Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004
Helgarblað DV
Einstök húsgögn með heillandi sögu.
Úrval fallegrar og óvenjulegrar gjafavöru
Pearl Jam er ein af fáum hljómsveitum
Seattle-rokkbylgju tíunda áratugarins sem er
enn starfandi og enn að gera góða hluti.
Trausti Júlíusson rifjaði upp sögu hennar í
tilefni af útgáfu fyrstu safnplötu sveitarinnar,
Rearviewmirror (Greatest Hits 1991-2003).
Pearl Jam er ein þeirra hljómsveita
sem komu upp á yfirborðið í grunge-
rokkbylgjunni eftir að Nirvana-platan
Nevermind sló í gegn í lok árs 1991.
Margar helstu hljómsveitir þessarar
bylgju eru hættar stöfum, þ. á m.
Nirvana, Soundgarden og Smashing
Pumpkins, en Eddie Vedder og félagar
í Pearl Jam láta liins vegar engan bii-
bug á sér finna. Nýlega kom út þeirra
fyrsta safnplata með bestu lögunum á
ferlinum. Hún heitir Rearviewmirror
og hefur fengið góðar viðtökur, enda
er hvergi dauður punktur í þessum 33
lögum. Rifjum upp söguna.
Stofnuð á rústum Mother Love
Bone
Pearl Jam var stofnuð í Seattle á
rústum hljómsveitarinnar Mother
Love Bone. Eftir að söngvari hennar,
Andrew Wood, dó úr of stórum
skammti af heróíni 19. mars 1990
ákváðu gítarleikarinn Steve Gossard
og bassaleikarinn Jeff Ament að
stofna nýja hljómsveit. Þeir fengu gít-
arleikarann Mike McCready til liðs við
sig og gerðu demó-upptökur ásamt
trommuleikaranum úr Soundgarden,
Matt Cameron.
Upptökurnar komust í hendur á 25
ára strák ffá San Diego í Kalifomíu,
Eddie Vedder. Eddie söng inn á þær
og var í framhaldi af því boðið að ger-
ast meðlimur í sveitinni sem var á
þessum tíma kölluð Mookie Baylock
eftri leikmanni í NBA-deildinni. Dave
Kmsen var fenginn á trommumar og
þannig skipuð byrjaði hljómsveitin að
koma fram. í ársbyrjun 1991 spiiaði
hún m.a. á 12 tónleikum með Alice In
Chains. Hljómsveitin fór í hljóðver til
þess að taka upp sína fyrstu plötu í
mars og á meðan á þeim upptökum
stóð var nafninu breytt í Pearl Jam.
Það em til nokkrar tilgátur um
nafnið. Samkvæmt einni þeirra heitir
hljómsveitin eftir heimalagaðri sultu
sem langamma Eddies, Pearl, var vön
að gera. Samkvæmt annarri er þetta
slanguryrði yfir ofskynjunarlyf. Pearl
Jam gerði samning við fyrirtækið Epic
og gaf út sína fyrstu plötu, Ten, í ágúst
1991. Hún fór þó ekki að seljast neitt
að ráði fyrr en í ársbyrjun 1992 eftir að
Nevermind með Nirvana hafði opnað
Billborad-listann fyrir grunge-rokk-
inu.
í mál við Ticketmaster
Þegar Ten kom út var Dave Kmsen
trommuleikari hættur. í hans stað
kom Dave Abbruzzese. Hann átti eftir
að vera í sveitinni fram á árið 1994
þegar hann var rekinn og Jack Irons
kom í staðinn. Ten náði mildum vin-
sældum og lögin Alive, Even Flow og
Jeremy fengu mikla spilun á MTV.
Meðlimir Pearl Jam komu fram í kvik-
mynd Cameron Crowe, Singles, sem
sló rækilega í gegn.
Hljómsveitin var fljótlega sökuð
um að vera ofurseld markaðsöflun-
um, m.a. af Kurt Cobain sem hélt því
margoft ffam í viðtölum. Þær ásakan-
ir kunna að hafa átt þátt í því að þegar
önnur platan, Vs., kom út árið 1993
þvertók hljómsveitin fyrir að gera
myndbönd við lög af henni. Það kom
samt ekki í veg fyrir mikla sölu. Tvær
fyrstu Pearl Jam-plötumar seldust í
yfir 10 milljón eintökum.
Pearl Jam hefur alltaf gert það sem
henni sýnist. Þegar sveitin fór á tón-
leikaferðalag árið 1994 ákvað hún að
sleppa stóru íþróttaleikvöngunum, en
spila þess í stað á minni stöðum. Hún
aflýsti samt sumartónleikaferðinni
þar sem fyrirtækið Ticketmaster sem
sá um miðasöluna hvatti sölustaði
sína til að selja miðana á hærra verði
en hljómsveitin gat sætt sig við. Eftir-
spurnin var mikil og staðimir litlir.
Pearl Jam fór í mál við Ticketmaster út
af þessu. Þau málaferli stóðu ffam á
árið 1995 og enduðu með því að
Pearl Jam Það er hægt að
teysta á ákveðin gæði og
heiðarleika hjá PearlJam
þó að hún sé ekki lengur sú
rokksveit sem selur mest af
piötum I Bandarikjunum.
G A L L E R í
% TÚ TÚ
SÍÐUMULA 34 (Á H□ RNI SÍÐUMÚLA
□ G FELLSMÚLA) SÍmi 588 7D 22
Opiðfrá 12:00-18:00 virka daga og 13:00 -17:00 laugardaga.
rýnendum. Næsta plata, Yield, sem
kom út í febrúar 1998 var rokkaðri, en
náði samt ekki að seljast neitt í lfkingu
við fyrstu plötumar. Ein af ástæðun-
um er sú að vegna málaferlanna við
Ticketmaster hefur það reynst hljóm-
sveitinni erfitt að skipuleggja stór
tónleikaferðalög. Stórfyrirtæki em
sein til að fyrirgefa.
