Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Side 14
74 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004
Helgarblað JJV
Jói Fel og kona hans Unn~
ur Helga Gunnarsdóttir
voru á tímamótum þegar
Unnurgekk inn ínýopnað
bakaríið hans. Nokkrum
vikum síðar voru þau orð-
in par. Nú hafa þau opn-
að kaffihús og konditori í
Smáranum, eiga samtals
fjögur börn og njóta þess
Unnur stendur við
borðið sem lands-
menn þekkja svo vel
og sneiðir niður
grænmeti en Jói hef-
ur komið sér vel
fyrir í horni eldhússins, þar sem
kvikmyndatökumenn sjónvarps
hafast við þegar Jói eldar. Hann hef-
ur svipað sjónarhom á Unni og við
heima í stofu á hann.
„Já, þetta er alit tekið heima í eld-
húsinu hjá mér og það em engir sal-
ir,“ bendir Jói á og það er hægt að
taka undir það. Eldhúsið virkar mun
stærra þegar Jói er að elda fyrir okk-
ur kræsingarnar en það í raun vem
er.
„Ég hef ógurlega gaman af þessu
og held að fólk nái að læra það sem
ég er að sýna því. MiJdlvægt er að
hafa þetta einfalt svo allir geti til-
einkað sér það, í stað þess að vera
með eitthvað sem enginn nennir að
gera,“ segir hann.
Unnur og Jói Fel kynntust fyrst í
bakarunu skömmu eftir að Jói opn-
aði það. „Ég var alltaf ákveðinn í að
fara út í sjálfstæðan rekstur," segir
Jói en hann hafði áður verið í Dan-
mörku að bæta við sig þekkingu.
Lærði þar konditori en nam bakara-
iðnina í Nýja kökuhúsinu.
Hann neitar því að foreldrarnir
hafi eitthvað hvatt hann út í nám í
bakaraiðn en Jói er alinn upp í Safa-
mýrinni. Ættaður úr Djúpinu og er
stoltur af vestfirskum uppruna sín-
um. Unnur bætir við að hún sé líka
ættuð að vestan og þaðan sé líklega
kominn þeirra andlegi skyldleiki.
„Ég fann það um leið og við kynnt-
umst að það lægju einhvers staðar
þræðir," segir hún hlæjandi.
Ungur í bakaríið
Jói var í íþróttum í Fram en þar
var einn þjáífara hans bakari. „Það
var ekki endilega hann sem kom
mér af stað. Þetta lúrði í mér allt frá
því ég var yngri að verða bakari, ég
veit ekki hvers vegna. Ég varð hins
vegar ákveðinn eftir að hafa fylgst
með þjálfara mínum og farið í
starfskynningu í skólanum að þetta
ætlaði ég að leggja fyrir mig. Ég byrj-
aði því beint eftir grunnskóla," segir
Jói og bætir við að áhuginn hafi ver-
ið slíkur að hann hafi mætt fyrr á
morgnana í vinnu til að geta fylgst
betur með og náð því sem hann ætl-
aði sér.
Eftir heimkomuna frá Danmörku
fór hann að leggja drög að bakaríinu
sínu. Hann segist strax hafa verið
ákveðinn í að vera með ítölsk brauð
en það hafi ekki allir haft trú á að
það gengi í landann. „Ég var alveg
viss um að það væri það sem vantaði
hér. Það kom á daginn og fyrsta dag-
inn var nóg að gera. Og hefur verið
allar götur síðan. íslendingar kunna
vel að meta brauð með almennilegri
skorpu, mjúk að innan," segir Jói og
bætir við að hann hafi lagt sig fram
um að vera með það sem fólki vildi.
Nú hafa þau opnað nýtt bakaríi
og kaffihús í Smáranum sem gengur
mjög vel. Jói segir að vissulega hefðu
þau getað opnað nýtt bakarí löngu
fyrr og lítur á konu sína þegar hann
er spurður hvers vegna ekki fimm í
viðbót víðs vegar um bæinn. Unnur
svarar því og segir að líklega sé það
rétt, hún hafi ekki talið það við-
skiptalega rétt.
„Nei, það var betra að treysta
grunninn vel undir það fyrsta áður
en annað er opnað. Það var kominn
tími á það og við erum mjög ánægð
með nýja bakaríið í Smáranum. Sem
reyndar er kaffihús jafnframt," segir
Unnur ánægð með þróunina og að
nú þurfi þeir sem búi í Kópavogi og
bæjunum í kring ekki að fara alla
leið inn á Kleppsveg til að fá góð
brauð.
Unnur fyrsta fallega konan
Unnur hefur lokið við að sneiða
niður grænmeti og allt er klárt fyrir
Jóa i matseldina. „Já, hann eldar oft-
ast matinn en stundum aðstoða ég
hann við það,“ segir Unnur og játar
að hún taki alltaf til í eldhúsinu á eft-
ir. Hún segist ekki nenna að velta því
fyrir sér hvað aðrir segi eða hvernig
aðrar konur hafi það.
„Við skiptum með okkur verkum
og að taka til í eldhúsinu er eitt af
þeim verkum sem koma í minn lilut.