Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 15
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 15
Jói gerir svo margt annað sem ég
kem ekki nálægt og ég nenni ekki að
vera í einhverri jafnréttisbaráttu
hérna inni á heimilinu,“ segir hún
og hristir höfuðið til áherslu. Hún
bætir við að ekki fari hún með bílinn
og láti skipta um dekk eða skrúfi
þetta eða hitt sem þurfi að laga. „Það
er fáránlegt að vera með einhvern
meting í þessum efnum og við ger-
um þetta einfalt og eins og okkur
best líkar,“ segir Unnur. Jói tekur
undir og bendir á að þannig sé það á
flestum heimilum. Sá sem eldar
þvær ekki upp og öfugt. Því ætti
hann ekki líka að njóta þess að
sleppa við uppvaskið?
Unnur var nýlega skilin þegar
hún gekk inn í bakaríið hans Jóa til
að kaupa brauð og hann afgreiddi
hana. Það var ást við fyrstu sýn. Þau
hlæja bæði og Jói segist ekki neita
því. „Hún var fyrsti kúnninn," segir
„Ég treysti Jóa full-
komlega og þarfekki
að óttast um hann
enda er hann heil-
steypt og góð mann-
eskja. Ég gæti ekki
hugsað mér Ijúfari
mann en hann
Jói og lilær en útskýrir betur að Unn-
ur hafi verið fyrsta fallega konan
sem kom inn í bakaríið. „Ég tók strax
eftir þessari fallegu konu,“ segir
hann og lítur ástúðlega á hana.
Endaði með að hún fór ekk-
ert til baka
„Hún kom svo aftur og aftur og
það endaði með að hún fór ekki til
baka,“ segir hann og brosir til henn-
ar. Unnur tekur undir og segir að lík-
lega megi lýsa þessu þannig. „Við
vorum bæði á nokkurs konar kross-
götum og kannski móttækileg hvort
fyrir öðru. Ég var að vinna í mínu
fyrirtæki í Sundagörðum og átti oft
leið í pósthúsið við hlið bakarísins,"
segir hún og horfir á Jóa þar sem
hann stendur við gluggann.
Hann brosir á meðan þau rifja
upp þessar fyrstu vikur og lætur
Unni um orðið. „Áður en ég vissi af
var ég farin að koma oftar í bakaríið
en ég þurfti. Mér leist vel á þennan
myndarlega unga mann,“ segir hún
og skellihlær.
Og áður en árið var liðið seldi
hún bróður sínum sinn helming
heildverslunarinnar og hellti sér af
fullu krafti í reksturinn með Jóa.
„Það þýddi ekkert annað, annað
hvort var að vera allur í því eða ekk-
ert,“ útskýrir hún og Jói segir að gott
hafi verið að fá hana. Hún sé mikil
bissnesskona og hafi tekið að sér að
halda utan um reksturinn. „Þannig
gat ég einbeitt mér að faginu og
þurfti ekkert að vera að hugsa um
peninga. Unnur á ekki minna í
þessu fyrirtæki en ég,“ bendir hann
á og lítur til konu sinnar.
Litli Jói Fel sameinaði fjöl-
skylduna
Unnur bendir á að það hafi sést á
bakaríinu þegar hún kom til sög-
unnar og Jói neitar því ekki, „Það
leyndi sér ekki að kona var komin í
spilið, ég játa það," segir hann og
brosir.
Unnur átti tvö börn fyrir og Jói
eitt. Hún segist ekki ætla að reyna að
segja að það hafi verið auðvelt að
koma öllu heim og saman í þannig
fjölskylduformi. Það viti það allir
sem reyni. Jói lítur til konu sinnar og
segir að það hafi kannski verið
skemmtilega erfitt að koma öllu
heim og saman þannig að öllum lík-
aði. „Það koma svo margir að því og
það þarf að samræma hlutina
þannig að öllum líki. Það er óþarfi
að neita því að það kostar vinnu og
þolinmæði," bætir Unnur við.
Jói grípur inn í og tekur undir orð
konu sinnar. Á heimilinu reynir
hann ekki að leika pabba fyrir börn
Unnar. „Það hefur frekar æxlast
þannig að ég er félagi þeirra og vin-
ur. Því ætti ég líka að vera að
ráðskast með þau? Það hefur komið
vel út. Eftir að við áttum litía Jóa Fel
sem er fjögurra ára hefur fjölskyldan
þjappast betur saman í kringum
hann," segir Jói og útskýrir hve gott
sé að fá barn sem allir eigi.
