Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 30
30 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004
Helgarblaö DV
CtíofftatíliiiiAI
Blessuð agúrkan er fitulaus að kalla
og í meðalgúrku eru ekki nema
svona 39 hitaeiningar. Og þó að 96%
þyngdar hennar séu vatn erhún stút-
full afvítamínum,söltum, trefjum og
steinefnum. Hún heitir cucumis
sativus á latínu og þaðan hafa
enskumæl-
andi sína
cucumber
en agúrk-
an okkar
erskyldari
grískri
aggouria
og þýskri
Gurke, enda hvlla þau nöfn á indó-
evrópskri rót. Þar með er líka Ijóst að
maðurinn hefur gætt sér á gúrkum í
þúsundir ára, fann hana sennilega
fyrst á sléttunum upp afBengalflóa á
Indlandi. Og strangt til tekið er gúrk-
an ekki grænmeti heldur ávöxtur.
Agúrkan varkomin til Kína tveimur
öldum fyrir okkar tímatal og Tiberíus
Rómakeisari á fyrstu öld var brjálað-
ur, eins og margir I hans stöðu fyrr og
síðar, og líka í agúrkur. Hann át að
minnsta kosti eina á dag og þurftu
garðyrkjumenn hans að finna upp
nýjar ræktunaraðferðir svo þeirra
ágæti keisari gæti hámað þær í sig
allan ársins hring. Karlamagnús af
Frakklandi lét rækta ávöxtinn ígörð-
um sínum
og sögur
fara af
agúrkum á
Englandi á
fyrri hluta
14. aldar.
Þarlendir
týndu gúrkukúnstinni niður I Rósar-
strlðunum en fengu þær aftur frá
meginlandinu hálfri þriðju öld síðar.
Kristófer Kólumbus hafði gúrkur með
sér til Nýja heimsins og strax árið
1494 voru þær ræktaðar I stórum stll
á Haítl. Á fyrri hluta 16. aldar voru
indjánar á Flórlda farnir aö rækta
ávöxtinn og I lok þeirrar aldar var
hann kominn
til Virginlufylk-
is. Um svipað
leyti voru
indjánar og
nýbúarí Bras-
ilíu að háma
hann I sig.
Uppi við
Norðurpól
rækta meira
að segja Is-
lendingar gúrkur I upphituðum gler-
húsum og hafa þærí meðallagi stór-
ar og dökkgrænar, en þær eru llka til
stórar og Htlar, Ijósgrænar, fölar og
hvítar.
HV'ENÆR FORSTU
SÍÐAST ÚT AÐ BÖRÐA?
„Mér var boðið á stað sem heit-
ir Kaffi Reykjavík. Þar fékk ég þrí-
réttaða máltíð og var mjög
ánægður. Þetta var fínn
matur og einkar
ánægjuleg stund með
góðu samstarfsfólki."
Einar Svein-
björnsson veður-1
fræðingur.
Meðan sumir láta
aðeins grænmeti
inn fyrir sinar var-
ir vilja aðrir ekki
að fæðan innihaldi
kolvetni, lita ekki
við kornmeti held-
ur háma í sig ket.
Þessir eiga þó sam-
eiginlegt að elda
sinn mat en María
Óskarsdóttir til-
heyrir hópi fólks
sem neytir aðeins
grænmetis, ávaxta,
fræja, hneta og
sjávarþara og það
sem meira er -
„Vissulega er þetta nokkuð bylt-
ingarkennt mataræði,“ viðurkennir
María Óskarsdóttir. „Hráfæði er
bara óeldaður matur, það er að segja
grænmeti, ávextir, ýmis konar fræ og
hnetur og sjávarþari. Mjólkurafurðir
teljast ekki til hráfæðis."
Hiti eyðir ensímum
María segir hráfæðisfólk hreint
ekki byggja mataræði sitt á sérvisk-
unni. „Þegar matvæli af öllu tagi
eru hituð upp fyrir 48 °C skemmast
ensímin í þeim, en þau eru okkur
nauðsynleg til að melta fæðuna. Og
þegar við fáum ekki þessi nauðsyn-
legu ensím úr matnum ganga lík-
amar okkar á eigin ensímbirgðir,
en þær eru takmarkaðar. Við viljum
sem sagt ekki ganga á þessar birgð-
ir líkamans heldur koma á jafn-
vægi. Margir halda sjálfsagt að ökk-
ur skorti þá ýmis önnur fæðuefni
Pastaveisla hráfæðisætu
1 stk. kúrbítur
Afhýðið kúrbítinn og skerið hann
niður í langar ræmur, þá litur hann út
eins og spaghetti!
Pastasósa
1 bolli sólþurrkaðir tómatar lagðir í
bleyti
1 bolli niðurskornir tómatar
1/2 bolli niðurskornar gulrætur
3 tsk. óllfuolía
2 tsk. óreganó
2 tsk.Tamari-sojasósa
1 tsk.rósmarln
1/2 tsk.timjan
1-2 hvítlauksrif.
