgáfu afmælisrits.
ÚTVEGUR
Afram var haldið við kvótaskiptingu í þorskveiðum og veiðum
annarra botnfiska og gátu menn sem fyrr valið á milli aflakvóta og
sóknarkvóta. Prátt fyrir veiðitakmarkanir fór hagur manna í
sjávarútvegi mjög batnandi á árinu. Kom þar til hagstætt árferði,
góður afli, lækkandi olíuverð og hátt verð á erlendum mörkuðum.
Einkum þótti hagstætt verð á þeim fiski, sem seldur var ferskur í
gámum til útlanda, enda fór sá útflutningur mjög vaxandi.
Heildaraflinn var 1.651.260 tonn (árið áður 1.668.525). Nýting
aflans var með eftirfarandi hætti: Frysting 433.611 tonn (409.816),
söltun 185.276 tonn (171.086), herzla 5.002 tonn (5.143), ísað
175.058 tonn (141.157), mjölvinnsla 839.694 (931.130),
(172)