Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004
Helgarblað DV
Hann verður áttræður á næsta ári, er í jólafríi á íslandi en
dvelur að öllu jöfnu hinum megin á hnettinum hjá sambýlis-
konu sinni í Ástralíu. Eyjólfur Jónsson, fyrrverandi lögreglu-
maður og sundkappi, hefur látið skrá sögu sína og hlýtur hún
að teljast ævintýraleg saga drengs af Grímstaðaholtinu.
Eyjólfur Jónsson er hávaxinn
maður og ber árin með afbrigðum
vel. Hann dvelur hjá dóttur sinni og
börnum hennar í Reykjavík um jól
og áramót en heldur síðan heim til
Ástralíu í hásumarið og 40°C hitann
í janúar. Jón Birgir Pétursson skráði
sögu Eyjólfs sem heitir einfaidlega
Eyjólfur sundkappi, ævintýraleg
saga drengs af Grímstaðaholtinu.
„Ég velti aldrei fyrir mér að skrá-
setja ævisögu mína,“ segir Eyjólfur.
„Fannst ég ekki hafa lifað það merki-
legu lífi en tengdasonur minn heit-
inn var alltaf að hvetja mig til þessa.
Og svo tóku forlögin í taumana."
Til Ástralíu með semingi
Eyjólfur hallar sér aftur og rifjar
upp liðna daga. „Þegar breski herinn
kom hingað í maí 1940 kynntist ég
breskum sjóliða og lofskeytamanni,
Joe Walsh að nafni. Hann vann í
gömlu loftskeytastöðinni á Melun-
um, þar sem nú heitir Suðurgata.
Hann var afburða málamaður og
lærði íslensku á ótrúlega skömmum
tíma. Við urðum góðir vinir og sú
vinátta hélst í rúm sextíu ár eða
Hjónaband okkar
varði i rúmlega 40 ár
og var einstaklega
gæfuríkt og innilegt.
Joe hvatti mig mjög til
að koma út til sín en
ég var míður mín af
sorg og söknuði og
taldi mig því ekki geta
ráðist í slíkt ferðalag.
meðan hann lifði. Eftir stríð flutti
hann til Ástralíu og við og fjölskyld-
ur okkar vorum alltaf í góðu sam-
bandi. Frá 1981 kom Joe liingað svo
að segja annaðhvort ár og dvaldi í
þrjá mánuði hjá okkur hjónunum.
Hann var einmitt að undirbúa ferð
hingað þegar konan mín, Katrín
Dagmar Einarsdóttir, lést úr krabba-
meini árið 1996.
Hjónaband okkar varði í rúmlega
40 ár og var einstaklega gæfuríkt og
innilegt. Joe hvatti mig mjög til að
koma út til sín en ég var miður mín
af sorg og söknuði og taldi mig því
ekki geta ráðist í slíkt ferðalag. Dótt-
ir mín og tengdasonur sögðu að ég
yrði að drífa mig, hótuðu til dæmis
að flytja mig í handjárnum út á flug-
völl, enda bæði lögreglumenn. Þá
ákvað ég að drífa mig og fór með
semingi."
Vegirnir órannsakanlegu
Eftir tveggja sólarhringa ferðalag
fögnuðu þeir Joe Walsh endurfund-
unum í Adelaide í Ástralíu sunnan-
verðri. „Ég vildi vera í tíðu sambandi
við fjölskyldu mína hér heima og ei-
líf símtöl voru nokkuð dýr. Ná-
grannakona Joes, Mary Pilgrim,
hafði faxtæki á sínu heimili vegna
atvinnurekstrar og bauð mér að faxa
heim til dóttur minnar og ég þáði
það. Hún hafði misst mann sinn um
sama leyti og ég missti konuna mína
og við fundum huggun í samvistun-
um og urðum góðir vinir.
Konan mín heitin og Mary eru
merkilega andlega skyldar en ólíkar í
útliti, vináttan jókst og eftir að ég
kom hingað heim komu hún og
bróðir hennar hingað í heimsókn.
Og nú er ég með lögheimili sitt hvor-
um megin á hnettinum, hér hjá
dóttur minni í heimsóknum en svo
hjá Mary í Ástralíu. Þar hef ég nóg
tækifæri til sjósunds, hef meira að
segja reynt við brimbrettin en geng-
ur illa að ná tökum á þeirri list, get
ekki haldið mér uppi og dett alltaf í
hafið,“ segir Eyjólftir hlæjandi.
