Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 Helgarblaö DV Eftir að hafa hannað föt á Björk, unnið sem stílistar í New York og víðar og selt fötin sín í hátískuborgum á borð við London, París, Tokyo og Hong Kong hafa Aftur-systurnar Hrafnhildur og Bára Hólmgeirsdætur tekið nýja stefnu. Þær buðu þriðju systurinni, Sigrúnu, aðgang að klíkunni, fluttu til Danmerk- ur og opnuðu í gær verslun í „Soho“ Kaupmannahafnar á Nörrebro þar sem hönnun margra þekktustu hönnuða heims verður seld - meðal annars Makedónans Marjan Pejoski sem komst á heimskortið eftir að hafa hannað svanakjól Bjarkar. Danmörk varð eiginlega fyrir valinu eftir að maðurinn hennar Báru ákvað að koma hingað i skóla," segir Hrafnhildur sem tók sér hlé ffá málaravinnu og öðrum framkvæmdum til þess að hitta blaða- mann á Laundromat, kaffihúsi Frið- riks Weisshappels, sem liggur aðeins steinsnar frá Aftur versluninni. Það eru aðeins örfáir dagar í opn- un hennar og systumar eru búnar að leggja nótt við dag undanfamar vikur við að koma húsnæðinu í stand. „Við emm alveg að drepast úr stressi. Nokkrir dagar til stefnu og það er allt úti um allt. En það væri eitthvað að ef það væri ekki svoleiðis. Við emm lfka búnar að gera allt þarna sjálfar. Á ís- landi er maður ailtaf með fjölskylduna og hafsjó af vinum í kringum sig sem allir em boðnir og búnir að hjálpa. Ef maður þarf sérsmíðað járn í gardínu- hringina hringir maður bara í Óla sem lætur mann fá símanúmerið hjá Gunna. Héma er þetta meira fyrir- tæki." Gátu ekki opnað búð í Breið- holti Búðin er í kjallara á gömlu húsi í náiægð við Sankt Hans Torv á Nörre- bro. Allt í kring em hönnunarverslan- ir, kaffihús og ýmis konar gallerí. „Þetta hverfi er eins og Frikki Weiss- happel segir, „Soho Danmerkur". Við erum í svona liðsstarfi við að „öppa" þetta hverfi," segir Hrafhhiidur og hlær. „f raun vomm við heppnar að fá þetta húsnæði. Sigrún og Bára vom búnar að vera hjólandi hérna út um aiit að leita síðan í maí en ég kom bara fyrir rúmum mánuði. Við trúðum því alltaf að við myndum detta um eitt- hvað þegar það ætti að gerast, fund- um þetta og keyptum það. Þetta er svona „andelsbolig" eins og Danirnir kalla það. Maður borgar vissa upp- hæð í upphafr og eftir það er leigan lág. Við hefðum aldrei getað þetta á ís- landi, ekki einu sinni í Breiðholti! Leigan heima er svo mikil geðveiki. Okkur langaði alitaf að opna svona vinnustofu og búð þar en fundum aldrei neitt húsnæði sem var nógu ódýrt." Danir ekki lengur „hippó" Eins og áður sagði var Aftur versl- unin opnuð í gær en danskir fjölmiðl- ar hafa þegar sýnt henni mikinn áhuga. Á næstunni munu birtast greinar í blöðum á borð við Eurowoman, IN og Cover. Hrafnhild- ur segir Dani vera mjög tískumeðvit- aða í dag. „Það er mikill munur á því að rölta um Kaupmannahöfn í dag og fyrir svona tveimur árum síðan. Danir hafa náttúrulega alltaf verið frekar „hippó" og eftir á en mér sýnist vera mikil uppvakning í gangi. En þær hönnunarbúðir sem ég hef skoðað eru ekki mjög framsæknar og mér sýnist vera markaður fyrir eitthvað hressandi." Hrafnhildur segist ekki halda að þær systur komi til með að hagnast sérstaklega á því að vera íslendingar í Danmörku. „Mér skilst að litið sé á ís- lendinga sem þriðja flokks innflytj- endur. Þeir eru kannski skrefi ofar en Arabarnir. Athyglin held ég að sé minnst út á það að við séum íslenskar þótt maður eigi því að venjast víðast hvar annars staðar." Tyrknesk prinsessa og Jón Sæ- mundur í bland Þegar systumar ákváðu að opna búðina gerðu þær Usta yfir þá hönn- uði sem þær ætluðu að bjóða pláss. Allir þáðu boðið með þökkum. „Þetta eru uppáhaldshönnuðirnir okkar í gegnum tíðina og ekki sjálfgefið að þeir vilji selja hjá manni. Þeir eru margir heimsþekktir innan tísku- geirans, til dæmis Makedóninn Marjen Pejoski sem hannaði svana- kjólinn hennar Bjarkar fyrir Óskarinn. Hann á þær búðir í London og París sem byrjuðu fyrst að selja hönnun okkar systra - er svona tískupabbi. Jeremy Scott frá Bandaríkjunum verður líka hjá okkur og As Four en þau gerðu kleinuhringjatöskurnar sem hafa mikið verið kóperaðar. Svo verðum við með frábæran skartgripa- hönnuð - tyrkneska prinsessu sem heitir Yazbukey og vinnur í París, Afíur-systur f Kaupmannahöfn Þæropnuðu | nyja buð með vörum sínum og annarra hönn- uða á Nörrebro í Kaupmannahöfn (gær. Frá vmstri á myndinni eru þær Hrafnhiidur, Bára og Sigrun Hólmgeirsdætur. É 1 I ' m r jr 'y 1 I 1 | I 1 1 i Tj | 11 W é i \ 1 1 8 il Hl|[í 11 M • H 1! 