Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Side 22
22 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004
Helgarblað DV
Björn Jörundur var aö fá úr prentsmiðjunni 5. tölublaðið af bOGb Hann tók við ritstjórn timaritsins
blautur á bak við eyrun. Nú er komin reynsla og hér ræðir ritstjórinn meðal annars hversu erfitt getur
reynst að kollvarpa hugmyndum fólks um að hann ritstýri klámblaði og árásir femínista á hendur sér -
en um þær hefur hann ekki tjáð sig áður.
Bjorn Jorundur Er alveg standandi undr-
andi á þeim árásum sem hann hefur mátt
þola frá femínistum og telur þar afar ómak-
lega að sér vegið. I tlmaritinu hans, sem ætl-
að erkarlmönnum, ernefnilega ekkertklám
En aðgerðirnar leiddu reyndar til aukinnar
solu þannig fátt er svomeð öllu illt
Þetta kom mér að sjálfsögðu ekki á óvart. Ég hef oft ver-
ið valinn kynþokkafyllsti eitt eða annað, sætasti þetta
og ljótasti hitt. Þetta er eins og með vinsældir stjórn-
málamannanna, þeir sem eru vinsælastir eru einnig
óvinsælastir," segir Björn Jörundur ritstjóri og tónlist-
armaður. Hann lætur sér hvergi bregða.
Fyrir viku birti DV athyglisverða
könnun þar sem kynþokki poppara
var skoðaður með fulltingi álitsgjafa,
16 kvenna sem sérfróðar mega heita
um kynþokka karla, og þá kom á dag-
inn að kynslóðaskipti hafa orðið í
þeirri deild. Einn af fáum sem héldu
haus og klóruðu í bakkann þegar
heiður eldri kynslóðarinnar er ann-
ars vegar var Björn Jörundur Frið-
björnsson sem hreppti 3. sætið.
„Neinei, þetta kitlaði ekki hé-
gómagirndina. Hluti af starfinu er að
vinna fyrir opnum tjöldum. Þá má
eiga von svona uppákomum. Og eftir
að Jón Ólafsson var valinn kynþokka-
fyllsti karlmaður fslands á Rás 2 þá
veitti hann hinum venjulega íslend-
ingi nýja von. Að mér meðtöldum.
Þess vegna kom þetta mér ekki á
óvart."
Pæliröu í kynþokka?
„Já, kynþokka kvenna en ekki
mínum eða karla. Bara alls ekki."
Engin kynþokkakeppni statt
og stöðugt
Fyrir noklcru tók Björn Jörundur
að sér það verkefni að ritstýra tíma-
riti sem Fróði gefur út sem þá hét
Bleikt og blátt en ber nú títilinn
bOGb. Tímaritið er ætlað karlmönn-
um og þá hlýtur kynþokkinn að vera í
brenndepli.
Pleasure Créme í nœsta aþóteki
fallega, hjartalaga öskju
með súkkulaði í kaupbœti.
Pleasure Créme er náttúrulegt krem,
sérstaklega hannað til að auka unað
í kynlífi.
Pleasure Créme framkallar, styrkir
og lengir fullnægingu, eykur kynhvöt
og kynæsingu og hjálpar konum
að mynda eðlilegan raka í leggöngum.
Frábær jólagjöf handa þeirri sem þú elskar
Fœst í aþótekum og á femin.is meðan birgðir endast
C'.T
www.pleasurecreme.is
Pleasure Créme®^
„Við erum elckert á þeim nótum
að vera með kynþolckakeppni statt og
stöðugt. En við reynum meðal ann-
ars að taka fallegar myndir af
fallegum stelpum og ekki skemmir
fyrir ef þær eru kynþokkafullar. Upp-
haflega hugmyndin var sú að reyna
að ná því fram í myndunum. En það
er síðan bara undir hælinn lagt
hvernig til tekst. Misvel trúi ég eins
og með allt annað."
Best er ef efni og útlit haldast í
hendur og þá er nærtækt að spyrja
Björn að því hvort skrifin séu þá ekki
þrungin kynþokka, að þar drjúpi sex
af hvurjum pennaoddi? Björn gefur
ekkert mikið fyrir þetta.
„Sko, þetta blað hefur tekið þeim
stakkaskiptum að það er ekki um
kynlíf heldur er þetta blað fyrir karl-
menn. Ég legg meira upp úr því að
skrifin séu hnittin, skemmtileg og
áhugaverð heldur en að þau snúist
eingöngu um málefni tengd kynlífi."
Fjölskrúðugur hópur kemur að
blaðinu
Bjöm Jörundur hefur kallaði til
sín lausapenna úr ýmsum áttum í til-
tekin verkefni og kennir ýmissa grasa
í þeim hópi manna. „Bara eins og
eftii hafa staðið til. Sá sem skrifar
mest í blaðið með mér er Guðmund-
ur Steingrímsson. Svo hefur verið hjá
okkur fastur penni sem heitir Stefán
Pálsson, spurningaljón og starfsmað-
ur Rafveitunnar. Svo hef ég verið
með Óttar Proppé til að fjalla um
bækur og Kristófer Dignus um kvik-
myndir. Sá rauðhærði Þossi hefur
verið að skrifa um tónlist, nýjar plöt-
ur og slíkt. Hann hefur einnig verið
duglegur við að senda mér ýmslegt
gamanefni frá Danmörku þar sem
hann situr við nám. Þá em ónefnd
Margrét Hugrún sem hefur skrifað
mikið fýrir mig sem og hún gerði fyr-
ir mína tíð. Hún myndi teljast til
fastastabbans. Svo er þetta reitíngur
héðan og þaðan. Menn hafa verið að
senda mér ýmislegt áhugavert efni
sem við á hverju sinni. Mjög margir
sem koma að þessu hafa drepið nið-
ur penna."