Sjósund fyrir tilviljun
Eyjólfur var orðlagður fyrir sjó-
sund sín, hann synti Skerjafjörðinn
til Bessastaða, upp á Ákranes,
Drangeyjarsund, Viðeyjarsund og er
þá fátt eitt upp talið. „Allt kom þetta
til af tómri tilviljun," útskýrir Eyjólf-
ur. „Ég stofnaði Þrótt með vini mín-
um, Halldóri Sigurðssyni fisksala, í
ágúst 1949. Ég vildi endilega að unga
fólkið æfði fleira en handbolta og
knattspyrnu, frjálsar íþróttir til
dæmis.
Þetta gekk ágætlega framan af en
eftir smá tíma voru strákarnir orðnir
leiðir. Ég gaf þeim þá peninga í bíó
gegn því að þeir æfðu og það gekk
um hríð. Þá kvörtuðu þeir undan að-
stöðuleysi, í Þróttarbragganum voru
engar sturtur. Þá hvatti ég þá til að
fara í sjóinn að æfingum loknum en
þeir sögðust fara ef ég kæmi með. Ég
sagðist gera það ef það væri algjört
skilyrði, því ég vildi endilega að þeir
tækju þátt í drengjahlaupi Ármanns
sem var ffamundan.
Þá gáfust þeir upp og sögðust
ekki hafa áhuga en ég minnti þá á að
þeir hefðu gert mig næstum gjald-
þrota með bíómiðakaupum og þeg-
ið þannig mútur. Þeir væru kolólög-
legir atvinnumenn. En ég fór ósynd-
ur í sjóinn og fann hvað það gerði
mér gott."
Lán í óláni
Eyjólfur hafði stundað hrogn-
kelsaveiðar með föður sínum og
unnið með Halldóri fisksala en með
komu hersins jókst atvinnan í bæn-
um og hann fékk vinnu hjá bænum
og taldi sig kominn á gott ról en ör-
laganornirnar höfðu annað í huga.
„Við vorum að moka sandi úr
gryfjum með skóflum en þessir bílar
voru margir snúnir í gang með sveif-
um. Ég þurfti að snúa einum í gang,
hann var gamall og það var hak þar
sem sveifinni var skotið inn svo hún
festist þar. Ég tók hins vegar á að
öllu afli og handleggsbrotnaði. Þá
fór ég á fund Skúla Þórðarsonar,
magister í Ingimarsskólanum, og
vildi komast í skólann þar sem ég
gæti ekki unnið þann veturinn.
Hann tók vel í það og Ingimar líka og
ég lauk gagnfræðaprófi. Handleggs-
brotið var því sannarlega lán í óláni
en svona er lífið fullt af tilviljunum.“
Kynntist eiturlyfjaneyslu og
heimilisófriði
í bæjarvinnunni voru gerðar
skipulagsbreytingar sem Eyjólfur
kunni ekki að meta. „Ég var flokk-
stjóri í hreinsunardeild eins hverfis
og það þótti aldeilis græn grein fyrir
lífið. Eftir nokkur ár vildi drengur
nokkur með góð sambönd verða yf-
irmaður í hreinsunardeild og ég
mátti mín einskis.
Ég sagði því upp en var boðið
sumarstarf hjá lögreglunni, þar var
ég í 36 ár. Lögreglumenn upplifa
ýmislegt í sínum störfum, þurfa að
þola margt en með því að líta já-
kvæðum augum á starf sitt og um-
hverfi, vera yfirvegaðir og ákveðinn
er hægt að þola allt. Jafnvel óhæfu-
verk, heimilisófrið og ofbeldi,
drykkjuskap, eiturlyfjaneyslu og
vanrækslu barna af þeim sökum."
Lífið á Grímstaðaholtinu
Þegar Eyjólfur fæddist á Grím-
staðaholtinu tileyrði það Seltjarnar-
neshreppi. „Þar var dásamlegt að al-
ast upp, þar var einstaklega litrfkt og
sérstakt mannlíf. Fálkagatan var að-
algata þessarar húsaþyrpingar og
svo opin svæði, bændabýli og sjór-
inn en 16 bátar gerðu þaðan út.
Melarnar þar sem Háskólabíó er
nú og austan núverandi Suðurgötu
var Vatnsmýrin í öllu sínu veldi, full
lslenskur sundkappi á ástralskri strönd Þessi vaski maður verður áttræður á næsta ári.