Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 191
lágmarkslaun. Olli þessi samningur nokkru fjaðrafoki, þar sem
hann þótti ekki í samræmi við samninga ASI og VSI. -Undirmenn
á farskipum áttu í vinnudeilu við skipaeigendur frá 30. apríl og
skipstjórar gerðu verkfall 5.-7. maí. Deilur þessar voru leystar með
bráðabirgðalögum 9. maí, og skyldu þau gilda til áramóta. Matthías
Bjamason samgönguráðherra hafði frumkvæði að þeim. Hann lét
einnig gefa út bráðabirgðalög hinn 11. júlí og nú vegna deilu
flugvirkja hjá Amarflugi við félagið. - Hinn 9. júlí felldi
Kjaradómur úrskurð um laun félaga í BHMR. Fengu þeir 6-9%
launahækkun, en töldu sig eigarétt á um 60% hækkun, ef tekið væri
mið af hækkunum á almennum markaði. Töldu BHMR menn, að
Kjaradómur léti um of stjómast af samningum ASÍ og VSÍ. -
Fulltrúar fjármálaráðherra gerðu 18. júlí samning við
lögreglumenn, sem fól í sér meiri launahækkanir en aðrir
ríkisstarfsmenn fengu eða á bilinu 12,5 - 26,7%. A móti kom, að
lögreglumenn afsöluðu sér verkfallsrétti. Deilur urðu um
samninginn meðal lögreglumanna, en hann var þó samþykktur
244-192. í september samdi Tollvarðafélag íslands á svipuðum
nótum við ríkið, og samþykktu tollverðir það samkomulag með 76
atkvæðum gegn 10.
I byijun febrúar var Guðmundur Þ. Jónsson kjörinn formaður
Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík. Listi, þar sem hann var
efstur, fékk 604 atkvæði, en listi Bjama Jakobssonar fékk 322
atkvæði. Bjami hafði verið formaður félagsins um árabil. -1 apríl
var Jenný Jakobsdóttir kjörin formaður Póstmannafélags Islands,
og er hún fyrsta konan, sem gegnir því trúnaðarstarfi. - Sjöunda
þing BHM var haldið í nóvember, og var Grétar Ólafsson læknir
kosinn formaður í stað Gunnars G. Schram.
í nóvember gerðu fulltrúar BSRB, BHM og BK annars vegar og
fulltrúar fjármálaráðherra hins vegar með sér samkomulag um nýtt
fmmvarp að lögum um kjarasamninga. Fól það m.a. í sér sjálf-
stæðan verkfallsrétt handa þeim félögum opinberra starfsmanna,
sem em í þessum bandalögum. Var fmmvarp þetta samþykkt á
Alþingi fyrir áramót.
Hinn 2. september var kveðinn upp í undirrétti dómur í máli
ákæmvaldsins gegn forystumönnum Starfsmannafélags Ríkis-
útvarpsins, en mál þetta hafði verið höfðað vegna meintra lagabrota
(189)