Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Side 197
starfslaun eða viðbótarritlaun, og voru það alls 283 mánaðarlaun,
hver að upphæð 29.618 kr. Einar Kárason, Pétur Gunnarsson,
Steinunn Sigurðardóttir og Þorgeir Þorgeirsson fengu sex
mánaðarlaun hvert. - Kjartan Ragnarsson leikritahöfundur fékk
bjartsýnisverðlaun Bröste-fyrirtækisins danska þetta árið. -
Menningarverðlaun DV hlutu: Einar Kárason (bókmenntir),
Guðrún Gísladóttir (leiklist), Hafliði Hallgrímsson (tónlist), Karl
Óskarsson (kvikmyndir), Magnús Kjartansson (myndlist),
Hjörleifur Stefánsson og Finnur Bragason (byggingarlist). - Þessir
fengu heiðurslaun Brunabótafélagsins: Karl Þorsteins skák-
meistari, Lára G. Oddsdóttir fulltrúi, ÓIi Valur Hansson
skógræktarmaður, Sigríður Asgeirsdóttir myndlistarmaður, Helgi
Ivarsson slökkviliðsstjóri og Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs-
stjóri. - Njörður P. Njarðvík hlaut verðlaun úr Rithöfundasjóði
ríkisútvarpsins.
Lottó kemur til sögunnar. Hinn 29. nóvember var í fyrsta sinn
dregið í íslenzka lottóinu. Höfðu þá selzt miðar fyrir 6.280.850 kr.
Má af því ráða, að þetta nýja happdrætti naut feikimikilla vinsælda.
7. desember fékk Ólöf Ananíasdóttir á Akureyri hæsta vinning
ársins í lottóinu, en hún hreppti liðlega 3,2 milljónir króna.
„Lýðveldi“íViðey. Skátarhéldu landsmót sittí Viðey íjúlí. Þeir
nutu þar hollrar útiveru í fögru veðri og stofnuðu sérstakt
„lýðveldi“ í eynni.
Nauðlending á Esju. Hinn 7. september nauðlenti Ómar
Ragnarsson fréttamaður flugvél sinni uppi á Esju og tókst það
giftusamlega. Flugvélin var síðar færð niður af fjallinu með þyrlu.
Nemendur vinna með námi. I könnun, sem fram fór í
Menntaskólanum við Sund, kom í ljós, að 58% nemenda skólans
voru í launaðri vinnu með náminu. Alitið er, að svipað ástand ríki
í öðrum framhaldsskólum í Reykjavík.
Norðurlandaþing. 34. þing Norðurlandaráðs hófst í Kaup-
mannahöfn 3. marz. Það var haldið í skugga morðsins á Olof Palme,
en þingstörf voru þó með hefðbundnum hætti. Hafliði Hallgríms-
som fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni en
Færeyingurinn Rói Patursson fékk bókmenntaverðlaunin.
Nýtt alþingishús. í ágúst var tilkynnt um úrslit í hug-
myndasamkeppni um nýbyggingu fyrir Alþingi á lóðum þess við
(195)