Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 178
um land til Vestfjarða. Geysilegur áhugi reyndist á þessu nýja
farsímakerfi og voru notendur orðnir fleiri en 1.000 eftir fáeina
mánuði. - Hafin var lagning ljósleiðarastrengja á lengri leiðum, og
var fyrsti strengurinn lagður milli Reykjavíkur og Hvolsvallar.
Pessir strengir henta vel til flumings á sjónvarpsefni.
Utvarp. I árslok var hafinn undirbúningur að flutningi á
starfsemi Rásar 1 og skrifstofum útvarpsins í nýja húsið við
Efstaleiti.
Vegagerð. Víða um land var að venju unnið að vegagerð og
viðhaldi vega. Af stórum verkefnum má nefna lagningu Eyrar-
bakkavegar að brúarstæði við Ölfusárós, framkvæmdir við
Reykjanesbraut milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en nýr vegur
var opnaður þar í byrjun október og varð umferð strax um 7.000
bflar á dag, framkvæmdir á Holtavörðuheiði frá sýslumörkum að
norðan að Miklagili, framkvæmdir við tengingu Inndjúps,
framkvæmdir við Djúpveg um Óshlíð, en þar var m.a. reistur 20 m
vegskáli. - Bundið slitlag var lagt á 279 km á árinu, og voru vegir
með slflcu slitlagi orðnir 1.421 km í árslok. Helztu framkvæmdir við
bundið slitlag, sem nú var nær eingöngu klæðning, voru við
Suðurlandsveg frá sýslumörkum Vestur-Skaftafellssýslu og
Rangárvallasýslu að Krossá, Vesturlandsveg milli Gljúfurár og
Hraunár, Ólafsvíkurveg frá Stóru-Púfu að Vegamótum,
Snæfellsnesveg frá Grundarfjarðarkauptúni að Eiði, Norðurlands-
veg frá Valadalsá að Skagafjarðarvegi og frá Svalbarðseyri að
Grenivíkurvegi og Austurlandsveg í Hamarsfirði.
Ýmsar framkvæmdir
Reykjavík. Lokið var við smíð 1.026 íbúða á árinu (árið áður
849). Hafin var smíð 1.456 íbúða (691), 1.224 íbúðir voru í smíðum
í árslok (1.258 í árslok 1985). Var árið metár í byggingum í
Reykjavík. - A árinu var ekki byrjað á nýjum byggingasvæðum og
mest byggt í Grafarvogi, á Ártúnsholti, í Suður-Selási og efst í
Seljahverfi. Þá stóðu enn yfir framkvæmdir á Eiðsgranda, á Leitum
og í iðnaðarhverfinu í Borgarmýri.
Félagsmiðstöð í KR heimilinu var formlega tekin í notkun 14.
febrúar. I september hófst undirbúningur að því að reisa stúku á KR
(176)