Öllu þessu blandað saman í matvinnsluvél, sósunni
hellt yfir kúrbltsræmurnar og snætt með góðri lyst.
en við fáum til dæmis kalk úr
möndlumjölk, það er meira að
segja meira af henni þar en í venju-
legri mjólk. Prótein fáum við úr
spírum, hnetum og grænmeti og
fæði okkar er bókstaflega stútfullt
af vítamínum."
Lækningamáttur líkamans
María hefur lést um tæp 20 kíló
síðan hún byrjaði á hráfæði. „En það
er bara ánægjuleg aukaverkun, aðal-
atriðið er að fæðið kemur jafnvægi á
efnin í líkamanum. í honum er mik-
ill lækningamáttur og þegar hann
hefur náð þessu jafnvægi hefst hjá
honum tiltekt, ýmsir kvillar hverfa
hægt en örugglega. Orka manns
eykst líka gífurlega og algengt er að
svefnþörf manna minnki. Ég hafði
barist við alls konar mataróþol þeg-
ar ég kynntist hráfæðinu en er eins
og ný manneskja."
Alls ekki einhæft fæði
Við fýrstu sín virðist hráfæði
vissulega nokkuð einhæft mataræði.
„En það er það alls ekki,“ svarar
María. „Við gerum drykki og góm-
sætar sósur í matvinnsluvélum og
með þurrkofnunum getum við gert
okkar mat líkari öðrum, bakað
brauð og kökur úr ffæjum, spíruðu
korni og hnetum. Hjá mér verða
sem sagt gleðiieg jól í mat og drykk,
á matsölustöðum heldur maður sig
við salötin, lætur gestgjafa sína vita
af mataræðinu í tíma eða hefur bara
með sér nesti. Við hráfæðuætur
erum um 40 talsins og hittumst
reglulega og berum saman bækur
okkar. Eg og fleiri höldum úti netsíð-
unni www.lifandi.net og þar er hægt
að nálgast upplýsingar og uppskrift-
ir af ýmsu tagi. Á þriðjudag verðum
við með sérstakt námskeið í jólahrá-
fæði,“ segir María Óskarsdóttir og
eldar ákaflega einfaldan en gómsæt-
an pastarétt úr zucchini eða kúrbít.
rgj@dv.is
Asía
★
Veitingarýni
Asía aflraunamanna
Kvöldmatur var vondur á Asíu við
Laugaveg. Svínakjötið og lambakjöt-
ið var hvort tveggja ofsteikt og bein-
línis seigt, svínakjötið á tréteinum
undir þykku lagi af ótilgreindri sósu,
sem huldi kjötið og vel það. Meira að
segja kekkjuð hrísgrjónin voru léleg
eins og þau væru upphituð eða
frískuð undir heitri vatnsbunu. Bezt
var sterka hoisin-sojabaunasósan
kínverska,'sem fylgdi lambakjötinu í
hóflegu magni.
Ég borða yfirleitt það, sem mér er
rétt, sérstaklega þjóðlega rétti úr
ýmsum heimshornum, jaftivel ís-
lenzka, en hér gafst ég upp. Samt
voru viðskiptavinir utan ferða-
mannatímans að meirihluta Austur-
Asíufólk. Staðurinn ætti því að vera
góður, samkvæmt reglunni um, að
slíkt fólk hljóti að laðast að ekta
stöðum, sem minna á heimalandið.
En ég gat með engu móti séð, hvað
slíkir gestir sáu í matreiðslunni.
Ég kann vel við indónesíska og
japanska matreiðslu og ýmsar kín-
verskar og indverskar matreiðslur,
en ekki þessa. Hún líkist engri
þeirra, ættuð einhvers staðar af
skaganum, þar sem eru Víetnam og
Laos, Kampútsea og Taíland,
Malasía og Burma. Ég hef ekki kom-
ið til þessara landa og er ekki nógu
kunnugur fáséðum veitingahúsum
þessara landa í heimsborgunum til
að staðsetja matreiðsluna.
Samkvæmt fræðibókum er mat-
reiðslan í ofangreindum löndum
öðruvísi en matreiðslan í veitinga-
húsinu Asíu, mun fínlegri og tillits-
samari við hráefni. Meðan annað
kemur ekki í ljós verð ég að álykta,
áð matreiðslan hér sé ekki etnísk,
heldur einfaldlega vond. Kokkurinn
sé á sérleið, sem stríði gegn einföld-
um lögmálum í matreiðslu, hvar
sem hún er í heiminum.
íslenzkir súmókappar og afl-
raunamenn voru staðarsómi í há-
deginu, þar sem þeir
gátu étið nægju sína úr
hitakassaborði á 950
krónur. Ekki leizt mér
á hnausþykkar sósur
og sfzt á djúpsteiktar
rækjur, sem voru
belgdar af miklu hveiti
og mikilli feiti. Hins
vegar mátti fá fram-
bærilegan freðfisk með
grænmeti, hvort
tveggja steikt í hóf-
samri ostrusósu og kostaði bara 750
krónur. Sá ljósi punktur gaf eina
stjörnu.
Jónas Knstjánsson