Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 38
38 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004
Helgarblaö DV
Muffe Vulnuz er ekki eins og fólk er flest og þaö er ekki ofsögum sagt. Það er ekki á hverjum degi sem
maður mætir manni með horn og tíu sentimetra göt í eyrunum. Muffe er eigandi Body Extremes í mið-
bæ Kaupmannahafnar sem var opnuð fyrir tveimur árum. Þar geta viðskiptavinir látið kljúfa í sér tung-
una, fengið grædd í sig djöflahorn úr sílikoni, gat á milli tánna, brennimerkingar og húðflúr svo fátt eitt
sé nefnt. Muffe segir að meðalmennska sé böl og óttast ekki eftirsjá á efri árum.
Fékk mér ekki horn og
étal hólér og göt til
aö þéknastöörnm
Muffe byrjaði að skreyta ffkama
sinn þegar hann var tíu ára og bjó á
landsbyggðinni. „Þá fékk ég mér göt
í eyrun. Skömmu síðar byrjaði ég að
húðflúra sjálfan mig eftir að hafa séð
það gert í kvikmyndinni sem gerð
var eftir sjálfsævisögu Kristjönu F. -
Dýragarðsbörnin. Þetta varð mikil
tíska á þessum tíma. Það voru ailir í
því að húðflúra sig og enn fleiri byrj-
uðu að nota heróín. Myndin sem átti
að fæla ungmenni frá heimi fíkni-
efnanna hafði þveröfug áhrif."
Eitt leiddi af öðru og í dag er
Muffe með hringi og göt vítt og
breitt um líkamann, húðflúr hér og
þar og alls staðar, djöflahorn út úr
enninu og þau allra stærstu göt í
eyrunum sem blaðamaður hefur
séð. „Þau eru afrakstur 15 ára
strekkingarvinnu," segir Muffe og
svarar því aðspurður að hann viti til
þess að einn í heiminum sé með
stærri göt, grípur í vasareikni, um-
reiknar tommur yfir í sentimetra og
kemst að þeirri niðurstöðu að sá sé
meira að segja með helmingi stærri
göt.
Mannskepnan hefur skreytt
sig frá örófi aida
Fyrir skömmu birtist mynd-
skreytt grein í dönsku dagblaði þar
sem fylgst var með aðgerð á stofu
Muffe. Atvinnulaus, 35 ára Kaup-
mannahafnarbúi að nafni Allan lét
græða í sig horn og kljúfa á sér tung-
una nánast framan frá og aftur úr. Sá
sagðist í viðtalinu vilja skera sig úr til
þess að ögra fólki. f dag dygði ekkert
minna þar sem tíundi hver maður
væri kominn með gat í tunguna og
húðflúr væru álíka sjaldgæf og fæð-
ingarblettir. Sjálfur segist Muffe ekki
vera svona útlítandi til þess að stuða
fólk.
„Ég geri þetta einfaldlega til þess
að skreyta lfkama minn. Ég get ekki
tjáð mig fyrir hönd annarra en þetta
er mín skýring. Mannskepnan hefur
alla tíð skreytt sig á einhvern hátt.
Neanderthalsmenn gerðu það og
aflar þjóðir heims gera það enn í
dag. Fæstar þessara skreytinga eru
sársaukalausar eða þægilegar. Tök-
um sítt hár sem dæmi. Þú ert með
fléttur og allskonar spennur og
vesen í hárinu til þess að halda því
frá andlitinu af því það er dauð-
óþægilegt að haifa það hangandi
niður í augu. Af hverju klippirðu það
ekki af eins og ég? Þegar þú ferð út á
lífið ferðu út í skóm með pinnahæl-
um. Hvernig ffður þér í fótimum
daginn eftir? Ekkert sérstaklega vel,
er það?“
Sáttur í dag Muffe var óánægöur meö húö-
flúrá vinstri framhandiegg sínum. Hann lét
þess vegna„máia“ allt svæöiö svart og skar
útjogo" stofunnar sinnar I handlegginn.
Engum sama um útlit sitt
Þú viltlíkja þessu saman?
„Já, auðvitað. Þú átt örugglega
ffka galiabuxur sem þú kemst varla í
þegar þær eru nýkomnar úr þvotti.
Af hverju kaupirðu þér ekki buxur
sem eru númerinu stærri? Ég gæti
haldið endalaust áfram. Ef þú fftur í
kringum þig sérðu ekki marga sem
er alveg sama um útlit sitt. Lang-
flestir gera eitthvað til þess að líta út
á ákveðinn hátt. Og það er nákvæm-
lega sama hvað þú gerir og hvernig
þú lítur út, það mun alltaf einhveij-
um mislíka það. Ef ég væri í jakka-
fötum með bindi get ég lofað þér því
að það væru einhverjir sem kynnu
ekki að meta það. Maður á ekki að
velta sér upp úr því hvað öðrum
finnst."