1«i 1)11 gallabuxnamerki sem heitir James Jeans, Death og The Explorers frá ís- landi og La Casitade Wendy ffá Spáni. Þau síðastnefndu eru mikið með prjónadót, til dæmis peysur með E.T. mynstri. Svo ætlum við líka að vera með eitthvað af „second hand" föt- um. Bara einstaka skemmtileg stykki sem við erum búnar að vera að gramsa eftir í Hollandi, Bandaríkjun- um og víðar. Þetta verður svona Aftur „with guests" eða Aftur og meira. Svona sitt lítið af hveiju." Leyfðu Sigrúnu að vera með Þótt þriðja systirin sé komin inn í fýrirtækið er þess ekki að vænta að hönnunin taki stakkaskiptum enda kemur hún til með að sjá um flest sem lýtur að viðskiptahliðinni. „Sigrún kemur til með að halda utan um hlut- ina og ekki síður að halda mér á mott- unni. Það eitt er í rauninni fullt starf," segir Hrafnhildur og brosir. „Við Bára erum búnar að vera tvær í þessu síðan 1999 en þetta var orðin spurning um í hvaða átt við ætluðum að fara með fyrirtækið. Ætluðum við að halda áfram að búa til litlar lrnur og fara á litlar sýningar í París, eða ætluð- um við að opna búð þar sem við gæt- um verið með beint samband við kaupandann? Þegar við ákváðum að gera þetta fyrir alvöru ákváðum við í leiðinni að Sigrún mætti vera með. Það var eiginlega ekkert að gera fyrir hana áður nema horfa á skuldirnar vaxa. Það munar öllu fyrir okkur að hafa hana með. Það fer svo ótrúlegur tfmi í að svara tölvupósti, fara í viðtöl og skoða papprrsdrasl sem er fúlt þeg- ar maður gæti verið að klippa og sauma." Leiðinlegt í snobbhverfinu Hrafríhildur, Bára og Sigrún eru ekki bara að opna búð saman, þær búa líka saman. „Við búum á Fred- riksberg í hálfgerðri kommúnu. Þrjár systur, einn maður, fullt af bömum og annað par í 300 fermetra húsi. Reynd- ar erum við að reyna að losna undan leigusamningnum. Mér finnst þetta svo leiðinlegt hverfi." Blaðamaður verður hissa enda þykir Fredriksberg eitt fínasta hverfi Kaupmannahafnar. „Já, þetta er voða fínt en þama er mestmegnis ríkt, gamalt fólk. Voða ró- legt allt. Ég væri til í að búa héma á Nörrebro eða í nálægð við Istedgade." Hrafnhildur er ekki vön rólegheit- um eftir að hafa eytt miklum tíma f NewYork en hún segir að sér líki jafn- vel betur í Danmörku. „Mér finnst gott „tempó" héma. Þetta er algjör andstaða við New York. Þar er ein- hvem veginn allt í gangi í einu; „lunch", „brunch", partí, afmæli, opnun og fólk er nánast í fullu starfi við að vera til. Hér fara allir snemma til vinnu á morgnana og snemma að sofa. Við systumar erum að vakna á bilinu frá hálfsex til átta. Mér finnst það voða gott, varð að minnsta kosti ekkert úr verki í New York en vinn vel héma." Aftur eins og amaba Hrafnhildur segir alveg eins lfklegt að Aftur systur setjist að í Danmörku. „Við ætlum að minnsta kosti að vera hér í einhver ár. Kannski alltaf, ég veit það ekki. ísland er samt alltaf heima. Ég verð líklega síðust okkar systranna til að segjast ætla að setjast að ein- hvers staðar - hef alltaf verið algjör flökkukind í mér og finnst mjög erfitt að vera á sama staðnum lengi. En það er gott að hafa aðsetur einhvers stað- ar, einhvem fastan punkt í tilvemnni. Þá getur maður alltaf komið og farið. Hugsunin á bak við Aftur frá upphafi var að þetta væri svona nokkurs konar amaba, svolítið teygjanlegt. Ég hef far- ið á tónleikaferð með Björk í fleiri mánuði og Bára skroppið í bameign- arfrí' án þess að það sé eitthvað til- tökumál. Ég er strax búin að finna mér um- boðsmann héma úti og ætla að reyna að fara að vinna eitthvað sem stílisti um leið og við erum búnar að opna búðina. Það hefur alltaf verið mitt lifi- brauð þegar Aftur hefur ekki verið að gefa almennilega af sér. Við erum í öllu héma, „stílistumst", skúrum og vinnum á hóteli. Hingað til höfum við alltaf unnið fulla vinnu og unnið við Aftur í hjáverkum. Núna ætlum við að vinna við Aftur og gera annað í hjá- verkum." sigrunosk&dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.