Síðustu ár hefur Pearl Jam haldið
áfram að þróa sína tónlist á nýjar slóð-
ir og þó að hljómsveitin sé ekki lengur
sú roklcsveit sem selur mest af plötum
í Bandaríkjunum þá má treysta á
ákveðin gæði og heiðarleika hjá
henni. Þetta er hljómsveit sem hefur
elst vel, ólíkt svo mörgum öðmm
rokkhljómsveitum frá tíunda áratugn-
um. Síðasta stúdíóplatan, Rior Act,
sem kom út fyrir tveimur ámm var
þeirra rokkaðasta í nokkum tíma.
Hún fékk ftna dóma. Árið 2000 varð
Pearl Jam fyrir miklu áfalli þegar m'u
manns tróðust undir á tónleikum
sveitarinnar á Hróarskeldu. Upphaf-
lega ásakaði danska lögreglan hljóm-
sveitina um að bera a.m.k. að liluta til
ábyrgð á atvikinu, en þegar rannsókn
lauk var fallið frá þeim ásökunum.
Barist gegn Bush
Meðlimir Pearl Jam hafa verið
duglegir við að mótmæla innrás
Bandaríkjamanna í írak og þeir hafa
barist ötullega gegn stjórn Bush for-
seta. Á tónleikum í Denver í fyrra
stjaksetti Eddie Vedder mynd af
Bush og hélt ræðu um mikilvægi
tjáningarfrelsinsins. Nokkrir tugir
áhorfenda gengu út og í framhald-
inu var sveitin gagnrýnd harðlega af
fylgismönnum forsetans. Meðlimir
Pearl Jam voru líka á meðal þeirra
tónlistarmanna sem tóku þátt í Vote
For Change-tónleikaferðinni fyrir
forsetakosningarnar í haust. Stone
Gossard er í forsvari fyrir hluta af
þeim tónlistarmönnum sem tóku
þátt í Vote For Change og sem vilja
halda áfram að styrkja góð mélefni.
Hugmyndin er að safna fé til þess að
koma á fót umhverfisvænum orku-
verum í þeim fylkjum sem Vote For
Change-tónleikaferðin náði til.
75 plötur á þremur árum
Það þykir ágætt hjá rokkhljómsveitum i dag að koma út plotu á tveggja ára fresti. Það eru ekki nema þær allra duglegustu
sem gefa út á hverju ári. Pearl Jam verður að teljast yfir meðal lagi þar sem sveitin er buin að gefa út nalægt 80 tvofaldar plöt-
ur rneð nyjum upptökum siðustu 3 ár.
Ástæðan fyrir þessari miklu útgáfu er samt ekki sú að Eddie og félagar sitji sveittir allan sólarhringinn og semji ný lög i
akkorði, heldur ákvað sveitin aðgefa sjálf út alla sina helstu tónleika í staðinn fyrir aðiáta sjóræningjafyrirtæki sitja ein að
þeirri útgáfu. Hljómsveitin hefur aldrei sett sig upp á mótiþviað áhorfendur taki upp tónleikana þeirra en til þess að tryggja
að þeir aðdáendur sem eru á annað borð að kaupa upptökur af tónleikum fái þær ágóðu verði og með viðunandi hljómgæð-
um ákváð hún að prófa þetta árið 2000. Upphaflega var stefnan sett á 28 tvöfaldar tónleikaplötur. Þær mældust það vel fyrir
að þessar tónleikaplötur eru nú farnar að nálgast 80 og fleiri eru áformaðar.
Óvenjulegar jólagjafir frá Persíu og Afríku frá kr. 450.
Stofuborð í öllum stærðum frá kr. 28.000.
kom fyrst fram með honum á fjáröfl-
unartónleilcum í San Francisco 1. nóv-
ember 1992. Árið 1995 fóru Pearl Jam
og Neil Young saman í hljóðver og
tóku upp plötuna Mirrorball. Hún
kom út þá um sumarið, en vegna
samningsmála var hún eingöngu
skrifuð á Neil Young, en meðlima
Pearl Jam eingöngu getið sem hljóð-
færaleikara. Mirrorball var umdeild -
aðdáendur hljómsveitarinnar voru
ekki allir lirifnir.
Það sama var uppi á teningnum
með fjórðu eiginlegu Pearl Jam-plöt-
una, No Code, sem kom út árið 1996.
Á henni var hljómsveitin að gera til-
raunir með austurlenska tónlist. Hún
seldist mun minna en fyrri plötur þó
að hún fengi góða dóma hjá gagn-
■
fi
miðasölufyrirtækinu var dæmdur
sigur. Pearl Jam tók upp sína þriðju
plötu, Vitalogy, sumarið 1994. Hún
kom út í lok þess árs og seldist í millj-
ónavís eins og fyrstu tvær plötumar.
Misjafnt gengi
Meðlimir Pearl Jam eru miklir
aðdáendur Neil Young. Hljómsveitin
. t——rr
- ■s?:>■ \í|
Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir.
Borð í öllum stærðum, stólar og margt fleira. Sérsmíði og pantanir.
Hljóðversplötur
Pearl Jam
O Ten (1991)
O Vs. (1993)
O Vitalogy (1994)
O No Code (1996)
o Yield (1998)
O Binaural (2000)
O Riot Act (2002)
Og l(ka:
o Mirrorball - ásamt Neil Young
(1995)
o Lost Dogs: Rarities & B-Sides
(2003)
<D Rearviewmirror - Greatest Hits
1991-2003 (2004)