Unnur tekur undir og segir að all-
ir eigi eitthvað í þeim yngsta, hann
sé bróðir allra barnanna og þannig
upplifi börnin frekar íjölskyldu-
tengslin. „En það hefur verið þess
virði og okkur líður vel saman alla
jafna," segir hún brosandi.
Erfitt þegar konurnar horfðu
á Jóa
Bæði vinna þau hjón mikið. Fara
snemma á morgnana suma daga og
eru fram eftir degi. Unnur segist
hafa yndislega konu sér til aðstoðar
á heimilinu en þannig sé það, hún
beri ábyrgðina á að allt gangi upp.
,Ætli ég taki það ekki bara að mér
en við erum líka með veisluþjónustu
og núna fyrir jólip er mikið að gera.“
Jói tekur undir og segir að þau reyni
alltaf að fara saman í ræktina á
hverjum degi. „Það er æðislegt að
fara í ræktina," bætir Unnur við og
það leynir sér ekki á þeim hjónum
að þau eru í góðu formi.
Þau eru sammála um að þannig
byggi þau sig upp andlega og þreyt-
an renni úr þeim eftir góðan klukku-
tíma í hreyfingu. Það leiðir hugann
að kvenhylli Jóa og Unnur segist svo
sannarlega hafa orðið hennar vör.
„Ég er líka svo falleg og þarf ekki
að hafa neina minnimáttarkennd,"
segir Unnur og skellihlær. Hún bæt-
ir við að vissulega hafi þær sent
henni illt auga. „Já ég fæ stundum
sérstakt augnaráð frá konum og ætli
þær haldi ekki að ég sé eitthvað fyrir
þeim. Mér er slétt sama og læt það
ekki á mig fá. Og þó, fyrst fannst mér
það óþægilegt hvernig þær horfðu á
manninn minn en ekki lengur,"
segir hún og hlær.
Jói stendur enn við gluggann og
segir fátt en glottir og bætir við um-
ræðuna að hann gefi nú ekki mikið
færi á sér. „Það væri nú annaðhvort
að konur færu að ráðast á hann í
bakaríinu," segir Unnur og bætir við
að erfitt sé að fara út á skemmtil-
staði.
Notar sér ekki útlitið til fram-
færis
Jói tekur nokkur skref fram og út-
skýrir að þau reyni það ekki lengur.
„Það er mikið ónæði sem fylgir því
enda hefur maður ekkert að gera
lengur á skemmtistaði. Við bjóðum
frekar til okkar vinum heim, borð-
um, spjöllum saman og dreypum á
góðu vlni," segir Jói og Unnur minn-
ist einnar ferðar á bar þar sem kon-
urnar límdu sig á manninn hennar.
„Það var ferlegt," segir hún og
hristir sig og Jói tekur undir. „Auð-
vitað kitíar það mann að heyra eitt-
hvað fallegt um útíitið en ég held að
ég noti mér það ekki til framfæris. Ég
hef vissulega gaman af þætti mínum
í sjónvarpi, annars væri ég ekki að
þessu. Það var fyrst og fremst vegna
þess að mér þótti margir þeir þættir
sem sýndir hafa verið ekki skila því
sem ætlast var til af þeim. Því vildi ég
hafa þetta einfalt og létt þannig að
allir gætu lært á meðan þeir horfðu.
Mér hefur verið sagt að svo sé,“ seg-
irjói.
Þátturinn leiðir hugann að hrein-
dýraveiðum í síðasta þætti sem
margir tala um. Sumir efast um að
Jói hafi sjálfur lagt dýrið. Jói hlær og
segir marga hafa spurt þess sama.
„Jú, ég skaut tvö dýr í þessari ferð og
mér finnst ofsalega gaman að fara á
veiðar. Það er mitt einkasport og
Unnur fer ekki með mér," segir
hann hlæjandi og grípur utan um
konu sína.
„Ég var ekki mjög glöð þegar
hann hringdi í mig og sagði mér að
hann hefði skotið mömmuna og
kálfinn hennar líka. Guði sé lof að
þær fóru báðar fyrst hann var að
skjóta," segir hún og hryllingurinn
framan í henni leynir sér ekki. Jói
hlær og bendir á að þetta sé ekki
kvennasport en kjötið af hreindýr-
unum fengu áhorfendur að sjá hann
steikja í þætti sínum í vikunni. „Og
það var borðað með bestu fyst," seg-
ir hann hlæjandi.