Muffe þvertekur fyrir það að
samanburðurinn á klæðaburði og
varanlegum líkamsskreytingum sé
langsóttur. „Af hverju? Þetta er mitt
val, að líta svona út. Ég geri þetta
ekki til að þóknast öðrum. Ég skipti
ekki um skó á morgun til þess að
fara í aðra sem eru meira í takt við
nýjustu tískustraumana, eða fer í
klippingu af því að mín klipping er
úrelt. Þetta er visst „statement"."
Ný gleraugu
Komdu • Mátaðu • Upplifðu
LINSAINJ
Aðalstræti 9 • 551 5055
Minn líkami - mitt hulstur
Muffe á kærustu sem er húðflúr-
ari og starfar með honum á stofunni.
Þau hafa unnið saman í ein 8-9 ár en
stofuna hafa þau átt saman í nærri 2
ár eða jafnlengi og hann hefur verið
með hornin. Hann veit þess vegna
ekki almennilega hvernig gripimir
ganga í kvenþjóðina. En hvað finnst
ömmu hans og afa, eða foreldmm
hans?
„Ömmur mínar og afar em öll
dáin. Foreldrar mínir - ja, ég skal
ekki segja," segir Muffe og klórar sér
í hausnum. „Hvað ættu þau svo sem
að segja við þessu? Þetta er minn lrk-
ami og mér er gert að búa í þessu
hulstri í þann tíma sem ég er hér á
jörð. Fólk spyr mig oft hvort ég óttist
það ekki að koma til með að sjá eftir
öllu saman. Af hverju ætti ég að gera
það? Bara af því að meðaljóninn er
svo óömggur með sjálfan sig að
hann getur varla ákveðið hvort hann
langi í bláa eða rauða bolla? Ég tala
nú ekki um hvort jólatréð eigi að
vera rauðgreni eða sitkagreni. Ef það
er líf eftir þetta fff og mér verður gert
að deyja í dag þarf ég ekki að sitja til
eifffðamóns og sjá eftir þeim hlutum
sem ég gerði ekki. Það finnst mér
mun skelfilegri tilhugsun."
Fjórir með eðlutungu og þrír
með djöflahorn
Þótt þjónustan sé í boði hafa
aðeins fjórir Danir látið kljúfa á sér
tunguna og þrír em með djöflahorn.
DV veit ekki til þess að íslendingar
hafi látið ffamkvæma á sér slíkar
aðgerðir en þeir em velkomnir á
stofuna til Muffe. „Það þarf bara að
hringja og panta tíma, ekki flóknara
en það. Það er hægt að koma sílikoni
fyrir undir húðinni hvar sem er á ffk-
amanum," segir Muffe og bætir því
við að í raun hafi þetta fyrirbæri
byrjað með brjóstastækkunum. „Við
stálum bara hugmyndinni frá lækn-
unum. Reyndar hafa Filippseyingar
komið perlum fyrir undir húðinni til
skreytingar í ein 500 ár."
Gatanir em langtum vinsælli en
stóm aðgerðirnar. „MTV stjómar því
algjörlega hvað er í tísku á þeim vett-
vangi. Eftir að Spice Girls slógu í
gegn á sfnum tíma var hér röð út úr
dyrum af stelpum sem vildu fá gat í
tunguna. Nýjasta æðið er að fá sér
gat undir neðri vörina eins og
Christina Aguilera. Ætli það undar-
legasta sem ég hef lent í sé ekki að
gera gat milli tánna á einstaklingi
sem var með nokkurs konar sund-
fit."
Muffe segir að í raun ffamkvæmi
þeir allar aðgerðir sem ekki em
beinfinis hættulegar. „Við gerum
ekki gat f snípinn og það er reyndar
algengur misskilningur að það sé
hægt. Gatið er gert í húð sem Iiggur
ofan við sm'pinn. Ef sjálfur snípur-
inn er gataður á maður á hættu að
það sama gerist og við umskurð,
þ.e.a.s. að ffkamshlutinn rifiii af.“
Eyrað rifið af í heilu lagi
Muffe viðurkennir að það geti
verið þreytandi að skera sig jafnmik-
ið úr fjöldanum eins og hann aug-
ljóslega gerir. „Ég verð oft fyrir miklu
áreiti og einu sinni var eyrað á mér
rifið af nánast í heilu lagi. Ég sting í
augun á þessu meðalmennskuliði
og margir fá illt í rassgatið við það
eitt að sjá mig á götu. En þetta er
ekkert nýtt. Það má enginn vera
öðruvísi. í barnaskóla var það sá
feiti, eða þessi með gleraugun og
rauða hárið sem lenti í öllu vesen-
inu. H.C. Andersen skrifaði meira að
segja heimsfrægt ævintýri um þetta
sem heitir einfaldlega Litli, ljóti and-
arunginn. En ég valdi mér þetta
hlutskipti - svona er ég og svona vil
ég vera," segir Muffe að lokum.
Copenhagen Body Extremes er með
heimasíðu á slóðinni bodyextrem-
es.com.
sigrunosk@dv.is