Poppari tekur við klámriti
Gríðarlega athygli vaktí þegar
spurðist að það væri enginn annar en
Björn Jörundur, landsþekktur popp-
arinn, sem tæki að sér að ritstýra
Bleiku og bláu. Hann var kallaður í
alla kjaftaþættí sem hugsast gat.
„Eg held að fólk hafi séð fyiir sér
að við tæki tímabil í líkingu við það
þegar Davíð Þór Jónsson var rit-
stjóri. Að þetta yrði á svipuðum nót-
um. En þegar hann var með þetta
blað bjuggum við í allt öðru vísi
samfélagi. Og þá rokseldist Bleikt og
blátt með því að vera eins gróft og
línan sagði til um. Þá var stefna
blaðsins að fjalla alfarið um kynlíf.
Sennilega hefur það þótt fréttnæmt
að poppari á borð við mig væri að
takast á við slíkt verkefni. En nú tíð-
in önnur. Það sem ég á við með því
er að með tilkomu netsins er staðan
allt- önnur. Hafi einhver áhuga á
klámefni þá bara nær hann sér í það
og er ekkert að eltast við eitthvað
talcmarkað framboð í einhverju
tímariti eins og þetta blað bauð upp
á þá. Maður keppir ekkert við slflct.
Ég sá fyrir mér að sóknarfærin fyrir
þetta blað væru þau að gera tímarit
sem höfðar til karla sem lesenda.
Ekkert þeirra tímarita sem gefin eru
út á landinu eru með karla sem
markhóp heldur eingöngu gefin út
fyrir konur. Og miðast við áhugasvið
þeirra."
Skarast áhugasviö kvenna og
karla ekki?
„Jújú, þau gera það. Enda hitti ég
reglulega kvenfólk sem hefur gaman
af því að lesa þetta blað sem við erum
að gera."
Tímafrekt að kollvarpa hug-
myndum um klámblað
Nú, þegar fimm tímarit eru að
baki, segir Björn stöðuna þá að blað-
ið seljist betur en það gerði áður en
hann tók við. „En það selst reyndar
ekki eins vel og ég ætlaði mér að láta
það seljast. Það tekur eðilega tíma að
„estabilisera" nýtt tímarit fyrir utan
að það er ófyrirséð hversu langan
tfrna tekur að kollvarpa hugmyndum
fólks um þetta blað sem einhvers-
konar klámrit."
En er ekki einfaldlega staöan sú
að karlmenn kaupa ekki glanstíma-
rit?
„Það skal alveg viðurkennast að sá
er erfiður hjalli. Þetta verður að koma
í ljós. En staðreyndin er nú samt sú
að karlar kaupa fullt af glanstfrnarit-
um: Þessi erlendu tímarit sem fjalla
um tísku og dægurmál að ógleymd-
um þessum áhugamálatímaritum
sem eru líldega með langstærstu
sneiðina af þeirri köku sem eru tíma-
ritakaup hjá strákum."
Nú þegar reynsla er komin á rit-
stjórastarfið þá reynast það allir hinir
óteljandi snúningar í kringum eitt
stykki tí'marit sem komu Birni mest á
óvart.
„Það fer gríðarlega mikill tími í að
gera svona tímarit. Alveg lygilega
mikill tími og meiri en ég ætlaði mér.
AUt þetta ferli er tftnafrekt."
Bjöm Jörundur hafði fram að því
að hann tókst á hendur þetta verk-
efni ekld skrifað neitt að ráði í blöð,
aðallega fyrir sjálfan sig. En honum
lætur ágætlega að skrifa og segir það
elckert vandamál. „Ég hef mjög gam-
an að því að skrifa. Kreatíf vinna. Rétt
eins og gaman er að semja lög... það
er alltaf gaman að búa eitthvað til og
þetta lýtur sömu lögmálum að því
leyti og tónlistin."
Skotspónn femínista
Björn Jörundur hefur síður en svo
setið á friðarstóli við það að stýra
bOGb. Fyrir nokkm tóku ungir
femfnistar sig til og fóm í bókabúðir
landsins með lftnmiða sem þær settu
á blað Björns og vömðu við kvenfyr-
irlitningu og klámi sem í tímaritinu
væri að finna. Og fengu sitt spott í
fréttum fyrir vikið.
„Það er náttúrlega gefið mál í
mínum huga að þær virðast hafa tek-
ið þetta eitthvað skakkt í sig. Ljóst er
að þær em að missldJja blaðið ef
þetta er það sem þær em að hafa
áhyggjur af: Einhverskonar „klám-
væðingu almannarýnisins" og þar af
leiðandi niðurlægingu á kvenfólki.
En þá er þetta kolrangur vettvangur.
Þá eiga þær að fara í útlensku klám-
blöðin. Það er ekkert klám í þessu
blaði. Því miður."
En þú ert að hlutgera konuna?
„Ég er að sýna kvenmannslík-
amann eins og hann er. Ekkert öðm-
vísi er að sýna myndir af kvenfólld en
körlum eða hverju sem er. Hlutgera á
hvaða hátt? Ég er ekki að stilla konum
upp öðmvísi en þær er. Mynd af fal-
legri konu getur vart talist slæm í
sjálfri sér?"
Þú stillir konunni og hennar lík-
ama upp sem leikfang karldýrsins sé?
Framhald á
næstu opnu