Mikill kavalér
Þau hjón eru mjög samstillt og
vinna saman og stunda sín áhuga-
mál einnig saman. Þau eru sammála
um að lífið hafi upp á svo margt
skemmtilegt að bjóða. „Við hugsum
á svipuðum nótum og eigum vel
saman hvort sem er í vinnu eða í
hjónabandinu. Ég treysti Jóa full-
komlega og þarf ekki að óttast um
hann enda er hann heilsteypt og góð
manneskja. Ég gæti ekki hugsað mér
ljúfari mann en hann," segir Unnur
og lítur á mann sinn. „Hann hefur
mikið jafnaðargeð, er skemmtilegur
og á það til að vera uppátækjasam-
ur,“ segir Unnur og segir síðan frá
óvæntri uppákomu sem gladdi hana
mikið.
„Þá vaknaði ég einn morguninn
við að kápa sem mig hafði langað
svo ofsalega mikið í hékk frammi á
baði þegar ég kom þangað. Kápuna
hafði ég lengi verið að velta fyrir mér
að kaupa en hún var frá Donnu Kar-
an og frekar dýr. Ég horfði stórum
augum á hana þar sem hún hékk
fyrir framan mig og ætíaði ekki að
trúa mínum eigin augum," segir
Unnur og bætir við að þetta hafi ekki
verið allt og sumt. Hennar beið dek-
ur á snyrtistofum, nudd, klipping og
allsherjar meðferð. „Og síðan fór
hann þessi elska með mig út að
borða um kvöldið. Þetta á hann til,
alveg óvænt og hann er svo stórtæk-
ur í því sem hann gerir. Annað hvort
allt eða ekkert," útskýrir hún og seg-
ist seint gleyma þessum degi.
Forréttindi að vera gift Jóa
Þau giftu sig fyrir þremur árum
og héldu heljarinnar veislu með
fjölda gesta. „Við óskuðum eftir að
fá ekki neitt í brúðargjöf en báðum
fólk að gefa frekar peninga til styrkt-
ar Neista, samtökum hjartveikra
barna. Við höfðum ekkert að gera
við gjafir, áttum allt af öllu og gátum
keypt okkur það sem við þörfnuð-
ust. Því að vera að koma fólki í þá
aðstöðu að gefa manni einhverjar
gjafir sem það hafði mikið fyrir að
finna en við síðan á fullu að skila
öllu dótinu, fáránlegt," segir Unnur.
Jói segir að þannig hafi þau verið
mikið sáttari og það hafi verið gam-
an að geta lagt eitthvað af mörkum
fyrir þá sem virkilega þurftu þess.
Það hefur verið gaman að vera
með þeim hjónum. Heimili þeirra er
fallegt, án þess að vera ofhlaðið eða
yfirdrifið enda allir hlutir vtildir af
smekkvísi. Þau eru ánægð og það
leynir sér ekki þegar rætt er við þau
hve samstiga þau eru. Jói þessi sjar-
mör sem vel er hægt að skilja að
konur dáist að, og Unnur stórglæsi-
leg og skemmtileg. Um leið og þau
fylgja okkur til dyra bendir Unnur á
fallega bekk í forstofunni.
„Eitt sinn þegar ég kom heim
beið hann þessi, fullur af rauðum
rósum. Mig hafði lengi langað í
hann og Jói vissi það. Svona gleður
hann mig alveg óvænt. Og það er svo
spennandi og gaman að vera gift
manni sem hefur ánægju af að koma
við hjartað í manni og halda því
alltaf þannig að það slái af krafti. Það
eru eiginlega forréttindi," segir þessi
hressa kona og horfir á manninn
sinn sem bara brosir þessu dular-
fulla brosi sem við skiljum vel að
hafi heillað konuna sem gekk inn í
bakaríið hans fyrsta daginn sem það
var opið. Og sneri ekki til baka.
bergljoT@dv.is
Unnur mundar hnffinn
Jói eldar en hún aðstoðar stundum og segist ekki skammast sín fyrir að segja að hún taki til
eftir hann i eldhúsinu enda nenni hún ekki einhverjum metingi um eitt eða neitt. Jói geri svo
margt sem húnhafi ekki iag á að gera og hún það sem ekki liggi fyrir honum enda eigi það að
vera þannig.