Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 10
Helgarblað DV Erfðamál; Jóhannesar Kjarval listmálara. www.kjarval.blogspot.com Snyrtispegillinn sem stækkar fimmfalt SNYRTI- OG GJAFAVÖRUVERSLUN IA.UGAVEGI 80 - SÍMI 561-1330 Mikið úrval af jólagjöfum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is • Póstsendum í tólf ár hafa vísindamenn hlustað eftir dularfullum söng ein- mana hvals i Kyrrahafi. Sumir telja að hann sé síðasti ein- staklingur óþekktrar tegundar í örvæntingarfullri leit að sín- um líkum. Hnúfubakur Syngur á mun lægri tlðni en óþekkti hvalurinn. Songur óhekkla hvalsins >^~" A \ Einsamall hvalur syndir á hverju ári sömu leiðina um norðanvert Kyrrahaf. Á leiðinni gefur hann frá sér þann söng sem hvalir eru þekkt- ir fyrir og nota til að hafa samskipti sín á milli. Hvalurinn virðist vera að kalla eftir félögum en gallinn er sá að „rödd“ þessa hvals er algerlega ein- stök og enginn virðist vera til svars. Vísindamenn hafa sumir leitt að því líkur að hann sé af ókunnri tegund og sé jafnvel einn eftir í veröldinni af sinni ætt - eins konar Palli var einn í hvalheimum. Það er þó óljóst þar sem eng- inn Gfsh Víkingsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni „Nú greina menn ekki aðeins muninn á miili söngva tegundanna hetdur milli einstakiinga." hefur séð hvalinn. Það hefur aðeins heyrst til hans undanfarin 12 ár. Hlustað með kafbátaleitar- tækjum Á hverju hausti og fram á vetur hefur heyrst f þessum einfara þar sem hann syndir alltaf sömu leiðina og syngur. Vísindamenn eru farnir að búast við honum og þekkja leið- ina sem hann fer. Þeir hlusta eftir honum með hlerunartækjum bandaríska flotans sem ætíuð eru til að fylgjast með ferðum kafbáta. Þau eru svo leynileg að upplýsingar um ferðir hvalsins hafa erm ekki verið gerðar opinberar nema að hluta. Sjávarlíffræðingurinn Mary Ann Daher hjá haffræði- stofnuninni í Massachu- setts í Bandaríkjunum er meðal þessara vísinda- manna og hún segir að hvalurinn syngi á tíðn- inni 52 hertzum, sem engir aðrir hvalir nota. Ljóst þykir af hljóðun- um að um sé að ræða skíðishval, það er að segja ættingja steypi- reyðarinnar, langreyðar, hnúfubaks og hrefnu. Leið hvalsins um óþekktar slóðir Steypireyðurin syngur venju- lega á tíðninni miili 15 og 20 hertz. Hún getur sungið á hærri tíðni en ekki 52 hertzum. Langreyður gef- ur frá sér hljóð á tíðnikringum20 hertz en hnúfu- bakurinn syngur á miklu lægri tíðni. Með árunum hefur söngur hvals- ins dýpkað nokkuð, ef til vill einfald- lega af því hvalurinn hefur elst, en vísindamenn þekkja „rödd“ hans samt ennþá greinilega. Daher kveðst ekki þora að taka svo djúpt í árinni að þarna sé um að ræða hval af óþekktri tegund en sams konar hljóð hafa þó hvergi heyrst annars staðar, þótt víða hafi verið hlustað. Enn merkilegra má kalla að sú leið sem hvalurinn syndir á hverju hausti, meðan á hinum einmana- lega söng stendur, fellur ekki saman við neina þekkta sundleið annarra hvalategunda. „Á bágt með að trúa ..." Fréttin var borin undir Gísla Vík- ingsson, sérfræðing á Hafrann- sóknastofnuninni, sem hafði gaman af. „Þetta er ansi skemmtileg frétt sem ég hef ekki rekist á. Og þótt ég sé ekki vel að mér í hljóðafræðum hvala er ég nokkuð viss um að skíðishvalir ná ekki 52 hertzum. Þessar hlustunarrannsóknir í höfun- um taka hröðum framförum, nú greina menn ekki aðeins milli teg- unda heldur geta þeir greint á milli einstaklinga og þá fer að verða mögulegt að telja hvalina í höfunum með því að hlusta á þá. Mér þykir nokkuð ótrúlegt að þama sé áður óuppgötvuð tegund á ferðinni, þær tegundir sem við höf- um útrýmt eru allar þekktar í dag. En fréttin er engu að síður skemmtileg og ég ætla að fýlgjast með fréttum af þessum einfara en ég er eins og ann- að mannkyn, á bágt með að trúa hlutum nema að ég fái séð þá með einhverjum hætti.“ Kveikt á perunni! Það var hinn 12. desember 1904 sem Jóhannes Reykdal bóndi og trésmiður í Hafnarfirði gangsetti litla virkjun sem markaði upphaf rafvæðingar hér á land. Af þessu tilefni verður kveikt á risavaxinni Ijósaperu á 100 ára afmælisdaginn, sunnudaginn 12. desember 2004, til að minnast tímamótanna á táknrænan hátt. Það verður um kl. 18:30 sem kveikt verður á perunni við Hafnarborg í Hafnarfirði og strax á eftir verður flugeldasýning á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. SAMORIÍA Serntök mforku- Nia- og vatmvettm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.